Vikan - 04.08.1960, Side 9
HUGUR
Tilfinningar manns eru fjölþættar og jafnvel
andstæðar innbyrðis. Þess vegna verða geðbrigðin
oft snögg, skammt milli gleði og hryggðar, ástar og
liaturs, stolts og blygðunar, ástriðu og áhugaleys-
is. Sú tilfinning, sem ræður í svip, verður skjót-
lega að þoka fyrir annarri, sem um stundarsakir
ræður svipmóti sálarlifsins. Óþægileg minning, sem
raknar upp i buga mér, getur spillt hugblæ glað-
værrar stundar, eins og „bros getur dimmu i dags-
ljós breytt“.
Ef geðsveiflan á upptök sín í vitundarlifinu,
getur hver maður fylgzt með henni, ef hann að-
eins beinir athyglinni að viðbrögðum sálarlífs-
ins. Ungur maður bíður á götuhorni eftir vin-
stúlku sinni, sem hann á von á á stefnumót. Hún
er óstundvís og hefur raunar verið það stundum
áður. Þvi lengur sem liann bíður, þvi ákveðnara
sálrænt ástand kemst hann í. En það markast
ekki aðeins af óstundvísi stúlkunnar, heldur jafn-
framt af dulvitraðri tilfinningaafstöðu piltsins
til hennar. Ef ást hans er í dýpstu rót sjálfselsk
og hégómagjörn, þá finnur hann til gremju yfir
seinlæti stúlkunnar, en ef ást hans er fórnfús og
einlæg, þá vaknar honum brátt ótti um, að sjúk-
dómur eða slys kunni að tefja hana.
Ástæður, sem ráða miklu um hegðun okkar,
ákvarðast að verulegu leyti í dulvitundinni. Þar
ólgar margbrotið iif, þar byltast andstæð öfl og
ieita framrásar. Sum eru útlagar úr vitundar-
lífi okkar, talin óhæf i hinni meðvituðu hugs-
un. En um leið og við gerum þau útlæg, missum
við valdið yfir þeim og þekkjum þau jafnvel
ekki, þegar þau birtast á ný, búin dulargervi.
Þess vegna ráða þau svo miklu um geðfar okkar
og ákvarðanir, að okkar eigin viðbrögð geta
orðið okkur undrunarefni og liegðun okkar kom-
ið okkur ókunnuglega fyrir sjónir.
GEÐRÓ OG TRYGGÐ.
Skapfesta og tryggð eru liáðar innra sálrænu
jafnvægi. Því reynist æskuástin oft hverful, að
sálarlif ungmenna er enn i þróun og hraðri breyt-
ingu. Sú hrifni, sein leiðir til ástar, er auðvakin
með ungmennum, en oft þokar liún fljótlega fyrir
nýjum og sterkari kenndum. Það er í senn veik-
leiki og styrkur æskunnar, að hún er fús —
undir valdi nýrra áhrifa — til að endurskoða
líf sitt frá rótum og breyta miskunnarlaust því,
sem ekki fellur við hinn nýja geðblæ. Hverful-
leiki æskuástarinnar er því eðlilegt þróunar-
fyrirbæri.
í daglegu tali gerum við ráð fyrir þvi, að full-
tíða menn hafi allir öðlazt venjulegan fullorðins-
Framhald á bls. 34.
Æskuástirnar eru hverflyndar
vegna þess að unglingar eru
óþroskaðir. Við rétt skilyrði
öðlast maðurinn það sálræna
jafnvægi, sem veitir skapgerð-
inni festu til staðfastrar vin-
áttu og trygglyndis í ásta-
málum.
f
(
(
f
f
}
i
f
f
I
f
i
í
}
§
I
i
f
i
i
i
r
}
i
(
Hér er sýnishorn af
minjagrip, sem meira er
til skemmtunar en hægt
sé að segja, að hann
hafi listrænt gildi. Þó
er þetta góður og út-
gengilegur minjagripur,
vegna þess að vandað
hefur verið til hans.
Þetta á að sýna norsk
bændahjón, — komin á
efri ár, og þau eru að
sjálfsögðu iklædd norsk-
um búningum. Mætti
ekki búa til hliðstæða
minjagripir hér frá
gamla tímanum við sveit
og sjó á íslandi-
MINJAGRIPIR
Minjagripir hafa ekki aðeins gildi fyrir ferðalanga, sem eyða síðustu skilding-
unum til kaupa á einum slikum, áður en stigið er á skipsfjöl eða um borð i
flugvélina. Góðir minjagripir geta liaft listrænt gildi, og ef vel er á haldið,
má selja þá innan lands engu síður en til útlendinga. Mikill hluti af minjagripa-
gerð okkar hefur verið ákaflega fátæklegur — og það, sem verra er: ósmekk-
legur. Þó finnast ýmsar heiðarlegar undantekningar, eins og sjá má til dæmis
í JBaðstofu Ferðaskrifstofu ríkisins.
Ef minjagripagerð á að vera okkur til sóma, þurfa gripirnir að hafa listrænt
gildi. Þá falla þeir ekki við kynningu eins og hvert annað einskis nýtt drasl,
sem lendir i öskutunnunni eftir einn mánuð, lieldur hafa menn þeim mun
meiri unað af því að hafa hlutinn fyrir augunum sem þeir kynnast honum betur.
Hér eru sýnisliorn af norskri minjagripagerð. Þar i landi er mikill ferða-
mannastraumur, og Norðmenn hafa góðar tekjur af sölu minjagripa. Það er
eftirtektarvert, að þeir nota hráefni, sem er sérkennandi fyrir Noreg: furuna.
Þessi dýr eru mjög stilfærð, en engu að siður listræn og formfalleg, og æðarnar
í furunni njóta sín einstaklega vel.