Vikan - 01.12.1960, Blaðsíða 16
ÓTRYGGÐ
Ein tíðasta ástæðan til hjónaskiln-
aða er ótryggð. Ef við vissum hvernig
við ættum að bregðast við í þannig
aðstæðum eða öllu heldur hvernig við
ættum að koma í veg fyrir þær mundi
hjónaskilnuðum fækka til muna. Auð-
vitað eru margar fleiri ástæður til
þess að hjón kjósa að skilja, en marg-
ar þeirra eiga rætur sínar að rekja til
ótryggðar.
Til að byrja með er bezt að slá því
föstu, að algengara er að maðurinn
taki hjúskaparheit sitt ekki alvarlega.
Það er einnig liffræðilega sannað kyn-
tilfinningar mannsins espast oftar og
auðveldar en konunnar.
Þar að auki verðum við að viður-
kenna, að á sviði kynferðislifsins ríkir
mikil tvöfeldni og i skjóli hennar
finnst manninum hann hafa fullan
rétt til að halda aðeins fram hjá.
Við skulum einnig samþykkja það,
að það eru ekki allir menn sem vilja
eithvað nýtt og ókunnugt. Það eru til
menn sem finnst alveg sjálfsagt að
vera einni konu trúir. Hvers vegna
haga margir menn sér þá eins og
tryggð sé eitthvað úrelt og gamal-
dags sem ekki er hægt að krefjast af
þeim?
Heilbrigt samlíf.
Sérfræðingar hafa vakið athygli á
þvi að helmingur allra giftra kvenna
hefur enga ánægju af samlífi. Einnig
eru margar konur sem sýna beinlín-
is mótþróa þegar maðurinn fer fram
á eitthvað, og þær eru ekki færar
um að leyna þeim mótþróa.
öðrum er nákvæmlega sama um
þetta allt saman og sumar gera þetta
af nreinni og beinni skyldurækni.
Á sérhvern heilbrigðan mann hef-
ur þetta allt saman mjög slæm áhrif.
Og þó að konan vísi honum ekki bein-
línis á bug, mun sú tilfinning að hún
geri þetta ánægjulaust eða á móti
vilja sínum hafa mikil áhrif á hann.
Það hefur verið sagt að ekki séu
til kaldar konur, aðeins klunnalegir
og eigingjarnir menn. Það er kannske
einum of mikið sagt en þó er það
algengt. Hinn venjulegi maður getur
bara ekki litið á konu sina frá því sjón
armiði. Hann slær því aðeins föstu að
hún sé köld eins og ís og að hann
hafi gert mikið glappaskot þegar hann
giftist henni, og að hann hafi að
minnsta kosti fullan rétt til að leita
þess sem hann vantar annars staðar.
Fórnarlamb sinnar eigin
siðsemi.
Nú á dögum er litið mikið frjáls-
legar á þessi mál, en á dögum afa okk-
ar og ömmu, en samt eru það margir
sem líta mjög gamaldags á þessa
hluti. Fyrr á öldum trúði fólk því, að
engin siðvönd kona gæti fengið á-
nægju eða fullnæingu í samlífi við
manninn sinn, og þótt undarlegt sé
eimir enn þá eftir af þessari einkenni-
legu trú.
Það virðist mjög fjarstæðukennt, að
maður geti orðið konu sinni ótrúr
vegna siðsemiskenndar, en þeir eru
virkilega til, sem gera konu sína að
nokkurs konar dýrlingi, vegna þess að
mæður þeirra hafa kennt þeim að líta
á konuna, sem þeir elska, sem upp
yfir allt hafna.
Þannig maður var Frank t.d.
Þó að hann, áður en hann gifti sig,
liti alveg eðlilega á kynferðislífið,
byrjaði hann eftir að hann var giftur,
að efast um að hann væri fær um að
leysa hjúskaparskyldur sínar af hendi.
Hann elskaði konuna sína mjög mikið,
en það var eitthvð sem kom i veg
fyrir það að ást þeirra væri fullkom-
in. Hann var gripinn sektartilfinningu
i hvert einasta skipti.
