Vikan - 01.12.1960, Page 27
hefst tími heimsékna
Veturinn er sá tími sem heimilklífið skipar æðsta sess. Þá verður að leggja
áherzlu á matargerð og bakstur, enda létt með hinum viðurkenndu
krydd- og böktmayvörum
Brúnkökukrydd Múskat Kúmen Rauðkál
Hunangskrydd Negull, Kókosmjöl Karamellusósa
Allrahanda Pipar Vanillusykur Lárviðarlauf
Engifer Saltpétur Sitrónusykur Salatolía
Karry Rúllupylsu-krydd Skrautsykur Sellofanpap]iír
Kardemommur, , Matarsódi Möndlur í rúllum.
Kanel, heill Súkkat Hnelukjarnar Smjörpappír
Kanel Hjartarsalt Súpujurtir Vinsýra
þvottalögurinn í þvottinn; í uppvaskið. blævatn, sótthreinsandi, bleikir, eyðir lykt og blettum.
Brauðrasp
er ómissandi við ýmiskonar pönnusteikur, kóte-
lettur, fisk o- fl.; gefur matnum óviðjafnanlegt
bragð og fallegan rauðgullin lit.
Eplakaka með raspi og rjóma er vinsæll eftir
matur.
Heildsölubirgðir
Slti|ikttH Vf
SKTPHOLTI 1 • REYKJAVtK
Sími 2-37-37.
Uppsalir
Framhald af bls. 5.
verði. Þessi kynni leiddu til vin-
áttu ,sem aldrei brást. Hrólfur tal-
ar um þessa mætu menntafrömuði
með djúpri virðingu fyrir lærdómi
þeirra og afrekum i þágu islenzkra
mennta.
Eftir stutta ökuferð erum við hjá
konungagröfunum. Mig undrar,
hversu brattur sá gamli er á göng-
unni, þegar við leggjum til upp-
göngu á haugana. Hann heldur hvet-
ur sporið en hitt og fellir ekki nið-
ur talið um bókmenntirnar. Efst á
háliólnum, þeim mesta, gerum við
stanz. Og þarna flytur Hrólfur
Nordenstreng okkur snjallt erindi
um nokkra helztu fornlconunga
Svíaveldis. Rödd hins aldna fræða-
þular er óvenjuskýr og þróltmikil.
Stundum snýst mál hans upp i
beinskeytta orðaleiki. Hann talar í
stuttum setningum, sem gneista af
snilld.
Okkur gefst tækifæri til að koma
á sænskt menntamannsheimili i
Uppsölum. Þetta heimili ber ekki
svip neins Norðurlanda. Andrúms-
loftið hér inni er jafnt íslenzkt og
það er sænskt og öfugt. Hér er mik-
ill bókakostur um samnorræn
menningarverðmæti. Hér eru forn-
liókmenntir okkar, og liér eru bæk-
ur Laxness og önnur frábær bók-
menntaverk, sem unnin hafa verið
á Norðurlöndum nú á seinustu
timum.
Hér er okkur tekið með þeirri
alúðargestrisni, sem útlendir þreyt-
ast ekki á að lofa íslendinga fyrir,
þegar þeir sækja þá heim uin langan
veg.
Þá stuttu stund, sem ég dvelst á
þessu fyrirmyndarheimili, fæ ég
ekki varizt þeirri hugsun, að sá
andi og sá hugblær, sem liér ríkir,
sé sá hinn sami og allt hið bezta
i norrænni menningu er sprottið
upp af og bar hvað fegurst blóm,
meðan norrænt fólk taiaði einu og
sömu tungu.
Siðla dags erum við aflur i Stokk-
hólmi. Langt að berast þórdunur.
Það dimmir skyndilega, og regnið
streymir úr loftinu. Mynd borgar-
innar er eins og máð bókfell í vatn-
inu.
