Vikan


Vikan - 04.08.1960, Síða 29

Vikan - 04.08.1960, Síða 29
áliugamál okkar og ótta. En það höfum við gert og síðan gleymt l)ví öllu. Ein skýringin gæti verið sú, að við ýttum viljandi til hliðar óþægilegum og truflandi draumum, eins og við i vöku reynum að hugsa ekki um það, sem truflar okkur og veldur okkur áhyggjum. En hið skilyrðislausa í eðli draumanna er þó frumorsokin. Lífeðlislega fara draumarnir fram, þegar við erum langt fyrir neðan meðvitundarlágmark okkar i vöku. Þeir eru hugsunarstarfsemi á lágu stigi, og má líkja þeim við þá heilastarfsemi, sem kemur í ljós lijá þeim, scm eru undir áhrif- um eiturlyfja, áfengis og með ó- ráði. Við sjáum veruleikann í röngu ljósi. Hugleysinginn og gagnrýnandinn í okkur snúa sér sinn i hvora áttina. Eins og Kleitman segir: „í draumi geta allar óskir rætzt. Pen- inga, völd, konur, hefnd og frama, — allt, sem maðnr óskar sér, get- ur hann öðlazt. Hann getur skrifað leikritið, skipað i hlutverkin og leikið sjálfur aðalhlutverkið.“ Okkur dreymir oft í undarleg- um táknum og likingum. Ósigran- legur fjallstindur getur táknað starf okkar, botnlaust vatn fortið okkar. Tennisleikur getur táknað lífsbaráttuna, og járnbrautarferð getur þýtt framfarir og Khrústjof harðbrjósta húseigandi. En aðaleinkennin á hugsunar- starfsemi á lágu stigi eru vand- kvæðin á því að muna. Þannig er starfsemi drengsins, sem gleymir því, hvers vegna hann setti band utan um fingurinn, ofdrykkju- mannsins, sem gleymir öllu eftir fimmta hanastélið, gamla manns- ins, sem segir sömu söguna aftur og aftur. Svipað er þetta, þegar okkur dreymir. Þó að við munum ekki drauma okkar, þegar við vöknum, táknar það ekki, að okkur hafi ekkert dreymt. Allar nætur dreym- ir okkur, feftir þvi sem vísinda- inennirnir segja. Hinir einu, sem ekki sýna nein merki um drauma, eru kornung börn, yngri en 6 mán. og dauðadrukknir menn, sem sofa svo fast, að þeir komast aldrei á dranmastig svefnsins. Alla aðra, sem sofa eðlilegum svefni, dreym- ir í 20 eða 25% af nóttinni. Þessi vitneskja er stórkostleg fyr- ir þá, sem rannsaka leyndardóma mannsheilans. Uppgötvun á aðferð- um til að ná í og nota drauma hefur beint rannsóknum og til- raunum inn á nýjar brautir. Nú er hægt að fá drauma, meðan áhrif þeirra á tilfinningalífið eru enn fersk og upprunaleg, myndir draumsins enn skýrar og áður en dreymandinn setur sig i varnar- stöðu og dregur eitthvað undan eða rangfærir. Þegar sálkönntiður- inn segir við sjúklinginn: „Segðu mér einhverja drauma,“ -— og sjúklingurinn vill ekki eða getur ekki sagt frá neinum, getur lækn- irinn núna, ef hann óskar, sent sjúklinginn til sverfnrannsóknar- stofunrfar yfir nóttina og síðan hlustað á fjóra eða fimm drauma, sem hafa verið teknir npp á seg- ulband af sérfræðingum á sömu stundu og maðurinn vaknaði. Hið bezta er, að hann getur borið þessa drauma saman við þá, sem sjúklingurinn man eftir i næsta sálgreiningartíma. Hverju gleym- ir sjúklingurinn, og hvað bælir hann niður úr þessum draumum? Úr hverju dregur hann og á hvað leggur hann áherzlu? Hvernig mun hann skýra þær tilfinningalegu trufl- anir, sem skýrsla hans mun leiða í ljós? Lykillinn að sálrænum trufl- unum lians getur verið fólginn i svörunum við þessum spurningum. Við fyrstu notkun þessarar að- ferðar gerði Dement tilraunir með kleyfhuga við Manteno ríkisspítal- ann i Illinois. Flestir þeirra sögðu, að þá dreymdi aldrei. Þeir voru vaktir, þegar áætlað var, að þá væri að dreyma, og sögðu þeir þá allir frá draumum. En þá kom í Ijós merkileg staðreynd: Dranm- ur kleyfhugans liefur oft aðeins eina mynd að geyma, hangandi í lausu lofti. Spurningar og svör voru oft eitthvað þessu lík: 1) „Var ]iig að dreyma?“ „Já.“ „Um hvað?“ „Um rifinn frakka.“ „Var það allt og sumt? Um rifinn frakka?“ „Já, það er ekkert i draumum minum.“ 2) „Var þig að dreyma?“ „Já.“ „Um hvað?“ „Hillu.