Vikan - 04.08.1960, Qupperneq 19
Mitzi Gaynor.
Hætt er við þvi, að einhver gleymdi að
taka sundtökin, ef svona „kroppur“ birtist
allt í einil hérna inrti í Sundlaugum. Reynd-
ár er hún þessi ekki þekkt fyrir sund,
— þetta er leikkonan og dansmærin Mitzi
Gaynor, nýkomin úr morgunbaðinu. Mitzi
hóf ballettnám aðeins f.jögra ára gömul og
hefur verið sídansandi siðan. í kvikmynd-
irnar kom hún árið 1950 og hefur leikið í
fjöldamörgum dans- og músíkmyndum. —
Hér sáum við hana m. a. í myndunum
Theres no business like showbusiness, Any-
thiny goes, The birds and the bees og nú
síðast í South Pacific.
Kröggur í vetrarferðum
Sagt er, að við íslendingar drekkum meiri mjólk en
nokkur önnur þjóð í heimi — á þennan eina mælikvarða,
sem alltaf er notaður, það er: „miðað við fólksfjölda“.
Fæstir mjólkurneytendur hugleiða nokkurn tíma þá
fyrirhöfn, sem margir aðilar leggja á sig til þess að koma
mjólkinni á markað, og enn færri vita, að mjólk er ódýr-
ari hér en viðast annars staðar í veröldinni.
Guðjón Jósefsson er einn hlekkur í þeirri keðju, sem
samtök bænda hafa gert til þess að koma mjólkinni
á markað í fjölmenninu á Seltjarnarnesi og þar í nánd.
Við hittum Guðjón á förnum vegi, og það var ekkert smá-
verkfæri, sem hann hafði í höndunum: sex eða átta tþnna
mjólkurbíll af Albion-gerð. Hann var að losa mjólk af
bílnum austur við Mjólkurbú Flóamanna A Selfossi. Nú
þarf ekki lengur að nota handaflið eins inikið og áður
var gert. Brúsarnir eru látnir af bílpallinum á færiband,
og síðan jiokast jieir hátíðlega i einni lialarófu gegnum
gat á veggnum, unz tröllaukin krumla grípur þá og
hvolfir úr þeim mjólkinni.
— Það er þó gott að losna við þessi átök, Guðjón, —
þið þurfið að lyfta brúsunum upp á pailinn, og það ætti
ið vera nægilegt erfiði.
— Það eru nú yfirleitt alls staðar brúsapallar nú orðið,
og þá er það ekki svo erfitt.
— Hefurðu lengi verið mjólkurbílsstjóri?
—- Það eru víst full fimm ár.
•— Hverjir eru helztu kostir við þetta starf?
— Ég hef nú ekki gert mér grein fyrir jiví enn.
— Þetta hlýtur að liafa einhverja kosti. Eru gallarnir
kannski yfirgnæfandi?
— Öll störf hafa kosti og galla.
— Það er talsverður titringur af þessum stóru dísil-
vélum. Fer hann ekki i taugarnar á þér?
— Ekki finn ég það, þetta eru traustir og góðir hílar.
— Dálítið erfiðir í gang á veturna.
— Þeir voru það. Nú. eru þeir hitaðir upp með raf-
magni, rétt áður en við setjum þá i gang, og þá her ekki
á erfiðleikum.
— Það er mikill munur á þessu starfi að sumri og
vetri.
— Óneitanlega er það. Stundum kemst maður í hann
krappan í vetrarferðunum.
— Þú ert þó laus við Hellislieiðina.
— Að vísu, en ég ek efst upp i Biskupstungur, og þar
er oft snjóþungt. Svo er leiðin talsvert löng. Ég býst
við því, að Biskupstungurnar séu með erfiðari „rút-
unum“.
—• Er sú leið ekki ögn skárri, síðan nýja brúin kom
hjá Iðu?
— Það er mikill munur að losna við Grímsncsið, þegar
Framhald á bls. 33.
Utsala?
