Vikan


Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 13

Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 13
Caracas er mjög glæsileg borg og það leynir sér ekki, að þar eru mikil auðævi saman komin. Byggingarnar eru nýtízkulegar og glæsilegar, en mikill munur er á kjörum manna. Innan um er hin sárasta fátækt. fjallið ber nafn mannsins, sem leysti landið úr ánauð, — þannig stendur fortiðin ávallt mönnum fyrir hugskotssjónum. Caracas fæddist, — ef svo mætti að orði kveða, — árið 1567. Þegar spánskir hermenn undir stjórn Diego höfuðsmanns de Los- ada komu til dalsins, sáu þeir fyrir sér næsta óbyggilegt svæði, þar sem við höfðust harðgerir og óvinveittir Caracas-Indiánar. Eins og hvarvetna í Suður-Ameriku voru innlendir menn bugaðir og landsbúar hnepptir i ánauð undir harðstjórn Spánarkonungs. Diego lét reisa kross á hæð einni milli fljótsins og fjallsins og lagði þannig drög að borginni Santiago de Leon í Caracas-dal, en spánska nafnicS hyerfur von bráðar. í lok 16. aldar varð svo Caracas, sem þá var ekki annað en 80 leirkofar með stráþekjum, aðsetur ríkisstjórnarinnar í Venezúela- skattlandinu, og smám sarnan óx þessi borg og varð loks mesta landbúnaðarmiðstöð í Nýja heiminum. Caracas, sem einnig varð miðstöð verzlunar, óx brátt ásmegin. Árið 1811 lýsti borgin yfir sjálfstæði sínu, — og einu ári síðar lagði jarðskjálfti borgina al- gerlega i rúst. En íbúar borgarinnar byggðu aðra Caracas á rúst- unum. Árið 1936 voru ibúarnir orðnir 200,000, og nú eru þeir orðnir fimm sinnum fleiri. Þessi vöxtur kann að virðast óeðlilegur, en sið- ustu áratugi hafa innflytjendur bókstaflega streymt til Caracas. Eins og gullleitarmennirnir forðum, sem streymdu til Kaliforníu, lögðu menn nú leið sína til Caracas. Og tálbeitan hét í þetta sinn: Olía. Siðan olían spratt í fyrsta sinn úr jörðu við Lago de Maracaibo í norðausturhluta landsins ,hefur gullið svarta streymt í stríðum straumum yfir hin fornu akurlendi Inkanna. Landið tók skyndilega gífurlegan fjörkipp. Ógrynni manna reistu himinháar iðnaðarhallir. Kauphallarbraskarar urðu milljónungar á einni nóttu. Hús ríkis- stjórnarinnar ásamt húsum i einkaeign spruttu eins og gorkúlur. Hinir nýríku réðu til sín færustu húsmeistara heims, létu reisa tigu- leg einbýlishús, umkringd viðáttumiklum skrautgörðum. Um göt- urnar aka bandariskir lúxusbilar, — i Caracas virðast fleiri bilar en i New York, að minnsta kosti að tiltölu við fólksfjölda. Nuestro petroleo, — olian okkar! Gullið rann i stríðum straumum — úr skattkistum ríkisins, sem lét nú reisa risastór hús handa ibúum borgarinnar. Caracas átti að fá á sig nýjn svip. Heill borgarhluti, E1 Silencio, sem var hinni nýju borg smánarblettur sakir vesal- dóms og óþrifa, féll nú fyrir hakanum. Á þeim stað var nú reist miðstöð borgarinnar Centro Simon Bolivar. þar sem tvær þrjátíu Auðævin í Caracas grundvallast á olíunni. Hún er þar víða í jörðu og hér sjáum við borturna úti á sjó. Þar hefur líka fundist gnægð af olíu. Caracas er Paradís fyrir ferðafólk, sem hefur peninga eins og sand. Þar eru lúxus- hótel, sem bjóða upp á það bezta sem völ er á. Myndin sýnir eitt af nýjustu otf fullkomnustu hótelunum í Caracas.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.