Vikan - 01.12.1960, Page 15
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
«2)r. ffjattLíaó J
onaáóon
VEGIR
FREISTIIVGAMA
Þegar Iauslæti flæðir yfir
bakka sína, eins og nú gerist
með Islendingum, stafar
það ekki af því, að hugsjón
siðgæðisins hafi misst gildi sitt,
heldur af því, að of margir
einstaklingar leyfa undan-
tekningu fyrir sjálfa sig.
Enginn, sem brýtur siðgæðis-
lögmálið, óskar eftir því, að
það verði almenn regla.
Sálfræðilega séð er freistingin bein afleiðing af boðorðinu. Maðurinn er
tvíþættur að eðli: dýr, háð hvötum og ástríðum, og andi, sem heillast af
hugsjón. Þess vegna öðlast maðurinn enga ró, fyrr en honum tekst að
samræma andstæðufulla þætti í eðli sínu.
HIÐ GUÐLEGA BANN.
Á helgri bók er skráð, að guð leit yfir sköp-
unarverk sitt og þótti það harðla gott. Siðan
bannaði hann manninum að neyta ávaxta skiln-
ingstrésins. Þá dundu yfir skelfingar synda-
fallsins.
Þetta ósamræmi milli fullkomleika sköpunar-
verksins og mannlegs breyzkleika hefur um ald-
ir valdið mönnum heilabrotum og hugarangri.
Ef sköpunarverkið var fullkomið, hlaut mað-
urinn að vera gæddur nægilegum viðnámsþrótti
gegn freistingum. En ef sköpunarverkið var
ófullkomið, þá hlaut skaparinn að vita það af
alvizku sinni, að bann hans yrði brotið og
maðurinn hrapaði i synd.
í mörgum skarplegum kenningum hafa vitr-
ir menn reynt að brúa þessa andstæðu. Sumar
þeii-ra hafa reynzt æði fallvaltar. Hins vegar
hefur andstæðan milli hins guðlega boðorðs
og breyzkleika manneðlisins haldizt.
Sálfræðilega séð er freistingin bein afleið-
ing af boðorðinu. Dýrið þekkir ekkert boðorð
nema lögmál síns eigin eðlis; það á þvi við
engar freistingar að striða. En ástriðufullt eðli
mannsins brýzt oft fram gegn „betri vitund“.
Jafnvel bannið sjálft verður til þess að beina
athygli okkar að hinu forboðna. Hinn slægi
höggormur syndafallssögunnar er aðeins tákn
höfundarins fyrir þá rödd, sem hljómar í eðli
okkar sjálfra gegn banni. Þá myndast auðveld-
lega klofið hugarástand: Ég geri það samt.
Hjónaskilnaöir eru nú tlöari á Islandi en áöur,
og fjóröa hvert barn, sem fæöist, er óskilgetiö.
Þvi er hinn þröngi vegur dyggðarinnar varð-
aður freistingum.
Sex ólíkar manngerðir, sem lýst var í undan-
farandi þáttum, auðkennast hver og ein af
styrkri ástríðu til að gera ákveðna óskmynd
að veruleika: óskmynd kærleikans, valdsins,
heilagleikans, auðhyggjunnar, listarinnar,
sannleikans. En hversu ofsafengin sem ástríð-
an kann að vera, viðurkennir hver manngerð
þau takmörk, sem boðorð siðgæðisins setja,
jafnvel þótt ástríðan knýi einstaklinginn oft
til þess að brjóta þau.
Á þessari óhjákvæmilegu viðurkenningu hvil-
ir gildi siðgæðislögmálsins. Jafnvtel afbrota-
maðurinn viðurkennir sérstöðu sina: Ég geri
það samt.
SIÐGÆÐI OG SAMFÉLAGSBYLTIN G.
Samfélagið er i sífelldri breytingu, og um leið
breytist afstaða þess til siðgæðisins. Á ákveðnu
skeiði i sögu þjóðanna gætir jafnvel nokkurs
leiða á siðgæði. Maðurinn þráir þá að losna
undan hömlu þess og lúta aðeins lögmáli sins
einstaklingsbundna eðlis. Þá væri hann laus
við þá sáru tvihyggju, sem annars þjakar hann.
Nú á dögum þykir ekkert mas jafn þraut-
leiðinlegt með okkar þjóð og tal um siðgæði.
Utan veggja kirkjunnar gætir þess heldur
hvergi i andlegri menningu okkar. Aldrei hefur
nein viðhlítandi siðfræði verið kennd uppvax-
andi kynslóðum. Öllu virðist hagað samkvæmt
þeirri trú, að einstaklingurinn skuli aðeins hlita
lögmáli síns eigin eðlis.
Sú mannshugsjón er ekki ný. Endurfæðingar-
Framh. á bls. 29.
yiKAN 15