Sumar verzlanir hér í bæ hafa ver-
ið nefndar næsta afkáralegum nöfn-
um, sem mörg eru kátbrosleg. Kjóla-
búðin selur kjóla, og eftir því mætti
ætla, að Kápu- og dömubúðin seldi
bæði kápur og dömur. Okkur flaug
þetta í hug, er við góðviðrisdag einn
í sumar sáum unga stúlku sitja mak-
indalega í búðarglugga við Laugaveg.
En ekki svo að skilja, að við höfum
tekið aumingja stúlkuna sem útstillt-
an söluvarning, heldur mun hún hafa
verið að fægja gluggarúðuna, svo að
betur sæi til sólar.
Konur eru
bráðhættulegar
Þar sém okkur langaði til að að skyggnast
dálitið inn i lif táninga hér í bæ, gengum
við á fund eins þeirra, sem við vonum, að megi
teljast verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar,
Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Hann er við
nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lék eins
og mörgum mun kunnugt, í revíunni „Eitt lauf“
í Sjálfstæðishúsinu.
Hvernig lílcar j)ér lífið, Tryggvi? spyrjum
við heimskulega, því að lifsánægjan ljómar utan
á honum.
í stuttu máli sagt: Ég lief ekkert út á það
að setja og kann vel við það eins og það er.
Það geta allir lifað lifinu á hamingjuríkan
hátt.
Hvernig ferðu að því að gera lífið svona
skemmtilegt?
Ja, mín skoðun er sú, að lífsánægja sé fólg-
in í áreynslu eða réttara sagt útrás. Þegar iíla
gengur, er um að gera að vínna — eða syngja.
Ég syng t. d. alltaf, ef illa liggur á mér. Þeir
munu aldrei verða hamingjusamír, sem hanga
og hugsa um sjálfa sig eða jafnvel ekki neitt.
Það a að einheita sér að því, sem verið er að
gera. finna ánægju i nútiðinni, en lifa ekki
retið í fortíð og framtíð.
Vel á minnzt, •— þegar þú talar um söng.
Þú ert að læra að syngja, er það ekki?
Jú og hcf mikla ánregju af.
Þú ert kannski að hugsa um að verðg söngv-
ari ?
Það er ómögulegt að vita, -— engínn veit
sína ævina fyrr en öll er.
Þú ert i Menntaskólanum, hvernig kanntu
við ])ig þar?
Vel, skemmtilegur skóli og skemmtilegt
fólk. Þar er ég á réttri hillu, en jiað er auð-
vitað frumskilyrði fvrir ])ví, að fólk kunni vel
við sig einhvers staðar.
Hvað viltu segja okkur um félagslif j)ar eða
skcinmtanalíf i bænum yfirleitt?
f Menntaskólanum- er það of einhliða, þ. e.
a. s. of tilbreytingarlaust, en fólk skemmtir sér
til að fá tilbreytingu. Annars tel ég vín skemma
alla skemmtun, og höll eru of algeng. Á eftir
hvaða skemmtun sem er, er dansað. Þetta er
orðið eins og að fá alltaf kartöflur með fiski.
En þetta er líklega tízkufyrirbrigði, sem dalar
líkt og önnur tizka.
Telur þú, að innbyrðis samskipti unglinga
séu eins og þau eigi að vera, — þ. e. á réttri
leið?
Ég tel þau í fullkomnu lagi. Unglingarnir
l)roskast og siðirnir með, og ég held, að það
sé hlutur, sem ekki þarf að brjóta heilann
um. Þetta kemur allt af sjálfu sér.
En finnst þér ekki, — nú j)egar unglingarnir
eru svo bráðþroska, — að breyta þyrfti t. d.
skólafyrirkomulagi eða lækka giftingaraldur?
Mér finnst alls ekki, að þurfi að lækka gift-
Guðlaugur Tryggvi
ingaraldur, þar sein nútímaþjóðfélag miðar
ekki að því, að fólk giftist yngra, enda held
ég, að sérhvcrt mótlæti sé þroskandi og krakk-
ar liafi bara golt af því að halda aftur af sér.
