Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 2
\iíiímn kona \ill
nýtízku §aumavél
Aldrei áður Jiefir verið svo ánægjulegt og auðvelt að sauma. Allan dag-
legan saumaskap gerið þér með Husqvarna Automatic. Hún saumar
beinan saum, teygjanlegan saum, lmappagöt, zig-zag, sjálfvirkt mynstur,
rykkir, bætir, stoppar, varpar sauma, blindfaldar, festir tölur o. fl. o. fl.
Husqvarna er auðveld í meðförum, fjölbreytt notagildi, sænsk fram-
Ieiðsla. Kynnist vélinni og reynið hana og ef þér veljið Husqvarna hafið
þér tekið ákvörðun, sem þér munuð aldrei iðrast.
Husqarna kostir.
0 Hringskytta, sem gefur fullkomið öryggi að tvinn-
inn flækist ekki, skyttuna þarf aldrei að smyrja.
^ Vélin er steypt í lieilu lagi, sem tryggir nákvæmni
í notkun.
0 Innbyggður Iiraðastillir í vélina gerir mögulegt við
mynstursaum og hnappagöt að sauma mjög hægt,
spor fvrir spor.
0 Þér stjórnið vélinni með hraðastilli á gólfinu, sem
vinnur mjög mjúkt.
^ Kennsla fylgir í kaupunum.
Það er leikur að sauma á
Husqvarna aœ&ma&e
Einkaumboð:
Gunnar Asgeirsson hf
Suðurlandsbraut 16. - Sími 35200.
Umboðsmenn víða um land.
0 Bilainnflutningur og svarta-
markaðsbrask
0 Hverjir eru listamenn?
0 Ný eða gömul hugmynd?
0 Draumar og stjörnuspar
HVERJIR ERU LISTAMENN?
Kæra Vika.
Það var gaman að þessari málverkagetraun
hjá ykkur og ég held meira að segja, að hún
hafi verið svolítið lærdómsrik líka. En það er
einn hlutur, sem ég undrast: Þið kallið Haf-
stein Austmann listamann listamann og teljið
hann jafnvel með Gunnlaugi Scheving. Annað-
hvort eruð þið hreinlega að gera grín að mann-
inum, eða þetta er móðgun við Scheving. Ég
hef ekki séð annað eftir þennan Austmann en
litaða fertommufleti, já, meira að segja var
fólki boðið uppá heila sýningu af þviliku. Það
getur vel verið, að hann gæti búið til munstur
í kjólefni eða blandað Hörpusilki fyrir Regn-
bogann, en ég get ekki séð annað en áð hann
sé minnstur af öllum litlum köllum, sem kenna
sig við list.
Þrándur
Harðorður ertu Þrándur, en ekki er hægt að
neita því, að þú hefur ákveðnar skoðanir og
það er gott. Vikan var ekki að gera grín að
Austmann og þaðan af síður að nióðga Schev-
ing. Það má vel vera rétt, að Hafsteinn Aust-
mann geti aðeins málað „fertommufleti" og
sé svo, þá tökum við undir með þér Þrándur,
að heldur er það þunn súpa. Svo er það,
hverjir eiga að teljast listamenn og hvað
er list? Það er víst ekki neitt, sem hægt er
að mæla með tommustokk eða skeiðklukku,
heldur er það matsatriði hvers og eins og
skoðánir eru ólíkar í þessum efnum. Jafnvel
þótt Austmann væri „minnstur af öllum litl-
um köllum", þá hefur hann þó efnt til sýn-
ingar á verkum sínum og þar með vonum við,
að hægt sé telja hann listamann.
Vikan, Reykjavik.
Ég las með athygli greinina um Eiehmann og
Gyðingaaftökurnar og sömuleiðis greinina í
næsta blaði á eftir um það, hversvegna Gyð-
ingar séu hataðir. Það er ekki úr vegi að minn-
ast á svona mál, þegar unglingar eru með naz-
istabrölt og vita ekkert, hvað þeir eru að gera.
Klm.
KVIKMYNDAFRÁSAGNIR nauðsynlegar.
Kæri póstur.
Hvernig stendur á því livað litið er gert að
því í blöðunum að fræða fólk um góðar kvik-
myndir, sem búast má við að verði sýndar
hérna? Og hvernig stendur á því að kvikmynda-
gagnrýnin er svo léleg, að maður verður bók-
staflega engu fróðari um gang myndarinnar og
efni? Hér í bænum eru mörg kvikmyndahús,
og mikill meirihluti allra bæjarbúa fer að stað-
aldri að sjá kvikmyndir, en yfirleitt verður