Margir reyna að sjá eftirmynd móð-
ur sinnar í konu sinni, og það gerði
Frank einnig. Þess vegna var erfitt
fyrir hann að líta á konu sína sem
venjulega veru gerða af holdi og blóði,
hann gat ekki einu sinni litið á hana
sem fullnægingu langana sinna. Ár-
angurinn af þessu varð svo sá að hann
byrjaði að vera með annarri konu,
sem var eins ólík móður hans og konu
sem hugsast gat. Skyldurækni hans
hélt honum föstum í hlekkjum hjóna-
bandsins, en kynferðislanganir hans
fengu hann til að leita út fyrir hjóna-
bandið.
Don Juan-flugur.
Flestir menn ganga með einhvers
konar Don Juan-flugur, og vegna þess
hafa þeir oft ánægju af að vinna smá-
ástarsigra. Oft hætta þeir öllu áður
en það verður að raunveruleika, og
úr öllu verður bara smágrobb manna
á milli.
Hinn raunverulegi Don Juan þjáð-
ist aftur á móti af alvarlegri tauga-
veiklun, jafnvægisleysi og við verð-
um að segja það, að hann gerir allar
þær konur hamingjusamar, sem hann
giftist ekki. Hann getur nefnilega
ekki, að sumu leiti vegna eðlis sins og
að nokkru leiti vegna vana, verið
einni konu trúr. Hann ímyndar sér
að hann sé hinn fullkomni elskhugi, en
hann hefur alveg rangt fyrir sér.
Hann reynir alltaf að finna ást en
gefur aldrei ást á móti. Það eina sem
hefur nokkra þýðingu fyrir hann er að
vinna sigra, hann hefur aðeins áhuga
fyrir konu svo lengi sem hún veitir
mótspyrnu.
Don Juan maðurinn og kynvillmg-
urinn likjast hvor öðrum meira en
þeir vilja viðurkenna. Þeir hafa það
báðir á tilfinningunni, að þeir séu ekki
færir um að vera konunni það sem
þeir eiga að vera, og þar af leiðandi
þjást þeir báðir af sömu taugaveikl-
un, og það er veiklun, sem ekki er
hægt að lækna án læknishjálpar.
Að fjarlægjast konu sína.
Ef maður og kona hafa ekkert
andlegt samband sin á milli, aðeins
kynferðisleart. hefur það ekkert að
segja þó að þau hvort fyrir sig full-
nægi hvort öðru.
En andlega sambandinu, sem hefur
svo mikið að segja í hjónabandinu,
er auðveldlega hægt að spilla. Það er
kannske miskunnarlaust, en samt satt,
að ef konan þroskast ekki á sama hátt
og maður hennar, er mikil hætta a
því að hún verði honum einskis virði.
Skynsöm kona verður að taka tillit til
þessa.
Kona sem ekki hefur áhuga fyrir
því sem maður hennar gerir, kærir sig
ekki um að umgangast vini hans og
finnst tómstundastarf hans asnalegt,
ja, hún má ekki láta sér koma á ó-
vart þó að maður hennar verði einn
góðan veðurdag ástfanginn af annarri
konu.
Kannske byrjar það þannig, að hann
tekur eftir því hvað hin konan
hlustar vel á hann, hún virðist skilja
hann. Og smám saman sér hann hvað
hin konan er lagleg og hún æsir hann
upp . . . og þá er ekki langt þangað til
að hann sér hvað konan hans er hon
um lítils virði og Þá er skammt Þang-
að til hann fer að svikja hana.
Hvernig þú skalt bregðast við.
Ef að kona uppgötvar, að maður
hennar hefur verið henni ótrúr, hugs-
ar hún oft fyrst um skilnað, en það
er alls ekki fullnægjandi lausn, ef hún
elskar manninn enn og ef það eru
börn í hjónabandinu.
Ef að þú dag nokkurn stendur
manninn þinn að því að halda íram
hjá þér, þá reyndu að finna ástæð-
urnar fyrir því og athuga hvort þú átt
ekki nokkra sök á því. Reyndu einnig
að ræða málið við hann rólega, en
opinskátt. Gangi það ekki neitt, þá
væri hægt að fá hjálp utan að frá,
í. d. lijá lcekninum eöa ■prestinum...
Vertu aldrei of stolt til að leyta
stuðnings hjá öðrum.
