Vikan


Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 20.10.1960, Blaðsíða 7
til þess að ráða hann af dög- nm. Ifugsið ykkur mann næstum þriggja álna háan. Hann er sterkbyggður, og kraftalegir leggirnir fylla næstum út í þröng- ar buxurnar. Græn skyrtan flaks- ar frá honum og blaktir um ioS- ið brjóst hans. Hann er dökkur yfirlitum, glæsilegt ungmenni með fremur sakleysislegan svip. Hann er i grænum veiðijakka, sem hann heldur frá sér með sterklegum höndum. Þumalfing- urnir hvíla við skotfærabeltið, þar sem 14 skota skammbyssa hans hangir. Byssan er i opnum slíðrum, þannig að hann getur hleypt af án þess að taka byss- una úr slíðrum. Hann stendur við skíðlogandi varðeld í skjóli ólífutrjáa ein- hvers staðar uppi í fjöllum. Hann hlær, — hann er sífellt hlæjandi. Giuliano finnst lífið undursam- legt ævintýri, kryddað hvínandi byssukúlum. Þetta er árið 1949. í fjögur ár hefur þessi maðnr verið hund- eltur af ítölsku stjórninni. Þegar hann stendur þarna við eldinn, eru 2000 menn að leita hans á eynni. í dag, um tiu árum eftir að liann. var skotinn til bana, lifir Salvatore enn í minningu eyjar- skeggja, — sólbrúnn Hrói höttur, enda þótt liann hafi ekki verið — eins og fyrirrennari hans — af aðalsættum. Þegar hann var 16 ára, varð hann einhvern veginn að verða sér úti um peninga til þess að sjá fyrir soltinni móður og systr- um. Þess vegna lagði hann af stað til svarta markaðsins á staðnum til þess að selja korn, sem hafði ekki verið tollalagt. í sæti hans var hnifur i slíðrum. Það úði og grúði af stigamönnum á Sikiley, — hungruðum stiga- mönnum. Asninn dró nú vagn Salvatores yfir holóttan þjóðveginn, og Salvatore söng, ánægður með líf- ið. Skyndilega, þegar hann kom að beygju á veginum, hætti hann að syngja, jiví að jjar biðu hans tveir tollverðir. Þeir skipuðu honum að nema staðar. Mjölpokarnir lágu aftur í vagninum. Ekkert hafði verið lagt yfir þá. Það var ekki ómaks- ins vert. Mennirnir tveir skrifuðu hjá sér Framhald á bls. 29. Stúlkurnar frá Ahuura Smásaga eftir Willy Breinholst. Það getur verið annað en gaman að vera skipbrotsmaður á eyðiey með sex ungum stúlkum. Það var einu sinni lítil eyðiey, og hún lá þar, sem eyðieyjar eru alltaf vanar að liggja, nefnilega langt suður í Kyrrahafi. Auk pálmanna, sem alls staðar eru sjálfsagðir á Þessum slóðum, voru þarna sex smðkofar, gerðir úr fléttuðum pðlmablöðum og sjó- reknu dóti. 1 einum kofanum bjó Irlendingurinn Hugh O'Neill, ung- ur og rauðbirkinn sjómaður. er skolað hafði þarna á land fyrir nokkrum vikum úr strönduðu skipi. Nú er þessu næst þar frá að segja, að með öllu óbyggð hafði eyjan ekki verið, þegar hann bar þar að landi. Þarna voru sem sé sex óvenjulega fagrar Suðurhafs- eyjastúlkur. er bjargazt höfðu þangað á flótta. Höfðu bær getað strokið frá Manih'ki-ey.ium á sín- um tíma, en þar hafði veríð ákveð- ið að tæra þær eldguðinum að fórn. Til hess höfðu þær hins veg- ar ekki neina löngun. Ævi O'Neilts hafði verið hin hörmulegást.a. síðan hann kom í land því að hann mátt.i ekki koma svo út fyrir dyr á kofa sínum, að stúlkurnar flvgiu ekki á hann og rifust um að fá hann með sér, hver inn i sinn kofa. Það er nú einu sinni svo, að maðurinn lifir eklti af kókoshnetum, tarorótum.vams og hua-hua-fiski einu saman. Ofur- lit.il ást, verður þar einnig að vera með i bland. Á hinn bóginn má líka of mikið að öllu gera og einnig hinu síðar- nefnda. Það getur orðið jafnvel írlendingi ofviða. Eftir mánaðar- tima víggirti O'Neill sig inni í kofa sínum og kom ekki út undir bert loft, hversu mjög sem hinar ungu og fögru meyjar báðu hann og særðu. En hungur er hættulegt fyrir- brigði, og að viku liðinni fór það að gera vart við sig. Hann gerði sér fljótlega Ijóst, að þetta var vonlaust viðnám, en alit í einu datt honum gott ráð í hug Hann hafði iært fáein orð í máli kvennanna, og í raun og veru bjargaði það hon- um. Hann reif niður varnir sínar, gekk út úr kofanum og kailaði stúlkurnar saman á fund. Síðan lyfti hann annarri hendinni og mælti: — Hio e hoahoo! Hægar, stúlk- ur! Nú er ég með uppástungu, sem ég ætla að bera undir ykkur. Fg ætla að skíra ykkur Mánudag, Þriðjudag, Miðvikudag, Fimmtu- dag, Föstudag og Laugardag. Tu na ianoo? Skiljið Þið þetta? En þær höfðu ekki hug.nynd um, við hvað hann átti. Þá benti hann á stúlkuna, sem hann hafði skírt Mánudag. Svo benti hann á kofann og sagði: — Hoi mai nara! Hvern mánu- dag átt þú að sofa hjá mér. Teroerii, á hverjum þriðjudegi kemur röðin að þér. Tu ni ianoo? Skiljið þið nú? Þá kinkuðu þær allar kolli og brostu. Eina stúlkan, sem var dá- lítið niðurdregin, var sú, er hann hafði skírt laugardag Nú var sem sé mánudagur og allt of langt til laugardags. E’n þar sem þetta var skynsöm stúlka og fús til að skipta öllu jafnt milii þeirra stallsystr- anna, samþykkti hún uppástung- una án frekari umsvifa. Eftir þetta féll allt í ljúfa löð Framhald á bls. 31. Honum fannst lífið undur- samlegt ævintýri, kryddað hvínandi byssukúlum. Hann storkaði lögreglunni, skoraði stjórnmálamenn á hólm, rændi auðmenn eða drap bá - og elskaði fagrar konur. I næsta blaði — MAFIA alþjóðafélagsskapur glæpamanna VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.