En þetta með skólafyrirkomulagið er nóg efni
í aðra grein. Það er stórgallað.
Hvað lestu aðallega í tómstundum þínum?
Þegar fólk er í skóla, hefur ])að ekki tima
til að lesa, og yfirleitt les ég litið. Annars er
ég að lesa Egils sögu núna og finnst hún
skemmtileg.
Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart kvenfólki?
íslenzkar slúlkur eru fram úr hófi fallegar
og vel þroskaðar, en þar af leiðandi hráð-
hættulegar. Konan er karlmanninum allt, og
er ég þar engin undantekning.
Þú ert ekkert að Inigsa um að hinda þig í
bráð eða gifta þig?
Nei, alls ekki, hara skemmta mér og kynn-
ast sem flestum þessara gullfallegu kvenna.
Yfirleitt vilja strákar alls ekki binda sig, og
er það mikið vegna þess, að þeir þurfa að
hera ábyrgð á þessu öllu saman. En öðru máli
gegnir um stúlkurnar, þær eru æstar í hjóna-
band eða að minnsta kosti hring.
Framhald á bls. 33.
>
Lífsbjargarviðleitni
okkcr íslendinga hef-
ur löngum verið rómuð
mjög, en misjafnt er,
á livað hátt menn afla
sér viðurværis. Sumir
vinna á daginn, sumir
á nóttunni og aðrir
bæði dag og nótt. En
menn hafa ekki allir
jafnmikið fyrir lífinu.
Einn erfiðar mestan
hluta sólarhringsins,
annar sleppur með
venjulegan vinnudag, og
sá þriðji tekur daginn
rólega, en fer kannski
á stjá, þegar liða fer
á nóttu, og tekur sér
j)að bessaleyfi að
hreinsa ofurlítið til hjá
öðrum, sem hann telur
vel aflögufæra. Lög
kndsins fordæma að
vis.u þennan oft svo
arðbæra atvinnuveg, en
þeir athafnasömu menn,
sem leggja hann fyrir
sig, taka slíkt ekki allt-
af of alvarlega, og ný-
ir starfsráenn bætast í
hópinn, þó að lok
ævintýrisins megi ætið
sjá fyrir. Allt kemst
upp, og menn eru gerð-
ir óvirkir um langan
tíma eða skamman.
En með þvi er skaðinn
ekki aldeilis bættur, því
að þessir kappar eiga
i'firleitt ekki eyrisvirði,
e» að skuldadögum
kemur, — hafa forðazt
að leggja þetta skjót-
fengna fé fyrir. Og
fórnarfambio situr eft-
ir meö sárt ennið,
brotnar rúður og tóma
peningakassa. — Hinn
góði féhirðir á mynd-
inni hér til hægri virð-
ist lika vera heldur
súr á svipinn, er hann
skoðar hirzlur sínar
eftir vel hepi)iiaða, en
óvelkonina næturheim-
sókn. Hann var gjald-
keri hjá Vikunni, cr
innbrotsþjófar lögðu
leið sína þangað og
höfðu á brott með sér
nokkra tugi þúsunda.
Og liér er hann með
hið eina, sem fékkst til
baka, — tvo peninga-
kassa, sem rannsóknar-
lögreglan veiddi upp
úr Elliðaárvogi.
Ekki er samt ástæða
til að ætla, að ferðir
gainla mannsins á neðri
myndinni eða innihald
pokaskjattans standi i
nokkru sambandi við
sorg heiðursmannsins á
myndinni að ofan. Sá
aldraði er eflaust á
heimleið með vörur,
sem liann hefur á heið-
arlegan hátt unnið fyrir
með daglegu striti sinu.
Og liann telur ekki eftir
sér að fara fótgangandi
langa leið með byrði á
baki, þótt nýtizkulegir
sendiferðabílar séu á
næsta leiti.
19
18
VIKAN
VIKAN