Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 31
Svnnta Framh. af bla. 16. unum og hafið þá mjóa, eða ura sex þræði, og Jeggið niður við yztu grænu röndina frá röngu. Faldurinn að neðan á að vera 2—4 sm á breidd og alveg eftir þræði, þvert yfir svuntuna. Þræð- ið hann nákvæmlega og leggið nið- ur við ineð ósýnilegu faldspori. Að ofan er svuntan rykkt þann- ig, að hún mælist uin 36 sm. Skiptið handinu i tvennt eftir endilöngu. Leggið miðju á band- inu við miðju á svuntunni, réttu mót réttu, þræðið og saumið yfir rvkkta stykkið og áfram yfir band- ið tvöfalt út að brún og fyrir end- ana báðum megin. Snúið bandinu við og Jegg'ið nið- ur við yfir rykkta stykkið frá röngu. Pal Boone Framhald af bls. 25. inn sem „persónuleiki ársins“ 1956 og hefur d allan hátt haft heppn- ina með sér á listabrautinni. ..Ileppnin hefur einnig rikt í einkalifi Pats tíootie. Hann býr i hamingjusömu hjónabandi með konu sinni, og þau eiga fjögur fal- leg börn, sem heita Chergl Lee, Linda Lee, Deborah Ann og Laura Genc. ★ jpaf er mjög trúaður maður, og hefur sjálfur prédikað í fleiri en einni kirkju í heimahéraði sínu. Jafnframt þessu hefur hann svo nýlega gert margmilljóna samning við Fox-félagið, þar sem hann tek- ur að sér að leika í einni kvikmynd á ári næstu sjö árin. Iíann er svo sannarlega sjaldgæf- ur maður, sem á sér sjaldgæfan feril að baki. PÓSTURINN Framhald af bls. 2. eftirlitsmanninn — eða var kannski ekki um neinn eftirlitsmann að rœða? Engum ætti að leyfast að leigja mörgu fólki tjald- stæöi, án þess að sjá svo um að eftirlits- maðnr sé þar innan kallfœris, sem gæti skakkað leikinn ef þörf krefði, og séð sro um að fólk hefði þar frið og næði... Pistill um sólgleraugu ... Kæra Vika. Er það satt, sem ég hef heyrt, að sólgleraugu geti gert eins mikinn skaða og gagn, og jafn- vel verið sjóninni hættuleg? Og er það kann- ski ekki nein trygging, að þau séu dýr... Með fyrirfram þökk, Andrea. Það mun vera rétt, að sólgleraugu geti gert meiri skaða en gagn, vegna þess að þau vernda augun ekki fyrir hættulegustu geisl- unum, en valda þvi hins vegar, að augun beita ekki sinum eðlilegu varnaraðferðum gegn þeim. Vönduð sólgleraugu munu aldrei vera mjög ódýr, en hins vegar geta óvönd- uð sólgleraugu lika verið dýr, meira að Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatfinl ð. — Sfmi 1S79«. 8 (Tt. BERGEWHSEl HARIA-DIESEL Ljósavélasamstæður, dælur, loftþjöppur og til hvcrskonar rafmagnsnotkunar. Ennfremur smábátavélar í stærðum frá 8 hestöflum til 48 hestafla. BERGEN-DIESEL, hin fullkomna fiski- bátavél með nýjustu endurbótum á sviði véltækninnar. Stærð- ir 250 til 660 HK. — Skrúfuútbúnaður hin viðkunna Liaaen gerð. BERGEN—DIESEL segja rándýr, svo verðið er ekki nein trygg- ing. Eina tryggingin er að láta augnlækni sinn skera úr um gagnsemi þeirra, og fólk ætti að gera meira af þvi en venjulegt er. Það getur margborgað sig, og augnlæknar munu fiislega ráðleggja það, sem þeir vita réttast í þessu máli. Og loks er það rómantíkin . . . Kæra Vika. Ég er kominn um íimmtugt og hef litið ver- ið við kvenfólk kenndur hingað til. En í sum- ar kynntist ég kvenmanni, sem er að visu talsvert yngri en ég; við lentum saman i sum- arferðalagi og það féll vel á með okkur, en ég þekki ekkert til hennar. Eftir að ferðalaginu lauk, hefur kunningsskapur okkar haldiat og orðið heldur einlægari en hið gagnstæða. En nú heyri ég það utan að mér, að þessi kven- maður hafi þótt heldur léttlyndur og jafnvel, að þetta sé ekki fyrsta sumarferðalagið, þar sein hún hefur leikið svipaðan leik, svo ég veit ekki almennilega hvað gera skal. Ég þakki, eins og ég sagði, lítið til kvenfólks, svo það þarf víst ekki sérlega leikni til að plata mig. llvað ráðleggur þú mér — í einlægni? Vinsamlegast, Piparsvciáa. Ekki neitt. Þetta verður þú að gera upp við þig sjálfur. En minnstu þess, að ekki- hefur orðrómur alltaf við full rök að styðj- ast, að ekki sé fastar að orði kveðið, og eins er það, að kona getur reynzt trygg og trú karlmanni, sem hún ann, þótt hún hafi — ef til vill — verið léttlynd áður, þótt það sé vitanlega ekki nein trygging, þvi að i slikum málum er ekkert það, sem kalla má öruggt og ófrdvikjanlegt. — Ef þér viljið endilega tala um veðrið, þá v*ri miklu kstrs fyrif jrlsr al brisgjtt f YelarstafttK*. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.