Vikan - 29.12.1960, Side 25
— Sefurðu mikið Einar?
— Það er misjafnt.
— Hefurðu eirð í þér til að sofa?
— Það er afleitt að vera í bælinu, þá er bakið
allra verst.
— Ertu ekki nautsterkur?
— Sæmilega bara, ekkert meira. Af hverju
spyrðu að Því?
—• Mér datt það í hug, af því þú ert svo
kraftalega vaxinn.
-— Þeir hafa haldið það sumir, að ég væri
sterkur, og kannski hefur það bjargað manni.
— Hvað áttu við?
— Þeir þorðu siður í mann, þegar eitthvað
var misjafnt á ferðinni.
—■ Þú meinar í slagsmálum í útlendum höfnum?
— Ég lenti ekkert i því. Það kom fyrir, að
kyndararnir lentu í slag. Ég skarst aldrei i þann
leik. Það er betra að fara með friði.
—• Þú ert sem sagt friðsamur maður, E'inar.
— Já, ég er frekar laus við vígamennsku.
— Heldurðu, að það hefði ekki verið gaman
að vera uppi á vikingaöldinni og bíta í skjaldar-
rendur og höggva strandhögg?
— Maður getur ekki sagt um það. Þeir fengu
allt öðruvísi uppeldi en við, og það er uppeldið,
sem ræður því, hvernig maður verður.
— Það hefur líklega verið gott uppeldi, sem
þú fékkst í Ölfusinu?
— Já, ég hugsa Það. Ég ólst upp hjá afa min-
um á Grímslæk, og hann var talinn hæggerður
og friðsamur maður.
— Og nú ertu hér.
— Já, búinn að vera i niu ár um áramótin.
— Ég þarf varla að spyrja, ég sé, að þér finnst
hlutskipti þitt dásamlegt.
— Mér likar bara vel við þetta.
•— Þú ert kominn i andlegt samband við geym-
ana. Dreymir þig ekki rafgeyma á næturnar?
— Það kemur fyrir. Stundum gleymi ég, hvar
ég hef látið einn og einn geymi, og þá vakna
ég kannski um miðja nótt, og þá rennur það upp
fyrir mér, hvar þeir eru.
— Færðu ekki stundum straum í þig, þegar
þú handleikur rafleiðslurnar berhentur?
— Ég hef aldrei fengið straum.
— Þá ertu líklega ónæmur fyrir rafmagni. Er
það satt, að þú þekkir alla bílgeyma, sem hingað
hafa komið?
—- Ef ég sé mann og bíl, þá man ég oftast,
hvernig geymirinn lítur út. Það hefur einhvern
veginn komið af sjálfu sér.
— Þeir voru að segja áðan, að þú ættir Blá-
fjöllin.
— Það er bara vitleysa. Þeir eiga þau í Sel-
voginum. En ég fer þangað stundum, — ja, oft-
ast reyndar um hverja helgi.
—• Gangandi?
— Fyrst á bíl eins langt og komizt verður, og
síðan geng ég, — stundum líka upp í Meitil og
Hengil.
—• Gengurðu þá upp á þessi fjöll?
— Oftast upp á eitt fjall um hverja helgi.
— Fjöllin eru þín tilbreyting frá rafgeymun-
um. Sérðu alltaf eitthvað nýtt i hvert sinn?
— Það er sama, hvað ég fer oft, ég sé alltaf
eitthvað, sem ég hef ekki tekið eftir. Og Þó finnst
mér, að ég þekki hvern stein í fjaligarðinum.
— Ertu ekki yfirleitt mjög bjartsýnn, Einar?
— Ég hugsa ekkert um það,'— ég bara dunda
mér svona í rólegheitum.
— Þú hefur ekkert komið nærri pólitik?
— Nei, það finnst mér fráleitt.
— Einhver verður nú samt að stjórna land-
inu?
— Það er satt, en það eru nógu margir til
þcss. Áhugamálin eru svo mismunandi.
Ilurðin á skonsunni opnað'st, það var ungur
maður að leita að Einari. Hailn kvartaði um það,
að geymirinn í bilnum sínum væri víst ónýtur.
Einar spratt upp, allshugar feginn og ljómaði
við tilhugsunina um geyminn og sagði við unga
manninn: — Það er bara botnfall í geyminum.
Hann er sjálfsagt ónýtur. Við skulum koma og
ahuga málið.
Svo þóttist hann hafa himin höndum tek'ð að
komast út í rigninguna og kalsann, og ég sá
hann ekki, fyrr en hann hafði komið öðrum
geymi í bil unga mannsins í stað hins ónýta.
Hann ætlaði að lána honurn geyminn, þar til
hann væri búinn að kaupa sér nýjan. Það var
ekki hægt að láta manninn fara geymislausan.
Svo k'om hann aftur inn í skonsuna.
—■ Jæja, Einar, geymirinn hefur verið ónýtur?
— Já, hann var gerónýtur, lasm.
— Þú þekkir geymana jafnt að innan sem
utan?
— Maður er alltaf að læra. Á hverjum einasta
degi lærir maður eitthvað nýtt.
