Vikan - 01.12.1960, Page 10
Tíu mínútum eftir a8 hótelsendill-
inn hafði afhent Grúsinskaju sím-
skeytið, var hún búin að setja allt
á annan endann.
„Heyrið þér, dyravörður, hvenær
fer næsta lest til Búdapest? ... Eftir
klukkutima? Getið bér útvegað mér
rúm í næturvagninum strax? Allt
upptekið? Jæja, — þú útvegið mér
bara far á fyrsta farrými ... Já, já,
ég ætla með lestinni. Gefið mér sam-
band við herra Witte ...
Suzette, Suzette! Leggðu föt niður
í litlu handtöskuna! Undirföt fyrir
fjóra daga og einfaldan kjól. — Nei,
— engan kvöldkjól ...
Eruð það þér, Witte? Komið strax
hingað inn til mín. Eg hef fengið
góðar fréttir, — skeyti frá Anastasíu.
Þér verðið sjálfsagt alveg undr-
andi ...
Já, þetta er ég, Grúsinskaja. Kæri
Sardowský. ég geri ráð fyrir, að
leiksýning hafi átt að vera á miðviku-
dag. Mér þykir það ákaflega leiðin-
legt, en við verðum að fresta bún-
ingsæfingunni þangað til á fimmtu-
dag ... Er það ekki hægt? Auðvitað
er það hægt. Fyrir eins áhrifamik-
inn umboðsmann og þér eruð er
ekkert ómögulegt ... Af hverju? Eg
er veik, — alvarleg fiskeitrun. Lækn-
irinn getur skýrt það allt út fyrir
yður ... Eg kem klukkan tiu á
fimmtudagsmorgun á búningsæfing-
una, og á fimmtudagskvöld dansa ég.
Udp á það hljóðar samningurinn
minn, og ég er ekki skyldug tii að
gera meira. Þér komið þessu í lag.
Halló, Witte, fáið yður sæti.
Sigaretturnar standa þarna hjá
yður."
Eftir að Grúsinskaja hafði með
góðum árangri skipað fyrir I allar
áttir og undirbúið allt vandlega. þð
að allt sýndist vera í ringulreið I
fliótu bragði, sneri hún sér að Witte
hljómsveitarstjóra og lagði hendurnar
á axlir hans.
„Witte, ég er að fara til Búdapest.
Anastasia hefur eignazt son.“ sagði
hún. og rödd hennar var mjúk.
„Litla stúlkan! Það eru tvö ár,
sfðan hún giftist. Anastasfa er tutt-
ugu ára. Eg var einmitt nýorðin
átján ára. þegar hún fæddist. Munið
þér ekki lengur eftir þvf?"
..Auðvitað man ég eftir þvf. Eg
óska yður til hamingju. Þér ijðmið af
hamingju. Og samt eruð þér, — ef
mér leyfist að segja bað, — raunveru-
lega orðin amma. Beztu hamingju-
óskir."
Grúsinskaja stanzaði skyndilega á
miðju gólfi. Hún endurtók setninguna
hægt: „Já, þannig er það, nú er ég
orðin amma."
„Mér finnst það stórkostlegt, að
þér skulið fara svona umsvifalaust
af stað," sagði Witte og leit rann-
sakandi á andlit hennar, sem allt I
einu yar orðið sorgbitið. „Á morgun
haldio þér á barninu I fanginu. Það
er gott, að þér kunnið að meta þessa
hamingju."
„Það held ég lika, Witte. Þér vit-
ið, hve líf mitt hefur verið snautt að
ást. Nú byrjar allt á nýjan leik. Eg
varð alltaf að halda því leyndu, að
ég átti barn. Og nú verð ég að halda
því leyndu, að ég er amma ... Það
yrði stórkostlegt efni i blaðafyrir-
sagnir: Grúsínskaja, stjarna rússneska
ballettsins, orðin amma! — og mynd
af mér með ungbarnið I fanginu,
auðvitað. Witte, þér verðið þögull
eins og gröfin, er það ekki? Þér hafið
alltaf verið þögull. Og þér ætlið að
lofa mér því að hafa æfingu með
ballettinum á hverjum degi. Bún-
ingsæfing verður á fimmtudag klukk-
an tíu. Verið þér sælir!"
Grúsinskaja þaut eins og eldflaug
inn f lestina á siðasta augnabliki.
