Vikan


Vikan - 04.08.1960, Síða 6

Vikan - 04.08.1960, Síða 6
• • • Öll clrcymir^okknr^eittlivað þegar okkur dreymir. Þau fylgja því, sem gerist i draumnum, eins og þau mundu gera í veruleikanum. SérfræSingur með rétt tæki sér þessar hreyfingar og markar af þeim, að hinn sofandi mann er að dreyma. Þessi nýja rannsókn ó draumum, sem hefur staðið yfir siðan órið 1953, ómerkir kenningar, sem gengið liafa mann fró manni öid- um saman. Hún hefur aðallega farið fram i þriggja herhergja „svefnrannsóknarstofu“ í Abbot Hall, en það er virðuleg bygging með súlnagöngum og stendur i rólegri hliðargötu i suðurhluta Chicago. Þessar tilraunir leiddu til Abbot Hall alls konar samansafn af fólki, ■— stúdenta, sem þurftu á peningum að halda, húsmæður og nafnlausa i'lækinga. Sumir sögðu, að þá dreymdi alltaf, aðrir að þá dreymdi einu sinni i viku eða mánuði, og enn aðrir sögðust ekki muna eftir þvi, að þá hefði dreymt, síðan þeir voru börn. Einn eða tveir sofnuðu á hverju kvöldi á óbrotna legubekknum á rannsóknarstofunni. Rafmagnsþræðir voru límdir xá ennið, hnakk- ann, gagnaugun og á bak þeirra og brjóst. Flækja af rauðum, bláum, gulum og grænuin vírum stóðu í allar óttir út frá höfði þeirra og vor tengdir við vélar í næsta herbergi. Alit þetta fólk svaf, og hvort sem það mundi það eða ekki daginn eftir, dreymdi það allt. í daufu ljósi áhaldaherbergisins var tekið línurit af hjartaslögun- um. önnur vél mældi hinar óendanlegu smáu heilabilgjur, sem bár- ust um liina mislitu þræði, og margfaldaði þær milljón sinnum. Með þvi að feta sig eítir þessum slóða, — skráningu 400 draum- óra úr 1000 stunda sveíni, — fengu visindamennirnir niðurstöður sínar. Uppgötvanir þeirra falla undir sálarfræði, og enn þá lcoma þær ekkert nálægt þeirri list, sein kallast draumaráðningar. Þær hról'la ekki við hinum þekktu kenningum dr. Sigmunds Freuds, sem taldi drauma uppbót fyrir ófullnægðar hvatir, og ekki heldur við skoð- unum dr. Carks G. Jungs, sem var þekktasti lærisveinn Freuds og síðar andstöðumaður lians. Dr. Jung heldur þvi fram, að draumar séu óbein tjáning á reynslu kynslóðanna frá upphafi. En rannsókn- irnar leiða í ljós, hvenær, livað og livernig menn dreymir. Þessar uppgötvanir urðu til vegna kunnáttu og þolinmæði nokk- urra vísindamanna undir forystu dr. Nathaniels Kleitmans. Þessi 03 ára prófessor í sálarfræði við háskólann í Chicago, hefur hlotið heimsfrægð fyrir afrek sín í rannóknum á sviði drauma og svefns og sálarlifi fólks almennt. Hann er oft kallaður „svefnlæknirinn“. Fyrir nokkrum árum hóf hann samvinnu við dr. Eugene Aserinski, ungan lækni, um rannsóknir á hreyfingum augans í sofandi, full- orðnu i'ólki. Þeir sáu þessar venjulegu hægu hreyfingar augnanria i'ram og til baka í sveíninum. En þegar dr. Aserinskí sat yfir mæli- tækjunum nótt eftir nótt, fór hann að taka eftir öðruvisi hreyfing- um. Skyndilega byrjuðu augun að hreyfast injög hratt í um það bil 20 mínútur i einu og hættu siðan. Þessi tímabil komu nokkrum sinnum á nóttu. Hvað var hér að gerast? „Grunur minn er sá, að þetta standi í einhverju sambandi við drauma," sagði Kleitinan. „Við skuium vekja fólkið, þegar þetta stendur yfir, og komast að þvi.“ í 20 af hverjum 27 drauinum, þegar hægt var að finna hraðar augnahreyfingar, sagði fólkið, að það hefði verið að dreyma. Kleit- man og Aserinski sögð’u varfærriislega: Líkurnar fyrir því, að hreyí'- ingar augnanna standi i sambandi við drauma, eru mjög miklar.“ Aserinski fór skömmu siðar frá Chicago til þess að taka við ann- arri stöðu, en rannsókrium tians ineð Kléitman var lialdið áfram af dr. Wiliiam Dement. Ei'tir 'enn ýtarlegri rannsóknir tilkynntu þeir, að draumar fylgdu oftar en uppliaflegu athuganirnar sýndu þessum hröðu hreyfingum augans. Með rafþrœði að rekkjunaut. Þeir fylgdu alltaf sömu aðferð. Maðurinn, sem ætlaði að gangast undir tilraurina, gaf sig fram skömmu áður en komið var að venju- leguin háttatíma lians. Hann haí'ði borðað eins og lionum var eöli- legt og ekki drukkið neina drykki um daginn, sem i var vínandi eða koffein. Rafþræðir voru festir hjá augum hans og á ennið, og siðan fór hann að soi'a í innra herbergi rannsónknarstofunnar. í næsta lierbergi var Dement og leit eftir niætuin, rauðum ljós- merkjum og skrjáfandi linuritaranum. Þegar vélarnar sýndu, að draumur stóð yfir, og ef hann vildi vekja manninn i miðjuin draumi, ýtti hann á hnapp, sem hringdi bjöilu við hliðina á rúminu. Siðan fór hann inn i svéfnlierbergið og setti segulbandstæki í samband og fór samstundis út al'tur án þess að tala til þess að koma i veg fyrir að hafa áhrif á dreymandann. Maðurinn sagði síðan frá draumi sínum inn á segulbandið — eða sagði frá því, að hann hefði ekki dreymt, — og tók tækið úr sambandi og sofnaði aftur. Stundum festi Dement virana á sjáifan sig, eftir að hann hafði vakað heila nótt, og sofnaði alveg uppgefinn á bekknum, sem fólkið liafði legið á uin nóttina. Pat, kona hans, eða aðstoðarmaður hans lásu á vél- arnar og vöktu hann, þegar að þvi kom, að liann fór að dreyma, og létu hann segja frá draumnum i tilraunaskyni. „Þetta var mesta erfiði,“ sagði Dement. „Kannski var það þess vegna, að þetta hafði ekki verið reynt áður. En við höfðum háleitt takmark, og okkur fannst, að við værum nokkurs konar landnemar.“ Á liverri nóttu komu þessar hröðu augnabreyfingar í ljós hjá öllu Framhald á bli. 28. / brekkunni á myndinni hér að neðon gerðist eitt af Jbessu þrennu: Danði Jóns bisknpi Vídalíns. Fegnrðarsamkeppni karla, árið 1057. Fyrski bílslys á Islandi, hanstið 1007. 1. 2. 3. Klippið hér. Það sem gerðist Nafn Heimiiisfang téknar til grtrina að þar séu klipptar 6 ■. ■

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.