Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 30
kvæmt áætlun drápu menn hans nú lögreí!lumennina, er þeir sátu inni á kaxfihúsum, eða jafnvel, er þeir voru að rækja störf sin á götum úti. Enginn lögreglumaður var óhultur. jafnvel ekki i jakkafötum. En lög- reglan var fjölmenn. Og yfirvöldin gáfust ekki upp. Salvatore skrifaði þvi blöðunum á ný og sagðist aldrei framar mundu brjóta lögin, ef móðir hans yrði látin laus. Luigi di Luca ofursti, sem sendur hafði verið frá Ítalíu til þess að ná stigamanninum, lét sér ekki segjast. f stað þess var baráttunni gegn Giuliano haldið áfram og allar klær hafðar úti. Giuliano var orðinn mannfár og peningalitill. Vinir hans brugðust honum, er liðsaflinn barst sikil- eysku lögreglunni. Konungur stiga- mannanna varð nú að treysta nán- ustu vinum sínum, — smábændun- um. Hann var einn þeirra. Smá- bændurnir stóðu í mikilli þakkar- skuld við þennan lausnara sinn. En Giuliano vildi ekki koma vin- um sinum í vandræði. Hann vissi, að ef einn smábændanna yrði upp- vís af þvi að færa útlagahóonum mat, væru dagar þeirra taldir. Hann átti aðeins einn kost, — komast undan hið skjótasta. En di Luca ofursti sá við Giuli- ano. Hann komst að því, að litil flugvél átti að lenda nótt eina fyrir utan Castel Vetrano, án þess að nokkuð hefði verið tilkynnt um komu hennar. Fjórða júlí, klukkan 3.15 að morgni, sáu fimm skoth'ðar þrjá menn, sem læddust hægt niður að lendingarbrautinni. Þeir héldu á vélbyssum. Lögreglumennirnir lögðust flatir, og einn þeirra til- kynnli bækistöðvunum komu mann- anna þrigaja. — Loksins, sagði hann hásri röddu. Fimmtán milur frá þessum stað þutu lögreglumenn á fætur, gripu byssur sínar og ræstu stóra herbíla, sem þustu af stað. Við lendingarbrautina miðuðu lögreglumennirnir fimm byssum sinum á stiaamennina. Liðhjálfinn, sem stiórnaði hópnum, lyfti höfð- inu litillega, dró andann djúpt — eða andvarpaði öllu heldur, skelf- ingu los'inn. — og öskraði: „NEM- H) STAÐAR!“ Þrír hávaxnir. böaulir menn tóku viðbragð. Þeir köstuðu sér til jarð- ar oa miökuðu sér hægt út af flug- brautinni i áttina að úthverfum Castel Vetrano. Tveir þeirra hurfu inn í skuggasund. Hinn þriðji reif af sér jakkann til þess að hafa frjáls- ari hendur. stökk yfir lágan garð- vegg og hafnaði í moldarbeði. Hann lyfti Thompson-vélbyssunni sinni, lagði hana á vegginn og skaut nú allt hvað af t’ók á skuggana handan götunnar. Skotliðarnir fimm svör- uðu i sömu mynt. Hneggið í vél- byssunni og hvellirnir i rifflum lög- reglumannanna rufu næturkyrrðina eins ng skerandi öskur. Skotliðarnir fimm létu kúlunum rigna á vegginn, har sem stigamaðurinn lá í felum. f næstum hálftíma svaraði vélbyss- an skothríðinni. Þá varð loks hliótt. T ögreglumennirnir hættu að skjóta. Kyrrðin færðist aftur yfir Castel Vetrano. Liðþjálfinn reis varlega á fætur. Ekkert gerðist. Allt var hljótt. Hann gekk hægt i fyrstu, greikkaði siðan sporið og nálgaðist vegginn. Fingur hans skalf á gikknum. Salvatore Giuliano lá grafkyrr i miðjum eldiviðarhrauk og hélt enn fast utan um vélbyssuna. ★ Stúlkurnar frá Ahuura Framhald af bls. 7. á þeirri ey, Ahuura, sem á pólý- nesisku máli er svo nefnd, en þýðir Ástarey. Þannig leið heilt missiri, en þá gerðist atvik, sem hafði truflandi áhrif á tilveru 0‘NeiIls. Einn góðan veðurdag stóð hann og hallaði sér upp að pálmatré á eynni ásamt laugardagsstúlkunni. Þau horfðu dreymandi út yfir hafið. Blærinn var heitur og þrunginn blómaangan. Öldurnar gjálfruðu hægt við hlýjan sandinn í fjörunni. Það var yndislegt að lifa þarna við háttbundinn strengjaklið og hug- Ijúfan söng, er hljómaði til þeirra úr grennd Það var Terorerii, er söng um hvíta manninn álitlega með sterku vöðvana. — Areoi. hrónaði