Dyrunum var lokað um leið. Bil-
stjórinn hafði rétt tíma til að rétta
farangurinn inn um gluggann, og
lestin brunaði af stað. Grúsinskaja
kastar sér örbrevtt niður á flauels-
klæt.t sætið. Kurteis samferðamaður
hafði látið tösku hennar upp f netið.
„Þakka yður fyrir. herra minn,"
sagði hún án þess að lfta á mann-
inn og lokaði augunum.
Hún var óendanlega breytt, — eins
þrevtt. og hún hefði öll sfn þrjátfu
og átta ár verið á stanzlausum hlaun-
um og það væri í fvrsta skipti hér
í lestinni, að hún gæt.i hvilt sig. Hugs-
anir hennar voru allar á ringulreið
af þrevtu. Án þess að opna augun
aftur hallaði hún sér aftur á bak í
sætið og sofnaði.
Maðurinn, sem sat á bekknum á
móti henni, skoðaði hana forvitnis-
lega og braut heilann um. hver hún
væri. „Það er enginn vafi á bví, að
hún er af heldra fólki," hugsaði hann.
„Mjög smekklega klædd. meira að
segja óvenjulega smekklega klædd
I þessum einfalda k.iói. Ekkert ógeðs-
legt ilmvatn. Vönduð taska með mið-
um frá góðum hótelum. Gift? Að
öllum líkindum. Þessir fallegu svína-
skinnshanzkar varna þvi. að hægt sé
að sjá. hvort hún ber giftingarhring.
Ekki kornung. að minnsta kosti tutt-
ugu og átta ára, en falleg, meira að
segja miög falleg. Dásamlegur vöxt-
ur og fingerð, ólívubrún húð.
Arnold von Stetten, en það var
nafn mannsins, andvarpaði ósjálfrátt.
Hann var tuttugu og níu ára, yfir-
verkfræðingur hjá þekktu efnafræði-
fyrirtæki og var á leið til Vinar til
brúðkaups sfns. Brúður hans var ung
stúlka úr góðri fjölskyldu, og hann
elskaði hana. En á þessari stundu sat
hann hér f þessari lest og horfði á
þreytt andlit Grúsinskaju.
„Truflar ljósið yður? Á ég að
slökkva það?" spurði hann, þegar
hann sá augnalok hennar hreyfast
órólega.
„Kærar þakkir, en það er einmitt
mjög þægilegt eins og það er," svar-
aði hún. Grúsinskaja lokaði aftur
augunum og byrjaði að hugsa um
Anastasíu og barnið. Það var ekki
lengra þangað til en á morgun, að
hún mundi halda á barninu i fangi
sínu, volgri, hjálparvana og yndis-
legri, litilli veru.
Grúsinskaja reyndi að framkalla
mynd dóttur sinnar fyrir hugskots-
sjónum sínum, en árangurslaust.
Hundruð hlæjandi og dyftaðra and-
lita þrengdu sér fram.
Herra Stetten horfði á konuna.
Honum fannst þreytusvipurinn á
andliti hennar ðsegjanlega hrífandi.
Grúsinskaja skalf í svefninum.
Stetten breiddi varlega ferðaábreiðu
sínu yfir hana, og hún brpsti við
honum hálfsofandi og hvislaði: „Þökk
fyrir. Þetta er mjög vingjarnlegt af
yður. Þakka yður fyrir."
„Þessi ókunni maður er góður við
mig," hugsaði hún, um leið og hún
sofnaði, ,.og ég er ekki vön því. Eng-
inn er blíður við mig, en allir eru
hræddir við mig. Frægt fðlk mætir
alltaf kuldalegri framkomu. Karl-
menn hafa skotið sig min vegna, en
enginn hefur verið verulega góður
við mig."
„Þökk fyrir," sagði hún aftur skýrt
og greinilega. þó að hún hefði sofn-
að inn á milli og siðan væri liðinn
klukkutimi.
Lestin þaut f geenum nóttina, og
drunur hjólanna lét.u hátt 5 mvrkr-
inu. Litlar stöðvar flugu fram hjá og
skilti og Ijós, — og síðan var aftur
allt dimmt.
Allt f einu gerðist eitthvað ólýsan-
legt: hræðilegur brestur, — angist-
arvein, — brotið gler. — og allt varð
dimmt og óraunverulegt.
Þegar St.etten kom aftur til með-
vitundar. fannst honum hann vera
f rauðglóandi helviti, þar sem öskrin
glumdu og klærnar læstu sig um allt.
