Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 20
Wheeler leynilögreglu-
manni í Pine City hef-
ur verið falið að rann-
saha rnorðið á frænku lögreglustjórans þar í borg,
en meðál þeirra grunuðu er Howard fyrrverandi
spilavítiseigandi í Las Vegas, sem flúði til Pine
City, og var hin myrta þá i fylgd með honum.
Wheeler grunar að rekja megi orsakir morðsins
til Las Vegas, fer þangað, kemst þar í kynni við
nektardansmær Gabriellu, sem segir honum ýmis-
legt, nóg til þess gð hún er rekin úr starfi, heldur
■til Pine City og sezt að hjá Wheeler, sem er pipar-
tsveinn. Wheeler fer nú að athuga Rex Schafer
blaðamann, sem reynist hafa verið náinn vinur
'hinnar myrtu, en Bchafer þessi gerir allt til að
'ibeina grun manna að Howard, og fær lögreglu-
stjórann þar í lið með sér. Og nú er skammt
■stórra atbnrða að biða í þessu máli. Það er þá
fyrst til að taka. að þau Wheeler og Gabriella
heimsækja Nínu Booth. sem einnig er á snærum
Howards Fletcher. Sú heimsókn verður eins kon-
ar uppgjör milli beirra kvennanna, en Ninu biður
og annað uppgjör og alvarlegra.
gerði ráð fyrir að hann mundi komast af án minn-
ar aðstoðar það, sem eftir var nætur. Ég vissi hvað
mundi bíða mín þegar hann næði tali af mér
næst, og ég kærði mig ekkert um þá framvindu
málanna fyrr en hún varð ekki umflúin. Það var
ekki heldur að vita nema eitthvað hefði dregið
úr mesta skapofsanum I honum, þegar við hitt-
u—st aftur í skrifstofunni í fyrraprálið.
Þegar ég hafði gengið frá bílnum úti á stæð-
inu, hélt ég rakleitt upp i ibúð mína. Kveikti
ljósið. þegar ég kom inn í setustofuna, en sá þess
hvergi nein merki, að Gabriella væri viðstödd.
Það var ekki laust við að ég fyndi til saknaðar,
en hvað stoðaði að vola eða víla. Forlögum manns
verður ekki um þokað, og hyggilegast að taka
með ró og jafnaðargeði hverju sem að höndum
ber Ég hellti því í glas handa mér, settist í hæg-
indastólinn og vonaði að síminn tæki ekki upp
á því að fara að ónáða mig.
Þá heyrði ég skyndilega eitthvert þrusk, hurð-
inni að svefnherberginu var hrundið frá stöfum
og Gabriella kom hlaupandi fram í setustofuna
svo hratt, að gullhlekkirnir glömruðu við ökla
henni en kvennabúrrsbrækurnar víðu flöxuðust
um leggina. Hún stökk upp i hnén á mér og sló
glasið um leið formálalaust úr hendi mér út á
gólf.
„Og ég sem hélt að þú værir farin veg allrar
veraldar," varð mér að orði og ekki alveg undr-
unarlaust.
„Al, elskan,“ malaði hún mjúklega. „Ég, sem
hef tDeðið eftir þér allan þennan tíma. Hvert
vorum við nú annars komin?" Hún hagræddi sér
í hnjám mér og vafði örmunum um hálsinn á
mér. Líkami hennar var funheitur, hún opnaði
munninn lítið eitt um leið og varir hennar nálg-
uðust mínar. „Ég man ekki fyrir víst hvert við
vorum komin," hvislaði hún. „Mig minnir að
við værum því sem næst hérna."
Það var sem um mig færi háspennustraumur
við kossa hennar og atlot. Hún kyssti mig svo
lengi, að við sjálft lá að mig þryti öryndi, og þó
fann ég það á öllu, að þetta var ekki nema undir-
búningurinn áð allri þeirri sælu, sem ég átti i
vændum.
En þá gerðist það, að hún reis skyndilega á
fætur og sleppti öllum tökum, án þess ég vissi
þess minnstu orsök. Hún studdi höndum á mjaðm-
ir, starði á mig og virtist vera í þungum þönkum.
„Hvað gerði ég, sem þú tekur mér þannig upp?“
spurði ég æstur. „Eða öllu heldur — hvað gerði
ég ekki? Ekki trúi ég því að þú viljir fara að
drekka ... núna?“
Hún hristi höfuðið. ,.Nei, það er ekki það,“
svaraði hún reiðilaust. ,.Ég er farin að rugla öllu
saman; sennilega eru að koma á mig elliglöp eða
eitthvað þessháttar, Al. Ég er farin að tapa minni
að minnsta kosti, og það bagalega . ..“
,.Æ, láttu ekki svona," reyndi ég að malda í
móinn.
„Ég spurði þig hvert við hefðum verið komin,"
mælti hún enn og það var ásökunarhreimur í rödd-
inni. „Hvers vegna sap'ðirðu mér það ekki? Þú
hlýtur þó að muna það.“
,,Þú gafst mér ekki neinn tíma til þess."
..Það stendur á sama. Þér hlýtur að hafa verið
lióst, að við vorum að endurtaka það. sem við
höfðum lokið af áður. Við vorum áreiðanlega kom-
in talsvert lengra en þetta."
„En ég væri þér ekki fyllilega hreinskilinn, ef
ég viðurkendi ekki að það var siður en svo, að
mér væri endurtekningin nokkuð á móti skapi,"
varð mér að orði.
„Ég vil hafa allt í röð og reglu . .."
