Vikan


Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 3

Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 3
Obreinu blöðin 0 biöstofunum — Það er víst hægara fyrir lækna að kenna boðorðin en að halda þau, segir E.Ó. í bréfi Það er orðin sjálfsögð hefð að syngja islenzk aettjarðarljóð og flytja íslenzk tónverk þennan dag, og það á líka að vera sjálfsögð hefð að flytja eingöngu íslenzka danshljómlist og syngja islenzka danslagatexta. Ameríkanskir og aðrar erlendir eiga ekki að heyrast. Slíkt er móðgun við islenzka menningu og merkisbera hennar, slcapandi, þjóðiega listamenn ... Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Atli. Bréfið er lengra, en rúmið í dálkunmn tak- markað. Já, hvað skal segja — við getum verið bréfritara fyllilega sammála um, að óviðeigandi sé að syngja á erlendum tungu- málum þennan dag, en er ekki tónlistin að miklu leyti alþjóðleg? Og grun hef ég um það, að ekki séu öll þau lög íslenzk að upp- runa, sem mörg af okkar ágætustu ættjarðar- ljóðum eru sungin við — meira að segja þann 17. júní. Þjóðrækni og þjóðrembingur er sitt hvað, ekki hvað sízt varðandi listir, sem merkustu menn telja, að ekki eigi að vera háðar neinum landamærum. Annað mál er svo það, og um það getur ekki ríkt neinn ágreiningur, að vanda beri sem bezt val alls efnis, sem flutt er þennan dag, en á því virð- ist hafa orðið nokkur misbrestur, einkum í sambandi við þessa síðustu þjóðhátíð. HÆGARA AÐ KENNA BOÐORÐIN EN ... Kæri póstur. Læknar telja, og vafalaust með réttu, hrein- læti og þrifnað mikilvægustu undirstöðu heil- brigði og hreysti. Maður gæti þó efast um heil- brigði þeirra sjálfra við það boðorð, þegar mað- ur athugar blöðin, sem liggja frammi í biðstof- um þeirra, sjúklingunum til dægrastyttingar. Þau eru yfirleitt ekki aðeins rifin og tætt, heldur og svo skitug og óþrifaleg á allan hátt, að engin sæmilega þrifin húsmóðir mundi vilja sjá þau í sínum híbýlum, eða leyfa börnum sinum að handfjatla þau. Blaðavalið er svo vitanlega allt annar handleggur, eins og þar stendur; það er ágætt að sjá „Hjemmet" og „Famelie Journal“, en hálfóviðkunnanlegt er að sjá „Hudderbras“ og önnur blöð í þeim flokki liggja frammi á slíkum stöðum, því að þá fer varla hjá því, að sjúklingarnir fari lika að efast um þann hinn andlega þrifnaðinn. Virðingarfvilst. E. Ó. Rverju orði sannara, en ekki munu allir læknar þarna undir eina og sömu sök seldir. Hvernig væri að einhver af starfsmönnum heilbrigðisfulltrúans tæki sig til og heim- sækti allar læknabiðstofur í bænum og at- hugaði þennan blaðakost þeirra. Yfirleitt eru rakarattofurnar mnn skárri, hrað þetta snertir. UM TRÚBOÐSSKÓLANA Á ÍSLANDl. Kæra Vika. Beztu þakkir fyrir greinina um trúboðsskól- ana. Það er sannarlega orð i tíma talað. Ég veit þess sjálfur dæmi hve skaðleg áhrif sá trúarlegi áróður, sem þar er rekinn, getur haft á við- kvæma og lítt mótaða unglinga. Frænka mín ung lenti i slíkum skóla, enda hafði mikið orð farið af kennslu þar. Hún kom þaðan aftur að lokinni dvöl, svo mjög úr andlega jafnvægi, að nálgaðist geðtruflun, haldin allskonar hugarvíli og örvæntingu. Þótt trúfrelsi sé ríkjandi í land- inu og trúboð leyfilegt lögum samkvæmt, virðist þarna ekki vanþörf nokkurar aðgæzlu — að minnsta kosti ætti að sjá svo um, að foreldrar vissu hvað í húfi er, ef þau senda börn sin þangað. Með beztu þökkum. Jóh. Vikunni hafa borizt fleiri slík bréf, og nokkr- ir hafa átt tal við ritstjórnina og verið mjög á sama máli. i'S ! | i KNATTSPYRNAN ÓMETANLEG LANDKYNNING. Kæri póstur. Fyrir nokkru birtir þú bréf, þar sem deilt var á íslenzka knattspyrnumenn fyrir ódugnað, og því haldið fram, að grasvellir og annað, sem gert hefur verið til að bæta aðbúnað þeirra, virðist ekki hal'a rniklu breytl til hins betra, en fé, sem til þess er varið, hálfvegis talið eftir. Þetta er mikið ranglæti. íslenzka þjóðin skuldar knattspyrnumönnunum stórfé fyrir þá beztu landkynningu, sem völ er á, og ef vel og rétt ætti að vera, ætti hið opinbera að margfalda Framhald á bls. 33. — Og þettd ar pyntingaklefi hÚM- — Síðast þegar ég var hér sofnaði in*. ég og það kostaði mig 50 krónur. sé ekki að ég þurfti að breyta þessu mikið. Góður vörubíli þolir nákvæma athugun. Kynnið yður nákvæm- lega uppbyggingu og efnisval í Scania-Vabis vörubílunum. SCAMIA SPAHAB ALLT MEMA AFLIÐ Söluumboð: 4riii Áruasou liamarsstig 29. Simi 2292 - 1156. Aðalumboð: ÍSAK\ H.F. Klapparstig 27. Simi 17270 — 13670. yiKAN S

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.