Járnbrautarslys, sagði undirvitund
hans. Stynjandi revndi hann að ná
andanum. Eitthvað risastórt festi
hann við jörðina og hélt honúm niðri
f mýrkrinu. Hann hafði engar kval-
ir, en hann fann ekki til vinstri
handar sinnar, — öll tilfinning endaði
í öxlinni, sem virtist hafa bðlgnað
upn í óheyrilega stærð.
Óljóst heyrði hann örvilnunarvein.
Hann rétti hægt úr öðru hn'énu og
fann undir þvi eitthvað volgt, sem
andaði. Af öllum kröftum reyndi
hann nú að lyfta þessu, sem þrýsti
honum niður. Aftur missti hann með-
vitund. Löngu seinna fann hann til
ákafs sársauka. Hann andaði djúpt,
og allt I einu fékk hann fulla með-
vitund. Honum var borgið.
Hann lá I grasi gróinni akbraut
meðfram járnbrautart.einunum. Ein-
hver lýsti með kyndli þangað, sem
hann lá, og horfði á hann. „Hann §r
aðeins lítið slasaður," heyrði hann
einhvern segja. „Vinstri höndin er
lemstruð og annað ekki. Ferðaðist
einhver með honum? Eða var hann
einn?"
„Konan," muldraði Stetten, Um leið
og hann stóð riðandi á fætur. En
hann gat staðið óstuddur. Vinstri
hönd hans hékk sver og máttiau§
niður með síðunni. „Þér voruð hepþ-
inn," heyrði hann ságt við hlið sér.
„Konáh yðar hefur ekki heldur
meiðzt neitt að ráði. Getið þér kom-
izt einn að farartækjunum þarna yfir
frá? Þaðan verða allir hinir slösuðú
fluttir “
Þegar komið var með Grúsinskajú
til hans, lagði hann handlegginn úrti
herðar hennar. Hún hallaði sér þúng^
lega að honum, var ekki komin tii
fullrar meðvitúndar, en gat þó geng-
ið. Smáir fætur hennar hreyfðust
eins og á svefngengli, og hún gekk
hægt og með erfiðleikum, þó að hann
styddi hana. „Lítið slasaðir verða
fluttir inn í þorpið," var tilkynnt.
Stetten lá við hlið konunnar í ný-
slegnu heyi I vagninum.
„En hvað þetta er yndislegt,"
hvislaði konan og lá með höfuðið á
brjósti Stettens. Reglulegar hreyf-
ingar vangans höfðu róandi áhrif á
Stetten, og hann reyndi að ná taki
á veruleikanum.
Fyrir framan lágt gaflhús stóð fólk,
sem hvíslaðist feimnislega á. Út úr
húsinu kom kona með Ijósker. „Allt
er tilbúið fyrir ykkur," sagði hún.
Stetten hafði rennt sér niður af
kerrunni, og Grúsinskaja rétti fram
hendurnar til hans. Þegar hann
beygði sig niður að henni, lagði hún
hendurnar um hálsinn á honum og
hvíslaði eitthvað á rússnesku. Hann
lyfti henni upp. „Drottinn minn,
hvað hún var létt!" Hann fékk verk
i vinstri höndina, en gat þó valdið
þessari byrði.
1 stofunni logaði á lampa. Stóra
sveitarúmið var uppbúið Malara-
konan gekk hljóðlega um. Hún færðl
gestum sinum heitt vatn, te og korn-
brennivín. Hún háttaði konuna var-
lega ofan I mjúk sængurfötin. Síðan
bauð hún góða nótt. Stetten drakk
tvö glös af vininu, og skyndilega fór
tilfinningin um það, að hann lifði,
eins og villtur stormur um hann
allan.
„Við lifum!" hrópaði hann æstur.
„Við erum raunverulega lifandi.
Þetta hefði getað orðið endirinn á
öllu, en allt fór vel. Við lifum."
Hann stóð við rúmið og tók um
brúnu höndina, sem lá máttlaus á
rauðri sænginni. Grúsinskaja opnaði
dökk augun og horfði þegjandi á
hann. Svo lyfti hún hönd hans að
vörum sér.
„Þér eruð svo góður og vingjarn-
legur," hvíslaði hún. „Enginn hefur
áður verið svona góður við mig.
Kærar þakkir."
Hann dró til sin höndina og gekk
út að glugganum. Þaðan leit hann
á hana, og hún brosti til hans með
Smásaga effir VICKI BAUM
10 UUCAM