Ef að þú uppgötvar það, að þetta er
að mik.lu leyti þér að kenna, skaltu
gera tilraun til að laga þína eigin
galla. Kannske geta eftirfarandi linur
hjálpað þér:
Láttu það aldrei í ljós að þú sért
afbrýðissöm. Merki þess geta stund-
um vakið eitthvað í manninum, sem
áður hefur sofið. Þú getur átt á
hættu að hann svíki þig vegna órétt-
iátra ásakana og geri eitthvað sem
hann hefur aldrei dreymt um að gera.
Fallegt bros og gott skap er sterk-
ara vopn en tár og kvartanir. Með
gráti og kvörtunum geturðu kannski
fengið hann til að vorkenna þér, en
ekki til að eiska þig.
Láttu ekki húsmóðurstörfin hindra
þig í því að vera kona.
Öll mikil vandamál skaltu ræða við
mann þinn, en haltu honum frá smá-
ergelsi.
Talaðu opinskátt við mann þinn um
öll vandamál sem viðkoma kynferðis-
lífinu. Það er bezta og öruggasta leið-
in til áð komast yfir þau vandamál.
Bíddu með athugasemdir og að-
finnslur þangað til þið eruð tvö ein.
Þú mátt aidrei gera niðrandi athuga-
semdir við mann þinn svo að aðrir
heyri.
Gerðu tilraun til að hafa áhuga
fyrir vinnu hans og tómstundast.arfi.
Reyndu að sjá um það að heimilið
sé sá staður sem honum líður bezt á.
Notaðu þér öll brögð hinnar kon-
unnar. Þú getur einnig verið falleg
fín og aðlaðandi og þar að auki dá-
lítið dularfull.
Gefstu ekki upp, Þó að þetta líti illa
út til að byrja með. 1 raun og veru
ert það þú, kona sem elskar hann og
hugsar um hann, sem hann er að leita
— Ég sem hélt að allir sjóliðar væru
eins —
— Hvað hefur hún, sem ég hef
ekki miklu meira af?
Eklcert eins gott
og vatn
Vatn er ódýrt og vatn er
hollt og baðvatnið leysir ekki
aðeins upp ryk og skít, Það
leysir einnig upp gremju og
áhyggjuefni dagsins og sléttir
úr taugaflækjum. Bað getur
verið hreinasta ánægjuefni.
Ef þið takið ykkur bað á
morgnana á það ekki að vera
of heitt, þá verðið þið aðeins
syfjaðar og illa upplagðar til
vinnu. En á kvöldin getið þið
haft það eins heitt og þið viljið.
Eyðið baðsalti og baðolíu og
þannig „luxus“ á sjálfar ykkur
einhvern daginn þegar allt
virðist ganga á móti ykkur og
heimurinn er viðbjóðslegur
staður. Biðjið fjölskylduna um
frið og dragið ykkur í hlé
nokkra tíma. Þið skuluð liggja
grafkyrrar og blása sápukúlur
eða leika ykkur að litlum
gúmmídýnum og slappið af og
munið að ykkur er sama um
allt og alla. Þetta borgar sig
í alla staðl. Næsta morgun
vaknið þið með þá tilfinn-
ingu að þið séuð i sumarfríi,
og ykkur finnst þið vera orðn-
ar nýjar manneskjur.
Feimni
Þegar fjögra ára dóttir þín
fœst ekki til aö svara
ókunnugum.
Þú skalt ekki reiðast og
þvinga hana til að svara, segja
henni að hún sé óþekk og að
fólk muni ekki éta hana, og
ekki heldur spyrja hana, hvort
hún hafi misst tunguna eða
eitthvað þess háttar. Mörgum
börnum er það eðlilegt að draga
sig í hlé þegar fullorðið fólk
talar við þau og er gott við
þau. Ef við nöldrum stöðugt í
þeim verða þau bara enn
feimnari.
Þú átt að svara vingjarnlega
fyrir dóttur þína og reyna að
leiða samtalið írá henni. Þegar
hún sér hvernig þú kemur
fram getur hún lært hvernig
hún á að svara þannig að hún
geti svarað sjálf þegar hún
kemst yfir feimnina.
En reynið alltaf að forðast
að tala um barnið svo að það
heyri.
16 VJKAN