Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 18
Litla sagan: V iðskipta vinur inn eftir Birthu Östergaard Viðskiptavinurinn hefur alltaf á réttu að standa, segir máltækið. Ung og hávaxin stúlka í bláum göngufötum virti rækilega fyrir sér framhlið snyrtivöruverzlunar- innar, eins og hún væri að meta hana með sjálfri sér. Síðan yppti hún öxlum, opnaði búðardyrnar og gekk inn. Þetta var í miðdegisverðartím- anum, milli tólf og eitt. Afgreiðslu- stúlkan sat inni í hliðarherberg- inu, snæddi nesti sitt og las í vikuriti. Hún var sokkin niður í sögu um tvo elskendur á ey, bar sem annars voru engir nema villi- menn og vísundar, þegar hinn ný- komni viðskiptavinur hrópaði með augljósri óþolinmæði í rómnum: „Hvernig er það, er enginn við afgreiðslu i þessari holu? Ég hef engan tima til að standa hér og láta hafa mig að fífli.“ Afgreiðslustúlkan fleygði blað- ínu frá sér, hrækti síðustu leif- unum af fiskbollunni í pappírs- körfuna og þaut fram í búðina. —• Afsakið, frú, hvað get ég gert fyrir yður? stamaði hún í fátinu, sem á hana hafði komið. Aðkomukonan starði reiðulega á hana. — Þurrkið yður um munninn, áður en þér talið, sagði hún. Hvers konar dónaafgreiðsla er það, sem þér stundið hér? — Mér þykir það mjög leitt, frú, en ... — Þér getið sparað yður allar útskýringar, og sparið yður að hafa i frammi ósvífni. Þér skuluð vita, að ég geri mér ekki að góðu neitt því líkt af yðar hálfu. Það hljóta að vera takmörk fyrir öllu, og slík framkoma er sannarlega einum of ókurteis. Hafið þér aldrei lært, hvernig á að afgreiða við- skiptavin, má ég spyrja? — Það ... — Já, þakka yður fyrir, þér eruð búin að segja nóg. Ég ætla að bera fram umkvörtun um yður við fyrsta tækifæri. Ég ætla að skrifa smágrein um yður í blöðin, það veit sá eini, að það skal ég gera. Hugsa sér, að slíkt og því- líkt skuli maður verða að eiga yfir höíðinu nú á dögum. Slíkur og þvílíkur rustaskapur, það verð ég að segja, þetta er bara hneyksli. Eigið þér ekki til nokkra kurteisi eða háttvísi í eigu yðar, mann- eskja? — Ég ... Framhald á bls. 29. í skólanum Nú ber vel í veiði. Þegar við kom- um í Handíða- og Myndlistarskólann, en hann er til húsa í Skipholti 1, er hópur nemenda að fara í tíma og er verkefnið, að teikna fyrirsætu. Fyrirsætan tekur sér stöðu og sú staða mæld i tíma, er hátt á annan klukkutíma. Hún stendur grafkyrr, deplar varla augunum Það eru fáir sem hafa þrek í slíkt. Við reynum að láta fara vel um okkur, trufla engan, en reyna þó að fylgjast með hvernig vinnubrögð manna eru. Einir tólf nemendur und- ir leiðsögn kennara eru í tíma. Það er varla hægt að fylgjast. nema með þeim, sem nálægastir sitja. Einn situr lengi hugsi, teiknar lítið í einu, smám saman mætast útlínur. Svo er hætt í bili, fitlað við blýant, annar tekinn, skoðaður, greinilega ekki nógu góður. Hann leggur blýantinn frá sér og virðir fyrir sér fyrirsæt- una. Kennarinn gengur um og virðir fyrir sér teikninganar, bendir og segir eitthvað í hálfum hljóðum. Það heyrast ekki orðaskil, hann er of langt frá. Við einn ræðir hann lengi, dregur fingur yfir pappírinn og svona koll af kolli. Áður en varir er komið hlé. Fyrirsætan er greinilega fegin. Nú náum við tali af kennaranum