Um kvöldið gerir heiðbirtu, og
borgarbúar efna til mestu hátiðar
ársins á Skansinum. Það er mið-
sumarsnæturgleðin, J ónsmessuhá-
tíðin.
Af Skansinum er víðsýni mikið
yfir borgina. Litir hennar, ungir
og hreinir eftir regnið, og spegl-
unin í vatninu kyrr og skýr. Það
eru tvær borgir, önnur á hólmun-
um grænu, hin i kyrrum vants-
fletinum.
Og hvar sem þú leggur leið þína
um Skansinn í kvöld, sérð þú dans-
andi og fagnandi fólk. Þúsundir-
irnar dansa og syngja. Gamlir og
ungir stíga þjóðdansa og syngja
kvæðin sín góðu. Það er dansað i
stórum og smáum hópuin, á opn-
um svæðum í kringum íðilgrænar
maistengur, og á pöllum er dansað,
og á gangstígum er dansað. Fortíð
og nútið kallast á og verða eitt i
söng og dansi.
Rökkrið færist yfir, og borgar
ljósin kvikna. Það verður mikill
ljósagangur og göldróttur. Borgirn-
ar tvær, sú á liólmunum og sú í
vatninu, renna saman i eitt óað-
greinanlegt haf skrúðljósa.
Þar sem jólin byrja
í nóvember
Framli. af bls. 21.
— Eruð þið ekki orðnir leiðir
á jólunum, þegar þau svo loksins
koma?
■—- Við erum aldrei leiðir, þegar
bísnissinn gengur vel.
— Hvaða vörur eru nú mest
keyptar?
— Gæruskinn og ullarvörur. Og
svo margt og margt. Silfurmunir,
hvaltennur, brúður í íslenzka bún-
ingnum o. s. frv.
-— Hvað hafið þið sent lengst?
— Til Japan. Og Hong Kong. Um
alian heim má segja. Það er að
segja allan hnöttinn.
Annar maður er áhrifamikill í
Rammagerðinni. Hann lieitir Hauk-
ur Gunnarsson. Hann er sérfræðing-
ur í minjagripum og sölu þeirra,
og þá náttúrlega ekki hvað sízt í
sambandi við jólasendingar til
útlanda.
— Jólianncs sagði mér, að þær
vörur, sem mest seldust í þessu
væru gæruskinn og ullarvörur. Þú
samþykkir það væntanlega?
— Já, það geri ég liiklaust.
— En hvað um smávörur eins
og aska og rokka?
— Þær fara meira til Vestur-
íslendinga og annarra, sem þekkja
meira til lands og þjóðar. Túristar
kaupa meira praktíska hluti eins
og gæruskinn og ullarvörur, mikið
al' peysum t. d. Gagnvart krökkum
cr mest um sölu á ullarvörum.
— Þú ert fylgjandi þvi, að setja
jólaútstillinguna upp svona
snemma?
— Já, þar sem hún á við eins
og hér. Það væri náttúrlega hlá-
legt að setja liana upp i matvöru-
verzlunum, til dæmis. Og þó, kon-
urnar geta náttúrlega farið að
byrja á smákökunum þær geymast
svo vel.
— Hafa allar ykkar sendingar
komið fram með skilum?
— Já. allar okkar sendingar, sem
frá okkur fara eru tryggðar lijá
tryggingafélögum, og t. d. i fyrra
kom ekki cin cinasta kvörtun yfir
því, að sending hefði misfarizt.
Hins vegar komu margir eftir svo
sem tvo mánuði, frá þvi að send-
ingin fór af stað, og kvörtuðu yfir
að hún væri elcki komin fram. Þá
var hún bara á leiðinni. Þetta fer
svo hægt.
— Hvaða vörur eru það, sem
þið sendið til Hong Ivong? Ekki
sendið þið gæruskinn þangað?
— Nei, það eru fremur smávörur,
sem hafa sérstakt gildi fyrir ísland.
★
VlKAtí 27