Vikan


Vikan - 29.12.1960, Page 33

Vikan - 29.12.1960, Page 33
Skipun höfuðmannsins Framhald af bls. 9. Hvers vegna sögðuð þér mér þetta ekki strax? Hann beit á vörina og reyndi að stilla sig. -— Þakka yður fyrir, liðþjálfi. Látið skipstjórann gefa mér skýrslu, strax og hann kemur. Þegar liðþjálfinn var farinn, gekk Arbach út að glugganum. Honum var mjög órótt, en engin svip- brigði sáust á andliti hans. Hvers vegna hafði Lemberg skipstjóri ekki sökkt skipinu, eins og hann hafði fyrirmæli um? Kannski höfðu þeir drepið Eyden liðsforingja og híift skipinu? Það hlaut að vera skýringin. Að rúmri klukkustund liðinni heyrðist fótatak fyrir utan. Siðan var barið að dyrum. Hann sneri sér við. — Já, komið bara inn, kallaði hann. Hermaðurinn, sem gekk inn, sagði: — Jörgen Eyden liðsforingi tilkynnir komu sína, lir. höfuðs- maður. Arbach náfölnaði og hörfaði aft- ur á bak. -—- Það getur ekki verið. En Jörgen Eyden kom inn ásamt bátsmanninum á Lady of 'Bruns- wick og skipstjóranum á Avalon, sem var með höndina í fatla eftir sverðshögg. Það var steinhljóð á skrifstof- unni. Yarir höfuðsmannsins skulfu, en Jörgen varð fyrstur til að rjúfa þögnina. -—- Ég kom i veg fyrir flótta á- hafnarinnar og lét Avalon breyta um stefnu. Með því að fórna tveim- ur mönnum brutum við mótspyrn- una á bak aftur. Skipstjórinn særð- ist, og átta menn fórust, sagði hann stuttur í spuna. Þér ættuð ckki að vera með nein látalæti, höfuðs- maður. Þessir tveir menn hafa sagt mér fyrirskipun yðar. Sem snöggvast leit út fyrir, að höfuðsmaðurinn ætlaði að sleppa sér, en svo var eins og hann gæfi allt frá sér. Enginn hinna þriggja gerði tilraun til að stöðva hann, þegar hann gekk út. ■— Maðurinn minn er horfinn, sagði Constance flaumósa. Hún var rjóð í framan eins og hún kæmi af hlaupum. — Við vitum það, svaraði Jörgen — við liöfum sent menji til að leita hans. — Hvað hefur eiginlega komið fyrir? spurði hún. — Það hefur gerzt svo margt, að ekki er hægt að skýra frá þvi i stuttu máli. Síðan hann fór af skrifstofunni i gær, hefur enginn séð liann. Constance, ég er hrædd- ur um, að . . . — Já, það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er dáinn. En segðu mér, hvernig vildi þetta til? ■—■ Þetta verður erfitt fyrir þig fyrst í stað, livort sem hann finnst eða ekki. — Hann reyndi að drepa þig. Þér stoðar ekki að mótmæla þessu, Jörgen. Hún leit á bann og hélt áfram. — En ef annar hvor ykkar varð að deyja, er ég fegin, að það var hann. Hann brosti bliðlega og kyssti hönd hennar. — Ef við stöndum saman, Constance, fer allt vel að lokum. Það var barið að dyrum. Sendi- boðinn var kominn. Jörgen þrýsti hönd hennar. Þau vissu bæði, livaða fréttir liann liafði að færa. ★ Bláfjöll og rafgeymar Framhald af bls. 24. — Það er nú lítiö. Maður fer oftast beint heim að sofa. Stundum lít ég í bók á kvöldin. — Hvað lestu þá helzt? — Það eru nú helzt bækur um rafgeyma. Ég hef keypt allar bækur, sem ég hef náð í um það efni og lesið þær. Ég les ekki mikið í einu, bara soldið, um leið og ég sofna. — Færðu