Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 16
Hugsið vel um fæturna. Við könnumst allar við konuna með hræðilega göngulagið og þjáningarfuílu andlitsdrættina, sem segja okkur, að hún hafi i fljótfærni og vitleysu keypt einu númeri of litla skó. Árangurinn verður ekki aðeins sársauki, heldur einnig afmyndaðir fætur með tímanum. Veljið þess vegna alltaf skó, sem eru nógu stórir bæði á lengd og breidd, og gangið hinn gullna meðalveg, þegar þið veljið hæðina á hælinn. Fæturnir þurfa mjög góða umönnun, steypibað daglega er nóg upp á hreinlætið til að gera, en ekki upp á umönnunina. Bezt er að taka sér heitt fótabað á hverju kvöldi og gefa sér nógan tíma. Ef fæturnir eru bólgnir og aumir, er gott að bæta handfylli af matarsalti í vatn- ið. Ef þið leyfið ykkur dálítinn munað. setjið þið furunála-baðsalt eða eau de cologne í vatnið líka. Mun- ið að þurrka fæt- urna mjög vel, sér- staklega á milli tánna. Sé húðin hrát.t fvrir alla um- nnnun orðin dálít- ið rauð osr óiöfn. skuluð bið bera amycensalva á hana og núðra yf- ir á eft.ir með amvcenpúðri. Ef húðin vill flagna mikíð. en það kem- ur fvrir vegna hita, nntið bið aðeins salicypúður. Neklurnar klipp- ið bið svo beint fyrir. Ef þið hafið verið svo óhennn- ar að fá niður- grónar neglur, reynið bið varlega að setia dálitla baðmull á milli naglarinnar og skinnsins. Naglaböndunum ýtið þið unn með þar til gerðu áhaldi, helzt úr tré, og dýfið þvi i 3% karbólupplausn. T>egar á annað borð er talað um fætur, verður ekki hjá þvi komizt að tala um líkborn. I bardag- anum við þau verður að gera sér eitt ljóst: Hnif má ekki nota. Þið getið revnt isedik í baðmull, sem vafið er á eldspýtu, eða nlástra, sem fást I búðum. En bezt er að fara I fótaaðgerð. Hart og dautt skinn getið þið fjarlægt með „Pritt.v Feet“, sérstaklega árangursríku meðali, sem nvkomið er á markaðinn, fæst í snyrtivöru- búðum og kostar aðeins um 30 kr. glasið. Um það og aðrar nýjar snyrtivörur mun ég ræða síðar. Hvernig hægt er að þvo gæruskinn. Gæruskinnsteppi eru þvegin úr volgu sápu- vatni og síðan skoluð úr mörgum vötnum með sama hita og þar næst undin. Svo nudd- ið þið rönguna með klút, undnum upp úr þunnri sápuupplausn (helmingurinn sápa), og skinnið er hengt upp til Þerris á köldum stað. Það verður helzt að fá að þorna I tvo, Þrjá daga, og á meðan á þurrkununni stendur, takið þið það mörgum sinnum niður og nuddið röngunni saman, svo að skinnið verði mjúkt og fínt. Þegar því er lokið, burstið þið hárin vel. Prjónaður jakki Hér fáiS þið svo „drauma“-jakk- ann í kuldanum í vetur. Hugsið ykkur, hve þaS verSur þægilegt aS ylja sér í þessum, þegar hitinn er um frostmark á skrifstofunni eSa viS heimilisstörfin snemma á morgnana. StærS: 42—44. Efni: 400 gr af 4 þráSa ullargarni í gráum lit, 350 gr af 4 þráSa ullar- garni í hvítum lit, 200 gr af 4 þráSá ullargarni í rySrauðum lit. Þrjónar no. 3 og 3%. 4 hnappar. Skammstafanir: 1. = lykkja, umf. = umferS, sl. = slétt, br. = brugSiS. 10 lykkjur = 5 sm. Sléttprjón = 1 umf. sl. og 1 liittf. brugSin til skiptis. Mynztrið (prjónast á prjóna ttr. 33/2): 1. umferS (rangan): PrjóniS með gráu garni 1 1. sl. * 1 1. sl.; bregSið bandinu um prjóninn, og tak- iS i 1. óprjónaSa fram af prjóninum eins og í klukku- prjóni *, endurtakiS frá * til * umf. á enda, og endiS tnéS 1 1. sl. 2. umf.: ÞrjóniS með hvítu gatni (réttan) 1 1. sl. *; prjón- iS nú saman bandiS, sem í fyrri umf. var brugSiS um prjóninn og lykkjuna, sem tekin var óprjónuS fram af prjóninum eins og i klukku- prjóni. 1 1. br. *; endurtakiS frá * til * umf. á enda, og endiS meS 1 1. br. 3. umf.: PrjóniS með hvítu garni 1 1. sl. * ; bregðiS band- inu um prjóninn, og takiS 1 1. óprjónaSa fram af prjóninum, 1 1. sl. * ; endurtakið frá * til * umf. á enda, og end- ið með 1 1. sl. 4. umf.: PrjóniS meS gráu garni 1 1. sl. * 1 1. br.; •prjóniS síSan bandiS og ó- prjónuSu lykkjuna saman *; endurtakiS frá * til * umferSina á enda, og endiS meS 1 1. br. Framhald á bls. 26. Góðir kanelsnúðar 250 gr hveiti, 90 gr smjörlíki, 35 gr pressu- ger eSa 3% tesk. þurrger (perluger), 3 msk. sykur, 1 egg, 1% dl volg mjólk. HveitiS er sáldað, sykurinn settur saman viS, smjörlikið muliS i ásamt pressugerinu. (Þurr- ger er hrært meS mjólkinni). Vætt er í meS egginu og volgri mjólkinni, — linoSaS vel, flatt út í aflangt deig, sem penslaS er meS smiöri og kanilsykri og rúsínum stráS yfir, vafiS upp, skoriS í sneiSar, sem raSaS er á vel smurSa plötu, og látið lyfta sér viS vægan bita i um 30 mín. Betra er aS leggja stykki yfir á meSan. PenslaS meS mjólk eSa eggi og sykri stráS vfir, ef vill. BakaS við nm 225° hita I 8—10 mínútur. SÚKKULAÐILENGJUR. 300 gr hveiti, 200 gr sykur, 200 gr smjörlíki, 3 msk. kakó, 2 tesk. lyftiduft, 1 egg. Hveiti, sykri, kakói og lyftidufti er blandaS saman, smjörlíkiS muliS í, vætt í meS egginu, bnoSaS, skipt i 10 bita. Hver biti er vafinn í lengju, sem er jafnlöng plötunni (5 lengjur látn- ar á hverja plötu). MótaS flatt meS fingrunum, penslað með eggi og sykri stráð yfir, bakaS viS góSan hita, skorið á ská í tigla, áður en það er tekiS af plötunni. KRYDDKAKA. 250 gr smjörlíki, 375 gr púSursykur, 2 egg, 500 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 1 tesk. kardimommur, 1 tesk. kanill, 1 tesk. salt, 2% dl mjólk, kúrenur eSa rúsínur (súkkat). Framliald g þls, 31. 16 vikam

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.