Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 6
HRÓI HÖTTUR Sagan af unga, glæsilega stigamanninum frá Sikiley, sem storkaði lögreglunni, skoraði stjórnmálamenn á hólm, rændi auðmenn, drap, þegar honum datt í liug, — og daðraði við fagrar stúlk- ur ... NÚTÍMAÚTGÁFA Á SIKILEY Sumir sögðu, að hann væri djöfullinn sjálfur endur- holdgaður. Og ítalska ríkis- stjórnin dró það ekki i efa. Hún lýsti, yfir því, — og það voru engar ýkjur, — að hann væri valdur að dauða nærri 200 manna. Enginn hefur veriö cins Ihrif- inn af syni sínum og móöir Totos. Því var hinn hryllilegi og niöurlœgjandi dauöi hans milciö áfall fyrir hana. Studd af ættingjum yfirgefur hún grátandi kirkjuna eftir jaröar- förina. A Á meöan hin áralanga leit aö rœningjakonung- inum stóö yfir, stöövaöi lögreglan oft vegfarend- ur til aö athuga, hvort þeir bæru á sér vopn og gcetu þannig veriö í. glœpahringi Totos. Sumir sögðu, að hann væri nútima Hrói höttur, sem beitti vélbyssu sinni óspart í viður- eign við óvini sína. Enn aðrir sögðu, að hann væri nýr Rómeó, sem ætti svo annríkt, að ástin tæki næstum upp all- an tíma hans, þannig að ekk- ert jrði úr manndrápum. Hann var sannarlega einn mesti flagari tuttugustu aldar, — Salvatore Giuliano, kon- ungur stigamannanna á Sikil- ey, maðurinn, sem storkaði lögum og rétti, flugvélum og skriðdrekum, scm send voru A Hér eru mamma Giulianos og lítill frœndi hennar, hálfu ári áöur en glœpakonungurinn lét lífiö. Eins og sést á blaðaúrklippunni, sem hún viröir fyrir sér, lét hinn frœgi sonur hennar meö ánægju taka mynd- ir af sér í blööin. <3 1 hinum mörgu bardögum, sem Giuliano-glœpaKring- urinn átti í viö lögregluna, var oft mikiö mannfall á báöar hliöar. LíkiÖ á þessari mynd er af RosariO' Candela, einum af fylgismönnum Totos.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.