og spyrjum um ýsma tilhögun. Þar á meðal langar okkur til að vita hvernig á því standi, að fyrirsæta sé nauðsynleg. Hann hlær við og segir að ekki sé hlaupið að því að útskýra það T. d. megi nefna það, að fyrir- sæta gefur meiri hreyfingarmögu- leika. Öll innbyrðis líkamshlutföll breytast færi hún þungann af hægri fæti yfir á vinstri og þar fram eftir Nemendurnir í kaffihléi. götunum. Við það verður viðfangs- efnið margþættara og svo eru litirnir, sem að visu koma ekki fram í blý- antsteikningum, það er að segja, það er ekki alveg rétt með farið, menn geta vissulega teiknað með litblýönt- um, oinn er að því núna, eins og þið kannske sáuð. Nú, en þó menn teikni með svörtum lit, þá er birtan ekki söm og þannig er margt sem gerir það að verkum að fyrirsæta er nauð- synleg. Það er hægt að fallast á þetta, sem góða og gilda skýringu fyrir leik- menn. Varla er við því að búast að við gerum okkur fullkomlega grein fyrir öllu sem á góma ber, kennarinn segir einnig að flest sem að list lýtur sé umdeilanlegt og ekki gott að koma sér saman um þá hluti. Hléið er & enda og við förum inn aftur. Það líður ekki á löngu, þá er sá fyrsti búinn og til þess að missa ekki af fólkinu þá er myndavélin Kennslustund. tekin upp og teknar nokkrar myndir af hópnum. Það vildi svo illa til að ekki var hægt að ná öllum á mynd svo allt að því helmingur varð út- undan. Við röbbum við kennarann og þar á meðal um nemendafjölda og kennaraval. Hann segist ekki geta sagt okkur um það, þvi bæði væri hann ekki nema með brot af nem- endum og svo væri hitt allavega skipt. Hann lét olckur i té starfsskrá Mynd- listarskólans og í henni mátti sjá, að í fyrsta lagi skiptist skólinn í dag- deildir og námskeið og i öðru lagi dagdeildir i fjórar undirdeildir og undirdeildirnar enn í kennslugreinar. Námskeiðin eru skipt i eina ellefu flokka og þeim aftur I námsgreinar. Skráin er hátt á þriðju síðu, fjölrit- uð á arkir heldur stærri en véirit- unarpappir. Það er þá kannske hægt að gera sér í hugarlund hversu yfir gripsmikið kennslustarfið er og ekki hægt að gera því viðhlitandi skil nema í hálfgerðri doktorsritgerð. En hann gat sagt okkur undan og ofan af kennslu í málaralist. Það væri teikn- un eins og við sáum svo væru aðrir kennarar, sem kenndu flatarsamsetn- ingar og skreytingarmálun. Við báð- um hann um að nefna okkur dæmi um skreytingarmálun. Það er ein- mitt verið að því núna að kenna skreytingu á diskum. Nemendur mála í botna og á jaðra diskanna ýmis mynztur. Nú líður að þvi, að kennarinn verð- ur aftur að huga að nemendum og við tökum saman okkar dót, lítum með velþóknun á mannfólkið og förum. ittu þetta? Kvenfólkið fyrst, sagði óþekkti sjó- maðurinn og bezt er að halda sér við það. Hafirðu ekki fengið eitthvað af þessu i jólagjöf, þá er tækifærið fyrir þig, að fá þér það fyrir gamlárskvöld. Taskan er haldlaus og mjög þægi- leg í leikhúsferð eða á skemmtistað. Hún kostar um 200.00 kr. Hanzkarnir eru randsaumaðir úr fínasta geitaskinni og fást í ýmsum litum. Verðið á þeim er úr 250.00 í 300 00 kr. Svo er nú þetta skemmtilega snyrtiveski, þægilegt í meðförum, úr leðri og kostar um 125.00 kr. 10 VUCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.