Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 15
|fe« fciiiipii ' i . . vimmt . < ■ R i Heimilislegt eða- Það skal viðurkennt stx-ax, að mjög er erfitt að skilgreina nákvæmlega, livað átt er við með orðinu „heimilis- legt,“ því þar er eingöngu um tilfinn- ingaatriði að ræða. Sumir segja, að innréttingar og húsgögn fái engu um það ráðið, heldur andi húsráðenda. Hér verðum við að sleppa því og ganga út frá hví, að útlit íbúðarinnar ráði miklu. Það er augljóst mál, að vönduð húsgögn megna ekki ein sam- an að gei’a íbúð heimilislega. Meira máli virðist skipta, hvernig hlutun- um er raðað, hvernig samræmi þeii’ra er og hversu mikið er af þeim. Það lilýtur að vera þyngst á melunum, að það sjáist að mennskar verur lifi og hrærist i íbúðinni og liafi þar eitt- hvað fyrir stafni. Gamlar stássstofur, senx eru í rauninni söfn fremur en híbýli, eru jafn ólieimilislegar og sumar nútímaibúðir, Þar sem áherzla er lögð á nekt og svokallaða „hófsemi“ eftir japanskri fyrirmynd. Útkoman hefur einungis orðið sú, að arkitektar hafa ekki megnað að seiða fram þann séi’staka þokka, sem lxýr yfir útliti japanskra heimila, en nektin liefur orðið eftir. Hins vegar skal því ekki neitað, að japanskur hyggingarstill hefur á margan liátt haft mjög góð á- hrif og stuðlað að því að hreinsa hurt margvislegt ósmekklegt flúr. Litum ögn nánar á meðfylgjandi myndir. Sú efri er úr risibúð i Kaup- Framhald á bls. 29. hann átti að sér i útliti. En orð gat hann ekki látið koma fram af vörum sér. Loksins gáfust lækn- arnir upp og senttu hann heim til foreldra sinna aftur. Máró var nú komið á málleysingjaskóla og þar lærði hann fingramál. Árin liðu. Máró óx upp og varð fallegt ungmenni, áhugasamur og gáfaður. Ilann vildi ekki vera for- eldrum sínum byrði, svo að pabbi lians kom honum að vinnu i verk- smiðju einni i Pietrasanta. Starfs- félagar hans voru einstaklega vin- gjarnlegir, fannst Máró, jjvi að Iionum var ljóst, hvað þcir hugsuðu um hann. Fyrst hann vill ekki tala, þó ekkert sé að honum, hlýtur eitt- hvað að vera bogið við skynsem- ina hjá honum. Máró var viss um að eitthvað þessu líkt var það, sem þeir sögðu um liann, og þetta myndaði eins og múrvegg milli hans og þeirra. Hann gerðist bitur í skapi, þung- lyndur og mannfælnari en nokkru sinni fyrr. En þar sem hann var einkar álitlegur maður, brostu stúlkurnar í bænum til hans ef þær mættu honum á götunni. Þá sneri liann sér undan og lagði á flótta. Ástahót, dansleikir og aðrar þær skcmmtanir, sem ungt og eðlilegt fólk sækir unað til, voru honum einskis virði. Það var ekki fyrir heilsuvana pilt, sem ekki var fylli- legn hraustur í liöfðinu. Þó kom þar einn góðan veður- dag, að frænda Márós tókst að tclja hann á að fara mcð sér á reiðhjóli út í sveit. Þeir rákust af hend.ngu á hóp af ungum stúlkum og slóg- ust i ferð með þeim. En þegar aðr- ir settust niður i grasið, spjölluðu og hlógu, stóð Máró einn sér, eins og fyrri daginn, og leitaði að ein- hverju yfirskini til þess að kom- ast burtu. Og rétt i þvi kom fallegasta stúlk- an af þeim öllum til hans. Hún hér Maria Giambirello. — Þótt þú svo getir ekki talað, getur þú að minnsta kosti hlustað og leikið þér með okkur, sagði hún. Það sem eftir var dagsins hélt hún sig i námunda við Máró og kom jafn eðlilega og frjálslega fram við hann og aðra i hópnum. Þegar þau skildu var Máró orðinn ástfang- inn í fyrsta skipti á ævinni. Næstu daga voru þau saman öllum stund- um, fóru í langar gönguferðir með- fram ströndinni og dönsuðu sam- an á kvöldin. Hún sagði lxonum frá sjálfri sér. Hún átti heima í Rómaborg og hafði komið til þorps- ins i sumarleyfinu sinu. Hún elsk- aði börn og vonaðist til þess að giftast einhvern tírna sjálf og verða margra barna móðir. Eins og sak- ir stóðu hafði hún atvinnu sem barnfóstra. Svo Iauk fríinu og Maria varð að fara aftur heim til Rómar. Þau skrifuðust á, og unx jólin kom hún aftur til Pietrasanta. Aftur á móti fór Máró lil Rómaborgar um páskana til þess að heimsækja liana. Maria notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að leita ráða hjá læknurn við því sem komið hafði fyrir Máró og las allar þær lækn- ingabækur sem liún gat komizt yf- Framhald á bls. 23. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.