Teana og starði áköf út yfir hafflötinn. Þar sást timburfleki. sem barst hægt og hægt í átt til eyjarinnar. Bráðlega mátti greina á honum unga stúlku, sem veifaði til þeirra i hrifningu. — Æ, hver* þremillinn, varð O'Neill þá að orði í gremju sinni. Þetta var það versta. sem fyrir gat komið. Þarna fóru öll sunnudags- fríin mín. Fáeln ungbarnstár Framhald af bls. 25. að loknm leiða til persónulegrar lmminain fyrir hann og fiölskvldu hans. Mikinn hluta ævi sinnar bjó h'inn við slíka örbirað, aS liann gat ekki haft hiá sér konu sína og son. En iafnskiótt oa honum onnaðist leið til velmeaunar, t. d. sem ril- höfundi eða embættismanni. sneri hann ótrauður baki yið henni til bess að helga krafta sina óskipta hinum umkonndausu smælinaium. Mannaerð astarinnar státar litt af frreað og metorðum. Þegar bezt lætur. auðnast henni að vinna verk >dn í kvrrþev. Miklu oftar stendur hún bó í andstöðu oa baráttu við ráðandj öfl samfélaasins og há manngerð. sem litnr á manninn sem treki. sem hún aeti beitt t’l bess að ná markmiði sínu án l>ess að hirða nm persónuleat aildi hans né broska. Um þá manngerð fjallar nrestþ grein. Mannaerð ástar oa kœrleika er áskapað að standa í skugaanum — eins og smælinainn, sem vekur þrá hennar. En miklu fátæklegri vreri mc-nninain. ef þessa viðhorfs hefði ekki gætt í myndun hennar. ★ Góðir kanelsnúðar Framhald af bls. 16. Smjörlíkið er hrært lint, púður- sykurinn lirærður vel saman við ásamt eggjunum. Lyftiduftinu og kryddinu er blandað saman við hveitið og því hrært smátt og smátt út 1 deigið ásamt mjólkinni, kúren- um eða rúsínum. Látið i 1—2 vel smurð mót, bakað við hregan hita í %—1 klst. Einnig er ágætt að baka þessa köku í ofnskúffu og strá þá t. d. yfir hana söxuðum möndlum. Það er ágætt ráð að láta mótin á deigan klút, áður en kökurnar eru losaðar úr. Þá er engin hætta á að þær festist á. Framhald úr síðasta blaði. Sunnudaginn næstan á eftir var Nonni orðinn friskur og mátti ikoma út. Hann hafði ekki aldeilis verið aðgerðarlaus í rúminu, held- ur tekið sig til og samið heillangan lista, sem átti að verða lög félags- ins. Hann fór heim til Dodda með strangann samanvafinn í hendinni. inni. „Sjáðu,“ sagði hann og vafði ofan af stranganum. Doddi leit á hann, en sagði síðan: „Komdu, við skul- um fara til Gunna. Mamma Gunna kom til dyra og þeir gerðu sig heimakomna og smeygðu sér undir handlegginn á henni um leið og hún opnaði. „Er Gunni heima?“ spurði Nonni, þegar þeir voru komnir inn í for- stofuna. „Já, hann er inni í stofu," sagði hún brosandi, þegar hún sá hvað þeim var mikið niðri fyrir. Þegar þeir komu inn var Gunni að leika sér með stimpil, sem hann liafði fengið þá um daginn. Þeir sýndu honum listann og nú var skotið á hinum virðulega stofnfundi. Drengirnir, sem auðvitað voru allir i sunnudagafötunum, röðuðu sér á stólana kringum skrifborðið. Nonni lagði strangann á borðið fyr- ir framan sig og spurði um leið: „Hvað eigum við að láta félagið heita?“ „Haukar,“ sagði Doddi. „Örin,“ sagði Gunni svo að segja samtímis. „Við verðum að láta það heita eitthvað, sem á vel við,“ sagði Nonni, „hvernig væri að láta það heita Varðmaður eða Vörður?“ Það var auðheyrt að hann hafði hugs- að málið vandlega. Jú, jieim leizt alls ekki svo illa á það. Dodda fannst þó heldur að það ætti að heita Verðir, af því að þeir væru Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Simi 11275. VVHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. þetta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. Petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njdta sín og slær töfraljdma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. 3 □ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.