ekki sumarfrí? — 1 sumar hafði ég ekki tima til þess, en annars hef ég alltaf fengið sumarfri. — Hvað hefstu þá að? — Þá hef ég farið með Ferðafélaginu út á land. — Það var og. Þú ert þá víðar kunnugur en í Reykjanesf jallgarðinum ? — Bara pinulítið. Mér finnst gaman í þessum ferðum. — Ert þú maður kvæntur, E’inar? — Nei. — Jæja, svo að þú átt ekki konu, það var kaldranalegt. — Ekki hefur nú borið á því. — Þér hefur alltaf verið nógu heitt þrátt fyrir konuleysi? —. Frekar, að mér hafi verið of heitt. — Það er líka alveg eins gott að eiga viðhöld hingað og þangað og binda sig ekki. — Ekkert kvennafar hér. Það er bara ávani. — Ávani getur verið góður eða slæmur. — Kvennafar er svona álíka og brennivín. — Hefurðu þá lika látið brennivínið eiga sig? Það megna engir heimsins freistarar að róta við þér. Fékkstu þér ekki einn gráan. í útlendum höfnum, þegar þú sigldir á togaranum? — Maður drakk í mesta lagi einn bjór. — Aðeins einn? — Já, það kom aldrei fyrir, að ég drykki meira. — Það hefur þó verið skemmtileg tilbreyting að koma í land eftir sjóvolkið? —■ Ekki fyrir mig. Mér leið bezt á sjónum og hlakkaði ekki til þess að koma í land. Ég gæti eins hugsað mér að fara aftur á sjó. — Varstu ekkert sjóhræddur? — Það var ég ekki. Eg hugsa, að maður verði ekki sjóhræddur, nema eitthvað komi fyrir, sjáv- arháski eða þess háttar. — Lentir þú ekki í sjávarháska? — Ekki teljandi. Það brotnuðu bátar og urðu smávegis ákomur, eins og til dæmis þegar Sindri fórst. Við vorum þá rétt á eftir, og sjórinn fór niður í lúkar. — Hvernig ferðu að því að vera alltaf í svona góðu skapi, Einar? — Það er víst vöggugjöf. — Leiðist þér aldrei? — Nei, mér hefur aldrei leiðzt, og það er sama, þó að ég sé aleinn. — Þegar þú vaknar á morgnana, þá hlakkar þú kannski til Þess að byrja að vinna? — Ég veit ekki, hvort það er beinlinis tilhlökk- un, en ég kann betur við að vera mættur á rétt- um tíma. + — Með þessu móti get ég sofið tveim og hálfri mínútu lengur á morgnana. Kári Eiríksson Framhald af bls. 10. — Hvað er fram undan hjá þér? Verður þú eitthvað áfram hér í þess- um sal? — Nei, ég er að pakka saman. Það á að fara að kenna hér, og ég er á förum út. — Og hvert nú? — Aftur til ítalíu. Já, Italía er paradís fyrir málara. Ég sótti um styrk til ítalska ríkisins, meira af rælni en að ég byggist við neinu frá þeim. En svo kom svarið, og það var jákvætt, — meira að segja sæmilegur styrkur. — E’ru ekki einhver fyrirmæli um það, hvernig þú eigir að nota styrk- inn? — Jú, það er eindregið ætlazt til þess, að maöur sæki skóla, og ég hef innritazt í skóla í Róm. Það ætti að verða margt að sjá í hinni eilífu borg á hæðunum sjö, og ég er hreint ekki viss um, að ég sæki skólann að neinu ráði. Aðalatriðið er að vinna, og ég hef fengið ágæta aðstöðu til þess. Svo sjáum við, hvað setur með vorinu. a- MAGIRUS-DEIITZ HUMBOLDT Til lands og sjávar ÐIESEL VELAR 3 til 2000 hö. KLÖCKNER-HUMBOLDT-DEUTZ A G • K Ö L N Hiutafélagið HAIHAR REVKJAVÍK VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.