Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 18
VETVANGUR SIGRA OG VONBRIGÐA A E'f til vill urðu mestu vonbrigðin hjá hástökkvaran- um John Thomas. Hann var nýlega búinn að setja heimsmet, sem hljóðaði upp á 2.23 metra,. og enginn var líklegur til þess að ógna honum. Hann ætlaði sér að spila mjög djarft, en taugar ungmennisins þoldu ekki þá háspennu. Honum mistókust stökkin, og hann missti af gulli og silfri. Á Ólympíuleikum komast ekki allir á blað. Þeir eru venjulega vettvangur mik- illa vonbrigða — og óvæntra sigra. Margir bafa lagt leið sina þangað með áralanga þjálfun að baki, og kannski hefur lítilfjörlegt óliapp orðið tifþe^'s, að þeirra var að engu getið. Kannski náðu þeir ágætum árangri, en það voru svo margir með sama árangur eða örlitlu betri, að afrekið dugði ekki til úrslita. Þegar íþróttafólki úr Iiinum óskyldu íþróttagreinum er stefnt saman á einn stað, g'efur auga leið, að manngerðirnar verða margar og ólíkar. Ifér eru nokkur sýnisborn af stóru fólki og smávöxnu, sem kom og þreytti kapp á Ólympíuleik- unum i Róm í sumar. Það má nokkuð sjá af líkamsvexti þessa fólks, bvaða iþróttir liað muni stunda. Það eru líkur til þess, að menn, sem eru eitthvað á þriðia metra á bæð, séu við körfubolta riðnir, en lika gæti bugsazt, að þeir væru hástökkvarar. Litlir menn og liprir geta verið snjallir dýfinga- og fimleika- menn. Vöðvaknippin ferlegu eru sennillega kúluvarparar, lyftingamenn eða glímumenn, og loks eru svo meðalmenn, sem ekki er gott að segja til um. Early Brown frá Bandaríkjunum. Hún er ekki beinlínis liðlega vaxin, en kúlan virð- ist létt í höndum hennar. Hún hafði Þó ekki við þeim rússnesku. Við gizkum á, að miss Brown sé álíka að ummáli Og Gunnar Huseby. V Kraftajötunninn er frá Bandaríkjunum. Sá er glímumaður og heitir William Kerslalse og hefur tvo fislétta dýfingamenn á öxlum sér. V Fólk á förnum vegi 1Q VIKAN Svo kemur rússneska körfuboltastjarnan Kruminch, 2,18 m á liæð. Við hlið hans stendur Kóreumaður; þeir eru jd’irleitt fremur smávaxnir jtaðan. „Fljótasti maður heims- £> ins“ var hann kallaður negrinn Ray Norton frá Bandaríkjunum. En þeg- ar til kastanna kom í hörku úrslitanna, þá hafnaði Norton í sjötta sæti, bæði í 100 og 200 metra hlaupunum. Hann virtist annars mjög ítur- vaxinn og líklegur til af- reka. A Við birtum hér mynd af Gunn Larking frá Svíþjóð. Svíar voru mjög hrifnir af Þessari stúlku. Hún keppti í fimleikum. Ekki vitum við um árangur hennar, en það voru nú aðallega'„línurnar", sem hrifu Svía. Harold Conolly sleggjukastari og eiginkona bans, liin tékkneska Olga Fikolova, mikil af- rekskona i kringlukasti. Hún er raunar orðin bandarískur ríkisborgari, eftir að Conolly flutti hana heim með sér af Ólympíuleikunum í Mel- bourne fyrir fjórum árum. Saga Conollvs er í Iiæsta máta merkileg: Hann lamaðist og var eklvi líklegur til stórræða, en tók upp iþrótta- iðkanir sér til heilsubótar með þeim árangri, að liann selti beimsmet nokkru fvrir Ólympíu- leikana í Róm. Iieppnin var liins vegar ekki með í borginni eilifu; Conolly komst ekki einu sinni i úrslit, og frúnni brást líka bogalistin Svo koma menn vonbrigð- [> anna, — mennirnir, sem allir spáðu öruggum sigri, en allt brást á úrslitastundu. Þeir keppnisreyndu sigra á Ólym- píuleikum, hefur verið sagt, en það reynist ekki cinhlítt. Hinn þrautreyndi Roger Moens frá Belgíu, sem var á ferðinni hjá okkur í vor, tap- aði með nokkurra sentimetra mun fyrir áður óþekktum Ný-Sjálendingi. Þetta fékk svo mikið á kappann, að hann grét sáran, — taldi sig of gamlan til að hafa mögu- leika til sigurs á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár. Hér er Moens í hörku- keppni við Þjóðverjann Ory- wal og vinnur með sjónar- mun. VIKÁN 1 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.