•— Hvað gerir þú þér fleira til skemmtunar
en ganga á fjöll?
Framhald á bls. 33.
Einu sinni var______
Þegar verið var að grafa í
ávaxtagarði nokkrum í Vín,
komu menn niður á leifar af
ástarharmleik frá áttundu öld
eftir Krist. Þarna niðri lágu
tvær beinagrindur hlekkjaðar
hvor við aðra. Önnur var af
þrjátíu árá gamalli konu, lít-
illi og grannri, og hin af um
það bil fertugum manni, sterk-
lega byggðum. Þau lágu þann-
ig, að höfuð mannsins lá við
fætur konunnar og höfuð
hennar við fætur hans. Þann-
ig var framhjáhaldi refsað í
þá daga. Ifonan og hinn ó-
löglegi elshugi hennar voru
hlekkjuð hvort við annað, og
síðan var konan drepin, en
maðurinn, — öðrum í sama
ástandi til viðvörunar og
hræðslu, — fékk leyfi til að
deyja úr sulti við hlið sinnar
látnu ástmeyjar.
Sálfrœðingurinn: „Kæra frú,
þér skuluð engar áhyggjur
hafa af því, þó að maðurinn
yðar haldi, að hann sé ísskáp-
ur. Það gengur yfir eíns og allt
annað.“
Frúin: „Já, en skiljið þér,
liann sefur með opinn munninn,
og þá heldur litli lampinn, sem
er þarna inni í, vöku fyrir mér.“
Lízt ykkur ekki vel á mig?
Ég heiti Zita og er ættuS
frá Möltu, annars er ég fædd
í Austurríki og alin upp í
Ameríku. Nú sem stendur bý
ég í Osló, og þegar þessi mynd
er tekin af mér, var ég i heim-
sókn í Elverum. Ætt min er
einhver .elzti hundaættbálk-
ur í heimi, og mjög fáir liund-
ar af minu kyni eru nú til
i heiminum. Fyrir utan það
er ég mjög falleg, eða finnst
ykkur það ekki? Það er ekki
þar með sagt, að ég sé að aug-
lýsa el'tir „ektamaka“ á Is-
iandi, siður en svo, því að
ég lief nóg af þeim. En livað
cg vildi sagt hafa, — ég hef
heyrt það, að hundahald eigi
algjörlega að taka fyrir þarna
Iijá ykkur, því sendi ég hér
með mólmælaorðsendingu
sem einliver tignasti hundur
í heiminum. Ég vona, að ykk-
ar háu herrar laki lillit til
þess, að það get ég sagt ykk-
ur, að ég hef haft áhrif á
marga tigna menn, þótt ekki
sé nema bara með útlitinu.
Beztu kveðjur til allra hunda
á íslandi. Zita.
Lítið ekki á stúlkuna.
Horfið ekki of mikið á stúlk-
una, þvi að það er rúmið, sem
við ætlum að vekja athygli
ykkur á, en ekki stúlkan, þó
að stúlka sé auðvitað alitaf
stúlka, — en nóg um það. Und-
ir koddanum í rúminu er kom-
ið fyrir tæki, sem suðar í. Það
á að hjálpa þeim til að sofa,
sem sofa í sama rúmi eða her-
bergi og þeir, sem hrjóta.
Strax og hroturnar byrja, er
þrýst á hnapp og þá upphefst
suð, sem rannsóknum sam-
kvæmt á að fá hina hrjótandi
til að snúa sér upp í horr. og
hætta. Þetta er að sjúlfsögðu
bandarisk uppfinning.
Rithöfundurinn Ernest Hem-
ingway og kvikmyndaleikkon-
an Marlene Dietrich hafa í
mörg ár verið góðir vinir, og
þegar þau hittast, taka þau
gjarnan upp heimspekilegar
samræður. Marlene heimsóiti
nýlega Ilemingway á heimili
hans á Kúbu, og þá ræddu þau
meðal annars um kurieisa
menn.
Kurteis maður, sagði Hem-
ingway og blés í skeggið, —
það eru ekki Iengur til kurt-
eisir menn í heiminum.
Það er alls ekki satt, sagði
Marlene.
Jæjs, segðu mér, hvernig
maður þér finnst kurteis mað-
ur vera, sagði Hcmingway.
Gjarnan, svaraði Marlene.
Kurteis maour er maður, sem
alltaf er tilbúinn að vernda
konu gagnvart öllum nema
sjálfum sér.
Það er alls ekki svo einfalt
að vera fegurðardrottning og
verða að lireyfa sig glæsilega
og eins og fegurðardrottningu
sæmir fyrir framan ljós-
myndavélina, svo að það er
bezt að hyrja að æfa sig í
tíma, hugsað' hin fjögra ára
gamla Sabina Franklin, um
leið og hún fór í háhælaða
skó og sundbol. Eftir á að
hyggja var þetta á grimuballi
í Danmörku, og þar vakti hún
ekkert sérstaka athygli, en
biðið ]iið bara, þangað til hún
stæickar ...
Mér þætti gaman að vita,
hvað strákfjandinn hérna
niðri hefur fengið í jólagjöf.
VIJÍAN 25