Vikan


Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 14.07.1960, Blaðsíða 6
Þau brostu huort til annars, 0(1 l>ú fyrst rann l>aS upp fyrir honum, að hann hufði ranyt fyrir sér. Það var alls ekki óþolancii að sjú ungar stúlkur brosa .. . ‘T/ann lá á kletti skammt frá landi og naut sólar- innar. Höfðalag hans var þykk bók, „Lög Svía- ríkis“. Öðru hverju gluggaði hann í hana, því að hann var laganemi og hafði i hyggju að lesa dálítið um sumarið til þess að geta tekið öll próf eins fljótt og hann gat. Síðan ætlaði hann að gera það sem honum sýndist. Ungi maðurinn var langur og grannur, dálítið harðneskjulegur og stórskorinn í framan, og augnasvipurinn var einnig dálítið drungalegur. Hann átti á vissan hátt heima þarna á þessari hrjóstrugu klettaey innan um svala goluna frá hafinu, og þessar óskáldlegu bókmenntir virtiist eiga vel við hann. Þess vegna hafði hann kosið að liggja þarna. Hann kunni vel við salt, tært vatnið, sem aldrei varð notalega volgt, þótt um miðsumar væri, og hann kunni vel við kalda klettana, kletta án blóma og skrauts, sem voru aldrei annað en klettar, leyndu aldrei neinu. Það var svo unaðslega friðsælt. Kofi foreldra hans var lengra inn með eynni, þar sem var öllu gróðursælla ... Vel hirtur garður, fallegur stígur, blóm, svalir, fjöldi fólks, já, næst- um alltaf masandi og hlæjandi gestir, og i miðjum hóp þeirra, foreldrar hans, vingjarnleg, sólbrún og hamingjusöm. Þau voru jafnhrifin hvort af öðru, pabbi hans og mamma, eins og þau höfðu alltaf verið. Og þau voru mjög hamingjusöm. Þau höfðu árangurslaust reynt að fá hann til þess að vera meðal gestanna. Óteljandi voru þær fallegu stúlk- ur, sem þau vildu kynna hann fyrir, — stúlkur ólgandi af lífsfjöri ... Síðan hann mundi fyrst eftir sér höfðu foreldrar haas veriS sérlega hláturmild og giaðvser. Eií mömmu varð á einhver skyssa hló pabbi bara og sagði: „Allt x lagi, gæzkan.“ — Og ef pabbi hagaði sér kjánalega varð rödd mömmu angurvær og blíð: Elsku Óskar litli! Auðvitað bar honum að gleðj- ast yfir því að þau voru svona góðir vinir, að yndi og gleði ríkti á heimili hans. En þau voru, ef svo mætti segja, svo glaðlynd, að honum fannst það einhvern veginn bitna á honura sjálfum. Þegar hann var önugur og afundinn, sögðu þau bara: „Hann skánar með aldrinum," og þau höfðu aldrei svo mikið sem reynt að skilja hann. E’f hann hefði ekki verið svo uppfullur af sólskini og sælu, á- hyggjulausu lífi, hlátri að öllu og engu, hefði hann ef til vill einmitt þráð þetta, í stað þess að fara einn út á hina „köldu klöpp einmanaleikans”. Auð- vitað var til annað fólk, ekki einungis þessi sér- staka manntegund, sem foreldrar hans umgeng- ust. Hann hafði séð og kynnzt nokkuð mörgum, eink- um meðan hann var við nám. En hann hafði ekki hæfileika til Þess að skemmta sér innan um aðra, og það var eins og æskan hið innra með honum hefði beinlínis dregið sig i hlé. Hann vildi einfald- lega ekki vera glaður. En hann var þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess að læra og skapa sér fram- tíð, hvað sem yrði nú úr honum ... SMÁSAGA eftir Ingu Tammer *7 J ann leit út á hafið, sem ólgaði svo lifandi og **■ ferskt, þegar vindhviðurnar komu og kældu hörund hans. Himinninn var heiðskír og blár, og aðeins sást móta fyrir litiu ólundarskýi, sem sigldi hægt um himininn, en hann hafði ekki nægilega skáldhneigð til þess að spyrja: „Ó, hvert?“ Et' til vill þekkti hann samt spurninguna hið innra með sér: óróahnoðri, sem reyndi að þrengja sér milli lagagreinanna: Ég vil einnig lifa! Nei, ef til vill ætti hann að dýfa sér í sjóinn. Vatnið var svo svalt og freistandi kristallstært, og hann reis skyndilega á fætur. Nokkrir smásteinar ultu niður bak við hana. — Rólegur þarna, engan asa! Hann heyrði tæra stúlkurödd og sneri sér undr- andi við. Á klettasyllu fyrir neðan hann lá ung stúlka í bláum sundbol og ljósri baðkápu. Hann varð í fyrstu svo skelfdur, að honum datt i hug að hlaupast á brott. En þetta var víst ekki ýkja hættu- legt. Hún brosti ekki, þessi stúlka, hló ekki við honum. Hún virtist vægast sagt gröm. Og þá hló hann sjálfur af feginleik, en sá sig fljótt um hönd og baðst afsökunar, alvarlegur í bragði. — Lentu steinarnir á yður? spurði hann. — Nei, sagði hún — ekki mér, en sjáið Þér hvað þér gerðuð! Hans var dálítið nærsýnn, svo að hann varð aS príla niður á sylluna hennar. Hún lá og las bók, og steinarnir höfðu runnið beint niður á opna bókina og rifið eina síðuna. — Það er leiðinlegt, sagði hann. — Ég biðst aft- ur afsökunar. — Það er erfitt að afsaka þetta; þetta er fal- legasta kvæði Karlfeldts. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.