Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 8
Hún var gift yfir- manni hans, svo að ást þeirra var vonlaus frá upphafi og jpar oð auki lífshættuleg — Þér ættuð ekki að fara alvcg strax. Constance V. Arbach leit biðjandi augum á unga sjóliðsfor- ingjann Jörgen Eyden og kom laus- lega við handlegg hans. Eins og venjulega vakti snerting hennar hjá honum heitar tilfinningar, sem hann þorði varla að kannast við. Að vísu hafði hann fyrir löngu séð i gegnum það, hvernig hún reyndi, svo að lítið bar á, að losna við hina gestina, svo að þau gætu verið ein. En hún var eiginkona yfir- manns hans, og hann mátti ekki skilja þetta á annan veg en þann, að henni þætti skemmtilegra að tala við hann en frúrnar frá Bergen og kaupmannasynina, sem voru vön að koma i boð hennar. — Frú mín góð mig langar til að vera lengur, það er ekkert, sem ég kysi fremur, en höfuðsmaður- inn bíður eftþ- mér. Hann hefur kvatt mig á áríðandi ráðstefnu. — Hún fitjaði upp á nefið og brosti til hans. Hann kyssti hæ- versklega á hönd hennar. — Það hefur liann gert af á- settu ráði, harðstjórinn sá arna. Hann hafði orð á þvi um daginn, að þér vanræktuð aldrei boð mín. — Þetta er alveg rétt hjá honum, sagði Jörgen utan við sig. Ætli hún hafi nokkra hugmynd um, hversu heitt ég elska hana? — Ég sagði honum, að af hinum ungu liðsforingjum hans væruð þér sá eini, sem kynni mannasiði og hagaði sér samkvæmt því, sagði hún og stóð upp af legubekknum og gekk til hans. — Kjóll hennar var svo fleginn, að vel mátti greina hinn hvelfda barm hennar. Það lá við, að hann missti alla stjórn á sér, og þegar hún eins og ósjálf- rátt færði sig nær honum, var hon- um öllum lokið. Hann faðmaði hana og kyssti varir hennar. Hin æðisgengna þrá, sem hann hafði verið altekinn undanfarnar vikur, fólst í þessum kossi, og nú vissi hann, að hún hafði einnig þráð hann. Það, sem nú gerðisti var ó- hjákvæmilegt. Hann sleppti henni og hvislaði: — Constance, ef þú vissir, hve oft ég hefi þráð þessa stund . . . — Mér hefur verið það ljóst, sagði hún, en við höfum alltaf ver- ið umkringd af fólki, og svo er það maðurinn minn. Koss hennar brann enn þá á vörum hans, þegar hann lagði af stað til að hitta V. Arbach höfuðs- mann. Hugsanir hans voru allar á ringulreið. Hann var á leið til höfuðsmannsins og var nýbúinn að játa eiginkonu hans ást sína. Hann liafði ástæðu til að skamm- ast sín, því að þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði brugðizt skyldu sinni á hinni skjótu frama- braut i stríðinu við England. Frá þvi að flotinn beið hinn smánar- lega ósigur árið 1807, liafði hann ákveðið" að gera allt, sem í hans valdi stæði, til að endurheimta sæmd ríkisins. Þó að hann væri norskur og hefði mestan áhuga á því, að Noregur öðlaðist fullkomið sjálfstæði, barðist hann af þegn- skap fyrir Danmörku og Noreg og hafði áunnið sér heiður i mörg- um blóðugum bardögum. Nú hefði hann átt að lita á sjálfan sig sem ærulausan mann, en ekki gerði lianp það, Aftur á móti fannst hon- um, að hinn rpiðaldra höfuðsmað- ur hefði ajls ekki átt að kvænast liinni kornungu Constance. Hún hafði verið peydd til að giftast honum. Það vissu allir i Bergen. IJinir auðugu foreldrar henpar vildu, að hún giftist tignum manni, og hinn bláfátæki liöfuðsmaður liafði gefið henni nafn sitt í stað- inn fyrir ríkulegan heimanmund. Þegar hann kom á skrifstofu V. Arbachs höfuðsmanns, varð honum enn gramara i geði. Þeir stóðu hvor andspænis öðrum, þessir tveir menn, höfuðsmaðurinn gildvaxinn, andlitið sterkbyggt og hrukkótt, blá, gáfuleg augu undir loðnum, gráum augabrúnum, —■ flotaforing- inn ungur, dökkhærður, hávaxinn, jjjálfaður liðsforingi. Hin einlægu, brúnu augu voru hið eina, sem gat lýst öðrum tilfinningum cn þeim, sem hermannsskyldan bauð . . . V. Arbach hallaði sér upp að gluggakarminum og virti Jörgen fyrir sér um stund, og unga liðs- foringjanum datt allt í einu i hug, að ef til vill hefði hann nú þegar heyrt um liann og Constance. En þegar höfuðsmaðurinn loks tók til máls, var það um allt annað. — Ég hef viðfangsefni fyrir yður, Eyden liðsforingi, sagði hann. — Ég er reiðubúinn. — Þér kannizt við brezka brigg- skipið, sem við tókum vikuna, sem ieið? B VUCAU

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.