Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 10
FARIÐ A KOSTUM Eigrill Tliorarciisen í aldarspegii Egill á aðalfundi SÍS í Bifröst, þá er hann þótti loks nógu góður í stjórn Sambandsins. _ Af) mun verða fram að koma, sem ætlað er — eða svo I y sögðu forfeður okkar, þeir er rituðu bækur á skinn. Þeir töldu örlög hvers manns ráðin á æðri stöðum, áður þeir fengju litið Ijós þessa heims. Nú þegar fátt þykir gott og gilt utan það er visíndalega hefur sannazt, ber það vott um þrákelknislega lifseiglu þessarar trúar, að hún skuli enn við líði. Alsherjarforsjónin er mikilvirk og hefur þykkar bækur skrifað um þá, sem enn eru ekki fæddir. Við suma gerir hún gælur; l)ýr til eins- konar fimmáraáætlun yfir líf stór- menna og gefur þeim gjafar stórar. Aðra afgreiðir hún á einfaldan máta. Eftirlætisl)örn forsjónarinnar gnæfa yfir fjöldann, gædd hæfi- leikum dáverðugum. En þeim leyfist ekkert frávik frá stífri áætlun al- mættisins. Bóndasonxir austan af Rangárvöllum vill gerast sjósóknari, en honum hefur verið ætlað að verða jarl og kaupfélagsstjóri, byggja upp framkvæmdir, verzlun og samgöngukerfi i stóru héraði. Þess vegna kippir forsjónin í spott- ann, þegar við á. » Egill Thorarensen er þar sem ör- lagadísir tylltu honum niður á bökkum Ölvusár. Þar hefur hann gerzt umsvifamikill i framfaramál- um; hefur af því orsakast heilt kaup- tún, hvar nú finnast marglitust hús á íslandi. Sjálft arnarhreiðrið er glæsilega búin skrifstofa i stóru verzlunarhúsi, sem gnæfir yfir heimsbyggðina í svaðblautum Fló- anum. Fyrir þrjátíu árum voru á þessum stað svo sem fjórir báru- járnshjallar og lítið umfram. Nú brakar þar og brestur undan þrótt- miklu athafnalífi, verkstæði og mjólkurbú út um hvi])pinn og bvappinn og Ölvusá státar af nýrri brú. Það cr strax auðséð á skrifstofu kaupfélagsstjórans, að tnaðurinn er stór í sniðum. Málverk eftir Kjarval og Ásgrim prýða veggi og þú skalt ekkert láta þér bregða, þótt hann viðhafi munnsöfnuð heldur ófrýni- legan, ef ljón hafa orðiö á veginum og tali þá um helvítis aumingja og þessn andskota fyrir sunnan. Svo er hann vís með að reka upp hrossahlátur og þú skynjar, að reið- in muni fremur til málamynda og áherzlu. 1 □ VVKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.