“ „Ekkert ann- að?“ „Jú.“ „Tóma hillu, hangandi i lausu lofti?“ „Já.“ Með þvi að uppgötva þetta svip- lausa, auða rúm i draumum kleyf- húganna, hefur Dement gefið sál- fræðingum innsýn í sjúkdómafræði heilans. Með því að nota svipaðar að- ferðir og Kleitman og Dement hef- ur læknir við læknisfræðilegu stofnunina i New York, að nafni Arthur Shapiro, fengið margar sannanir, sem hann vonar, að verði til þess, að hægt sé að vita, hvers vegna fólk veikist svo oft i svefni. ,Fólk vaknar oft um miðja nótt Goodenough, tóku þátt í, var manni sýnd litmynd, sein var látin renna svo hratt fram og til baka, að ekki varð greint, livað á henni var. Þegar maðurinn var beðinn að. teikna það, sem hann sá á henni, gat hann aðeins teiknað lauslegan ferhyrning, sem lukti utan um nokkrar samhliða línur. Þá nótt vöktu Shapiro og Good- enough liann, meðan hann dreymdi. Hann sagði frá mynd, sem hafði borið fyrir hann aftur og aftur í draumnum. „Brúnn eða svartur hundur starði á mig með silfurlit- uðum augum.“ Hann sagði líka frá draumi, sem var eins og ldaðinn áhyggjum. „Það var einhver, sem fékk mjög harðar ávítur af for- eldrum sinum. Það h'eyrðust marg- ar reiðilegar raddir. Svo varð borg- arastyrjöld. Hermaður með við- bjóðslegt bros og útstandandi augu hélt byssu með byssusting, og hann var að stinga einhvern :neð hon- um, dreng eða stúlku.“ Næsta dag voru manninum sýnd- ar þrjár litmyndir og hann spurð- ur, hvaða áhrif þær hefðu á liann með hliðsjón af því, sem liann dreymdi. Myndirnar voru: 1) friðsælt sveitalahdslag, 2) rauð- og hvitröndóttur liraðbátur á hraðri ferð á vatni, 3) liöggdeyfir og kælir á nýtizkubil, sem stefndi i horn á ljósmyndinni. Maðurinn visaði landslaginu frá og hikaði við hraðbátinn. En bíll- inn dró hann að sér með segul- mögnuðu aðdráttarafli. Hann var tákn um árekstra og hættur. Það var eins og hann leygði sig fram á við eins og byssustingurinn i drauinnum. Kælirinn og högg- deyfirinn voru brosandi varirnar Framhald á bls. 31. við lungnaastma eða hjartakast. Hefur óþægilegur draumur getað valdið því?“ segir hann. „Ef það reynist vera, gætum við e. t. v. fundið leiðir til að koma i veg fyrir köstin með því að hafa áhrif á draumana.“ Er unnt að ráða drauma? Ef til vill á eftir að koma i Ijós, að það er ekki einungis unnt að hafa eftirlit með draunmm, lieldur einnig liægt að beina þeim í vissar áttir með utanaðkomandi áhrifum, eins og þegar vatnsspraut- an var notuð. Áhrifin munu ekki valda draumum, en þau koma inn i draurna, sem þegar eru í gangi um annað efni. Þegar titrandi tónn nótunnar C í meðalhæð hafði hljómað mjúklega i fimm sekúnd- ur, fannst oft þeim, sem var að dreyma, að þetta væri einhver hræðilegur hávaði, og draumur hans endaði þá með skelfingu, eins og t. d. jarðskjálfta eða flug- vélarhrapi. „Ég lield, að utanað- komandi áhrif gangi inn i draum- inn, ef þau geta passað inn í hann,“ segir Dement. „Því betur sem þau eiga við, því auðveldara er fyrir dreymandann að sameina þau draumum sinum.“ Öll eigum við í undirvitundinni ótal áhrif frá hverjum einasta degi, — eitthvað, sem við höfum séð án þess að vera þess meðvit- andi, hljóð og lykt, sem hafa verið á yztu mörkum skynjunar oltkar. Það er hér um bil vist, að þetta kemur upp á yfirborð meðvitund- ar okkar eins og eitthvað, sem okkur finnst, að við höfum aldrei séð eða heyrt áður, en við könn- umst óljóst við. í einni tilraun, sem dr. Shapiro og aðstoðarmaður hans, dr. Donald Aukið blæfegurð bársins . .. með liinu undraverða '/(Jtf/ft/’Ríí/ý WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . l?etta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. Petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. Petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á j?að. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Simi 11275. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.