Og allt í einu svipti hún sér úr treyjunni og
smeygði sér mjúklega úr kvennabúrsbrókunum,
hélt á þeim í hendinni, sigri hrósandi og horfði
á mig ögrandi augnaráði. „Hingað vorum við
kopin," hrópaði hún og lézt allshugar fegin. Að
svo mæltu settist hún aftur á hné mér. „Ég vil
hafa allt í sinni réttu röð, Al, elskan. Ég er nú
einu sinni þannig gerð, skilurðu." Sem snöggvast
fór titringur um brennheitan líkama hennar; síðan
hallaði hún sér að barmi mér.
„Þá sérð þú um það,“ varð mér að orði.
„En þá verður Þú líka að sjá um framkvæmd-
irnar," hvíslaði hún. „Ég er líka þannig gerð,
að mér fellur ekki við menn, nema þeir séu fram-
takssamir."
Or þekkingu og reynslu hleður maður höll lífs
síns, sagði einhver gamall spekingur; að minnsta
kosti er það haft eftir honum. Sé svo, þá hlýtur
það að hafa verið skýskafi, sém ég byggði þessa
nótt.
TlUNDI KAFLI.
„Þú kemur í seinna lagi,“ varð Annabellu að
orði um morguninn, þegar ég gekk inn í skrif-
stofuna. „Það er víst óþarft fyrir mig að vera
að benda þér á að klukkan er tíu minútur yf-
ir tíu.“
„Ég veit að ég kem of seint, gæzkan," svaraði
ég hress og kátur. „E’n það var líka vel þess
virði."
„Fyrirhyggjulausi flagari," mælti hún fyrirlit-
lega. „Þú færð að vita sannvirðið áður en langt
um líður. Lögreglustjórinn hefur beðið eftir þér
í allan morgun. Hann er blátt áfram óður af reiði,
skal ég segja Þér. Og eftir því, sem hann bíður
lengur ...“
... á ég styttra eftir í stöðu minni sem leyni-
lögregluþjónn," greip ég fram i fyrir henni. „Jú,
heyra má ég orð þín, en staðráðinn er ég í a(J
hafa þoðskap þinn að engu ...“
„Viltu að bundið verði fyrir augu þér?“ spurði
hún ástúðlega. „Eða kannski það megi bjóða þér
vindling áður en aftakan fer frarn?"
„Heyrst ei hafði hósti né stuna, kvað skáldið,"
sagði ég. „Þannig mun ég og taka dauða mínum.
Eins og hetju sæmir."
„1 lífi og dauða verður þú alltaf sama hetjan
— í þínum eigin augum," tautaði Annabella.
Ég gretti mig. „Þetta beizka lyf var einmitt
það, sem ég þurfti með. Samanborið við þá inn-
töku, verður viðmót lögreglustjórans mér sætasta
hunang," varð mér að orði.
Ekki var ég Þó eins viss um það, þegar ég stóð
frammi fyrir honum inni i skrifstofu hans.
„Hvers vegna eruð þér eiginlega að gera yður
það ómak að koma hérna við?“ spurði hann.
„Það getur varla kallast að Það taki því, bara
til þess að geta farið á réttum tírna."
„Ég hafði ásett mér að koma hingað snemma
í morgun," svaraði ég. „En það fór nú svona
samt."
„Gerið svo vel að fá yður sæti, Wheeler," hélt
hann áfram í sama tón. „Þér hljótið að vera
sárþreyttur, þér sem fóruð ekki af morðstaðnum
fyrr en um hálfeittleytið. Það var einhvað annað
með okkur Polnik, sem vorum þar þangað til
klukkan fjögur."
„Já, lögreglustjóri," svaraði ég og lézt ekki
skilja skens hans. Fékk mér sæti, kveikti mér i
vindlingi og hagræddi mér i stólnum.
„Er það ekki óafsakanleg frekja að spyrja yður
hvaða erindum þér áttuð að gegna, sem voru svo
áríðandi, að þér urðuð að yfirgefa okkur, þegar
athugunin á morðinu stóð sem hæst?" spurði
Lavers lögreglustjóri enn, og gerði sér svo mikið
far um að vera sem háðslegastur bæði í rödd og
látbragði, að viðleitni hans missti gersamlega
marks." Að sjálfsögðu megið þér ekki taka spurn-
ingu mína þannig, að ég vilji hnýsast í einkalif
yðar; ég er aðeins dálítið forvitinn, það er allt
og sumt. Eða öllu heldur — það er viðkunnan-
legra fyrir mig að geta nefnt einhverja orsök
í dagbókarskýrslunni."
„Ég fór beinustu leið heim til Salters," svaraði
ég og lét enn sem ekkert væri. „Athugun mín
leiddi í ljós, að hann hafði svo vel vottfesta fjar-
vistarsönnun, að hún verður ekki véfengd."
„Og hvers vegna var yður svo umhugað að
athuga Salter?"
„Hann er erindreki og fulltrúi spilavítishrings-
ins.“
„Ójá, þér eruð sem sé enn að elta ólar við þá
vansköpuðu tilgátu," mælti hann og brýndi nú
raustina. „Það lítur ekki út fyrir að þér hirðið
neitt um það, að við erum komnir í tímaþrot,
Wheeler."
„Jú, lögreglustjóri," svaraði ég og spurði sjálf-
an mig hvað gæti eiginlega búið undir þessum
dylgjum hans.
„Og þar sem þér hafið átt svo annríkt í morgun,
að þér hafið ekki einu sinni getað komið því
við að líta hér inn, tók ég þá ákvörðun að fela
Polnik allar framkvæmdir."
„Polnik? Hvaða framkvæmdir ?“ Ég glápti á
hann.
„Varðandi Fletcher. Vitanlega."
„Þér eigið við — handtöku hans?“
„Hvað annað?"
„En þér hétuð mér frelsi í tvo sólarhringa, og
sá frestur er ekki útrunninn fyrr en á morgun?"
FORSAGA
20 VUÍAK