Vikan


Vikan - 04.08.1960, Page 22

Vikan - 04.08.1960, Page 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningarmanninum þá kostar ráðn- ingin 50 krónur. Til drauinrá'ðanda. Mig dreymdi, að ég kom til hjóna, sem ég þekki. Þau buðu mér í stofu, og húsbóndinn sýndi mér almanak, sem mér fannst skrýtið. Þ; ð var enginn mánaðardagur á þvi, en nokkr- ar þunnar plastplötur, hjartalagaðar, grænar að lit, og þær héngu á spottum, sem voru festir í spjaldið. Og mér fannst þetta einkennilega almanak gilda hara fyrir maímánuð. lig vona að fá ráðningu á þessu. Með þakklæti. Lylla. SVAR. Þá kynnist rólegum, ástleitnum manni í m'imánuði. — Ástarævintýrin geta gerzt hvar sem er og hvenær sem er. Oft er ástin okkar bezta og mesta umhugsunarefni, að minnsta kosti á vissu aldursskeiði. Jafnan er bá um stanzlaus slik ævintýri að ræða, rn aUt er bezt í hófi, jafnt í þessu sem öðru. Draumaprinsinn birtist venjulega fyrr effa siðar, hvort sem auffnan ræður til hjóna- bands eða ekki. Drcumráðandi. Mér fannst ég vera að koma heim í kafalds- fjúki síðla dags. En um leið og ég opna dyrn- ar á heimili mínu, sem er litið einbýlishús, fannst mér allt koma mér heldur kynlega fyrir sjónir. Mér fannst nýbúið að flytja inn lieilmikið af húsgögnum, sem ég hélt í fyrstu, au systir min ætti, en mér var sagt, að ég ætti jietta allt, maður systur minnar hefði komið með þetta (hann heitir Sigurgarðar), en hann vildi ekki gefa mér neina skýringu á, hvernig á jiessu stæði. Ég taldi öll tormerki á að koma öllum þessum ósköpum fyrir í svona Jitlu )iús- næði, en uin leið og ég sleppi orðinu, tek ég eftir, að allir milliveggir hafa verið færð- ir út, þannig að nú er miklu hærra til Iofts og víðara til veggja. Jafnvel í risinu, sem hafði verið illa manngengt undir miðju, virtist vera ærið húsrými fyrir hvað, sem var. Ég hörfa til eldhúss og æth: að jafna mig þar, en kem þá auga á ]iá ferlegustu eldavél, sem ég hef séð, og þá fullkomnustu, en ég fann frekar en sá, að eldur var í vélinni. Mér fannst ég stynja upp ósk um, að ekki kviknaði í lnisinu, og nú beið ég ekki boSanna og ætlaði að hringja til systur minnar og biðja hana að segja mér eitthvað um þetta allt. Ég hafði eða taldi mig hafa haft einn síma, en nú taldist mér til, að fjórir væru í húsinu. Ég náði sambandi við systur mína og bað hana að koma sem snar- ast, sem luin gerði, og var samkyæmisklædd, — mér til furðu, ef ég hefði getað orðið meira undrandi en ég var fyrir. En i stað þess að gefa mér skýringu, spurði hún mig, hvort ég væri búin að skoða það, sem ég hefði fengið. Kvað ég nei við, og fór hún þá að benda mér á margt, sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Þar á meðal benti hún mér á eins konar hengi eða fjöl úr harðvið, gamla og slitna. Við hana héngu. fegurstu áhöld, sem ég hef séð, öll úr silfri, og átli að nota þau við fiskrétti. Til dæmis var þar eins konar fuglslíki (veiði- bjalla), ef raaður tók um vængina, opnaðist goggurinn. Þetta átti að hafa í lúðu. En við nánari athugun á fjölinni sjálfri tók ég eftir mörgum nöfnum, sem á hana voru skrifuð, bæði manna og kvenna. Sum voru yfirstrikuð. Ég spurði systur mina, hvort þetta væri ættar- griþur. En hún setti upp hátíðarsvip og tjáði mér, að þessi gripur væri eiginlega farand- gripur, sem vera ætti á heimilum mestu sjó- sóknara hvers tima. Hann hefði verið i ætt manns sins um tíma, nú ætti ég að