Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 25
MANNGERÐ ÁSTARINNAR. Það er e. t. v. auðveldast að lýsa manngerð óstarinnar eða kærleik- ans með orðum, sem kona nokkur mælti við mig fyrir skömmu: „Þeg- ar dóttir min fluttist vestur, þá hugs- aði ég með mér, að nú skyldi ég taka að mér barn, sem væri svo fatl- að, að enginn annar vildi hafa það.“ — Það kostaði hana ekki langa leit að finna slikan vesaling, og ást hennar varð innilegri við að sjó, hve ósjálfbjarga og hjálparþurfi hann var. Þetta er sú tegund mannúðar, sem skáldið fann svo greinilega í eigin brjósti, þegar hann talar um, að sér finnist meira til um, „ef falla fáein ungbarns tór“, heldur en um hamfarir hinna tröllauknu náttúru- afla. Við eigum flest auðvelt með að hrifast af fegurð og yndisþokka æskunnar. Ást okkar á heilbrigðu, glæsilegu ungmenni glæðist við þá ánægju, sem yndisþokki þess veitir okkur. Ást af þeim toga er ekki fá- tíð. Kennari t. d. hrífst auðveldlega af þeim þokka, sem leikur um vel hirta, gáfaða nemendur. Þvi verður honum ljúft að leggja sig fram við að efla vænlegan þroska þeirra. Skjót framför þeirra er honum riku- leg umbun. Öðru máli gegnir um hóp van- ræktra, andlega sljórra og líkam- lega ósjálegra nemenda. Þeir end- urgjalda ekki umhyggju með yndis- þokka og skjótri framför. Oft sér kennarinn harðla lítinn árangur af striti sínu, og honum geta þótt örlög sín ill að þurfa að fást við börn af þessu tagi. Manndómsneistinn er oft falinn djúpt undir gráum fölskva vanhirðu eða fötlunar. Gegnum þá hulu sér manngerð ástarinnar. Þess vegna verður henni oft hjartfólgnastur sá smælinginn, sem er ósjólegastur og óvænlegast- ur. Hún spyr ekki um glæsileik né þroskastig. Þörf hins umkomulausa fyrir óst og umhyggju heillar hana. Ég hef horft ó konu, glæsilega búna, taka í faðm sér slefandi, þvagblaut- an, fávita dreng, henni óskyldan, vefja liann örmum og láta vel að honum. Þetta megnar aðeins sá persónuleiki, sem næst kemst mann- gerð ástarinnar og finnst meira til um fáein ungbarns tár en um flest annað í lieiminum. HINN ÓKUNNI BRÓÐIR. Fiesty- menn elska aðeins ákveðna einstaklinga, sem þeir sjá .og þekkja. En manngerð óstarinnar er ekki liáð jjeirri takmörkun. Hún ann þeim smælingja, sem hún sá ekki og mun aldrei sjó. Upp af þessari hæfni sprettur sá líknarvilji manns- ins, sem grípur yfir rúm og tíma og gerir sér þann einn mannamun að hlúa bezt að þeim, sem umkomu- lausastur er. Auðvitað falla ekki allir þeir, sem að líknarstörfum vinna, inn i mann- gerð ástarinnar. Margir vinna þar störf sín af einberri skyldurækni eins og á flestum sviðum öðrum. En Iíknarstarfið, t. d. við munaðarlaus og fötluð börn, væri fátækleg.t, ef það bæri ekki svipmót þeirrar um- hyggjusömu ástar, sem umkomulaus smælinginn vekur i brjósti manna af ákveðinni sálgerð. Svisslendingúrinn Jóiiann Pesta- lozzi er venjulega talinn sá maður, sem á fullkomnastan hátt raunhæfi manngerð ástarinnar. Aívi lians var þrotlaus barátta og fórnarstarf i þógu smælingjans: barna, sem ólust «2)r. Wjattkíaá Jki onaááon FAEIN UNGBARNSTAR upp með foreldrum sínum í örbirgð, fáfræði og vanhirðu, munaðarlausra og forflótta barna Napóleonsstyrj- aldanna, — barátta fyrir uppreist hinnar ro.enntunarsnauðu alþýðu. Hann sannaði það með lífi sínu og starfi, áð heilsteypt manngerð ást- arinnar megnar að hrinda í fram- kvæmd „óframkvæmanlegum" hug- myndum. Því að hvað er ófram- kvæmanlegt, ef ákveðin manngerð sér i framkvæmdinni háleitasta til- gang sinn? ANDSTÆÐ VIÐHORF. Enginn maður fellur svo gersam- í manngerð ástarinnar brennur sú þrá að styðja hinn veika, reisa við hinn fallna, virða hinn smáða. Þessari manngerð er áskapað að standa í skugganum, og hún sættir sig vel við það. En togstreitan milli þessarar hugsjónar og persónulegrar hamingju veldur oft árekstrum. lega í mót ákveðinnar manngerðar, að hann sé ósnortinn af þeim mæt- um, sem sterkast lieilla aðrar mann- gerðir. 1 manngerð ástarinnar brennur sú þrá að styðja liinn veika, reisa við hinn fallna, virða hinn smáða og halda verndarhendi yfir mann- dómsþroska' hvers einstaklings. Slíkt líknarstarf verður ekki unnið áú takmarkalauss fórnarvilja. En á við liann togast önnur mæti, t. d. persónuleg hamingja, sem flestir þrá að njóta. Só, sem gengur liknar- hugsjóninni algerlega á hönd, verð- ur oftast að fórna persónulegri ham- ingju sinni að verulegu leyti. Fórn- arlundin á ekki samleið með fikn í auð og völd, hún samræmist ekki viðhorfi fagurkerans né listamanns- ins, sannleiksleitin heimtar visinda- manninn allan, og jafnvel manngerð trúarinnar stefnir í aðra átt. Þannig getur myndazt togstreita hið innra með einstaklingnum, milli þeirrar manngerðar, sem ræður við- horfi hans, og persónulegra lang- ana, sem ekki eru vaxnar af jafn- sterkri rót. Átakanleg er t. d. í lífi Pestalozzis von hans um það, að hin fórnfreka barátta hans muni Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.