Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 14
þðg&f áótUí q&ti krafítaverk Hér fer á eftir merkileg saga, sem gerðist i síðustu lieimsstyrjöld. Það er ekki fyrr en nú nýskeð, sem heillavænlegur endir hefur orðið á þeim ömurlega atburði. Hún hefst á ógnarstund í lífi lítils drengs og endar fjórtán árum síðar með kraftaverki ástarinnar. Arið 1944 var Máró Genovesi átta vetra gamall. Ilann ólst upp hjá foreldrum sinum i fremur fá- tæklegu húsi við útjaðar Pietra- sana, en það er fallegt þorp, sem liggur niðri undir sjó i skjóli við háan fjallgarð. Fjöllin eru hvit af marmara, — það er sami marmar- inn sem Michelangelo notaði i meistaraverk sin. En hinn glæsilegi varnarveggur fjallanna gat þó ekki verndað þorp- ið fyrir ægilegri sprengjuárás hinn 23. júli 1944. En sprengjan féll beint á hús Genovesisfjölskyldunnar. Það buldi við ægilegt brak, og í sömu andrá stóð allt húsið i björtu báli. Á þvi broti úr sekúndu er þetta gerðist, var Máró litli hrifinn af grimmd burt úr áhyggjulausum bernskuheimi sínum og varpað undir ömurlega martröð. Hann heyrði yngri bræður sína þrjá veina af kvölum, þar scm þeír lágu innau um brakið úr skugga um að drengurinn hefði ekki orðið fyrir neinum meiðslum. — Hlauptu til ömmu, sagði hann. ---- Ég verð að sjá um að koma mömmu þinni og systkinunum á sjúkrahúsið. Svo kem ég til þin á eftir. Síðan hraðaði hann sér burtu með handvagninn. Máró varð al- einn eftir í rústunum. Með ósjáandi augum horfði hann á nágranna þeirra, sem lilupu grátandi innan um leifar eyðilagðra heimila. Þcir báru hina særðu burtu með gætni, og margir þeirra voru enn vcrr á sig komnir en mamma Márós hafði verið. Pilturinn hreyfði sig ekki. Loks- ins tók einn hinna nærstöddu eft- ir þvi hvar drengurinn sat eins og lamaður og fór með hann heim til ömmu sinnar. Þegar á kvöldið leið, kom pabbi hans til baka með góðar fréttir. Móðir Márós var ekki alvarlega særð og bræðurnir höfðu aðeins fengið útvortis skrámur. Genovesi horfði hughreystandi á drenginn sinn, en það leit ekki út fyrir að hann heyrði hvað verið var að tala um. Hann hélt bara áfram að horfa út i loftið og sagði ekki stakt orð. Engum fannst orð á þcssu ger- andi að svo komnu. Drengurinn hafði alltaf verið óvenju viðkvæmt barn og auðvitað hafði hann feng- ið lost af skelfingu. í fyrramálið yrði liann eins og hann álti að sér, hugsaði faðir hans. En daginn eftir sagði Máró ekki heldur ncitt. Það, sem fyrir hann kom, hafði fyllt hann þvilikri skelfingu að Iiann gat ekki náð sér aftur. Svo fljótt sem foreldrar hans máttu því við koma, fóru þau með liann L1 læknis i Flórens, sem þeg- ar kom honum fyrir á sjúkrahúsi. Þarna var Máró i marga mánuði og læknarnir leituðust við að losa hann við þessa þrúgandi þögn. Smám snman linaðist spennan i andliti hans, og hann varð eins og hrundu húsinu. En hryllilegast var að sjá móður hans. Hún hélt á ininnsta barni þeirra hjóna í örm- um sér og voru þau bæði alblóð- ug. Faðir hans var ómeiddur að mestu. Ilonum tókst að finna hand- vagn og á hann lagði liann konu sína særða og barnið. Þá sneri hann sér að Máró. Hann starði á föður sinn eins og annars hugar. Pilturinn sagði ekki neitt. Hann grét ekki heldur. Þetta var upphafið að órjúfandi þögn hans, er varaði um fjórtán ára skeið. F'aðir hans gekk fljótlega úr Pilturinn sagði ekki neitt. Hann grét ekki heldur. — Þetta var upphafið að órjúf- andi þögn hans, er varaði um 14 ára skeið. U VIIiA V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.