varðveita liann. Vitandi, að minn mann mátti ekki færa í flokk mestu aflamanna sögunnar, þótt hann ætti smábát, helzt til skemmtunar, sagðist óg taka það sem háð, að mér væri afhentur þessi dýrgripur, og taldi hann bezt kominn á safni. Mér fannst systir mín reiðast við og segja, að Framhald á bls. 34. Marg er undarlegt hjá þeim í Austurlöndum og meðal annars það, að i Indlandi, eru barna- giftingar enn tíðkaðar. Það er ekkert verið að bíða eftir því, að krakk- arnir komist til vits og ára. Þau eru drifin í hjónaband, um leið og þau geta gengið, og meira að segja lögleg hjónabönd fyrir guði og mönnum. T. d. var nýlega hald- ið þrefalt brúðkaup, í smábænum Ah- medabad, þar sem brúðirnar voru tveggja, þriggja og fimm ára og brúð- gumarnir á sama reki. Þeim var öll- um gefinn brjóstsykur til að maula og dót til að leika sér að, meðan á athöfn- inni stóð. Samt öskruðu þau eins og ljón, — og hver láir þeim það? ^ Ferða-sjónvarpstækið, sem stúlkan er með hérna á myndinni, er sagt vera hið minnsta í heiminum og bið fyrsta, sem fær straum frá rafhlöðu. Það vegur aðeins hálft fimmta kíló, en kvað sýna myndir eins skýrt og hvert annað venjulegt læki. Þetta tæki hefur verið fram- leitt í Bandaríkjunum aðeins sem tilraun, en mun ef til vill koma á markaðinn innan tíðar. UMROMULEYSr. Þessi litli snáði er einn hinna mörgu barna, sem eru ættingjalaus og at- hvarfslaus. Hann á heima í Guate- mala, og myndin er tekin, þegar hann kemur til að borða matinn sinn, þeytta þurrmjólk, sem Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna gefur honum. Peysan hans er trosnuð og skyrtunni tyllt saman með öryggisnælu. Sennilega á hann engin skárri föt. RARNARR ÚfíKA UP. Er bað ekki gott dæmi um tortryggnina nú á dög- um aff kalla á lögregluna til að handtaka mann, sem gekk hús úr húsi í fátækrahverfi einu í Raltimore og úthlutaði peningum. Hefði hann verið að betla, þá hefði þessi afskiptasemi verið skiljanleg, en þar sem hann gekk aðeins um, barffi að lwers manns dyrum og spurði: Er fátækt hér? — og gaf 100 doll- ara, ef svarað var jákvætt, þá var þelta undarlegt rex. Auðvitað fór lögreglan með manninn til yfir- heyrslu, og þá kom þaff upp úr kafinu, að hann hafði nýlega erft móffur sína. En af trúarlegum ástæffum mátti hann ekki eiga alla peningana sjálf- ur. Ilann elskaði náunga sinn, eins og skrifaff stend- ur, og þess vegnu skipti hann peningunun% milli þeirra, sem mest þurftu þeirra meff. Eftir miklar nangaveltur komst lögreglan samt að þeirri niður- stöðu, aö maöurinn væri saklaus. E R FÁT Æ KT HÉR? IIVAfí SKAL Karlmenn hafa lengi gert mikið gys að NÚ TIL VARNAR kvenfólki fyrir að- skiljanlegar tilraunir VERfíA? Þess til endurbóta á ytra útliti. Kvenþjóð- in veit aftur á móti, að karlmenn eru ekki síður hégómlegir að þessu leyti, fjasa bara minna um það. Það komst líka laglega upp um þá núna, rétt einu sinni, þvi að nýjustu fregnir frá New York herma, að þeir noti falskt bringuhár. Á al- þjóðlegri sýningu rakara þar í borg var slíkt hár til sýnis i öllum mögulegum litum og gerðum. Diana Tessler, sem er forstjóri fyrirtækisins, sem hefur slíka nýjung á boðstólum, segir, að við- skiptavinirnir séu einkum litlir og grannir menn. Brúnt er vinsælasti liturinn, en væri ekki vel til fundið að gera grænt að tízkulitnum í sumar? Það færi svo fjarskavel við sólbrúna bringu! 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.