Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 4
KEPPNISTILHÖGUN A LEIKUNUM. Leikarnir voru haldnir, þegar fyrst var fullt tungl eftir sumarsólhvörf, og stóðu í fimm daga. Þegar leið að leik- unum, fóru hoðberar um hellensku borgríkin og tilkynntu, að leikirnir mundu senn hefjast. En mánuði áður en leik- arnir fóru fram, komu þátttakendur saruan í Elis til œf- inga, þar sem að líkindum voru valdir frægustu menn til Jeikanna. í dögun fyrst dags mótsins færðu prestar guðunum fórnir venjum samkvæmt. Lúðrar voru þeyttir. Helladoníkerarnir Fyrstu Ólýmpíuleikarnir voru haldnir árið 776 fyr- ir Krist. Þá var hátíðin einkum trúarlegs eðlis og keppt var í hlaupum, fimmtarþraut, glímu, hnefaleikum, kappakstri í norðvesturhorni Pelopsskaga, dagleið frá Aþenu, er Ólýmpía i Elis-sveit. Þar er undurfagurt og hrikalegt lands- lag, þar sem elfan Alpheios rennur eftir skrúðugu dalverpi. Leikvangur Ólýmpiuleikanna að fornu, sem talinn er fyrst hafa verið notaður árið 776 f. Kr. er stór og tignarlegur, — stolt Grikkja. Margir sagnfræðingar telja leikana jafnvel hafa verið haldna enn fyrr. En Ólympía var jafnkunn i griskri Goðafræði. íþróttir Forn-Grikkja voru nátengdar dýrkun Seifs, guðs laga og réttar. Sonur hans, Herakles, ímynd karlmennsku og likamshreysti, er talinn hafa hvatt til leik- anna, en það var Pelops, ættarfaðir Pelopída, sem á hinn jarðneska heiður skilinn. Sjálft hálendið fyrir ofan Ólympíu heitir Krónos, í höfuðið á föður Seifs. Svæðið helga í Olympiu hét Altis, umlukt löngum múr, 200x175 metrar að stærð. Sjálfur leikvangurinn lá utan þessa svæðis, en innan múrveggjanna var liið tignarlega hof Seifs, 64 metra langt og 27 metra hátt umlukt 19 súlum. Inni í hofinu var hin nafntogaða stytta Fídíasar af Seifi, 12 metra há, úr gulli og filabeini. Á miðju svæðinu var altari Seifs, og úti við múrvegginn var hof Heru ásamt styttunni af Heraklesi. Að baki þess var Pyrtaneion, þar sem ólympiueldurinn log- aði á altari Hestinu. Þar neyttu einnig sigurvegararnir matar sins. Fjöldi annarra hofa og bygginga var auk þess i Altis. Sáttmálinn um algeran frið milli hellensku borg- ríkjanna 1 tvo mánuði á undan leikunum og meðan þeir voru haldnir, lá i hofi Heru, greyptur i kringlu. Einnig er sagt, að hinir ólýmpísku guðir hafi verið fyrstu þátttakendur í leikunum, en mönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir trúa þvi eður eigi. í rauninni voru Ólýmpíuleik- irnir þá annað og meira en einungis iþróttaþrautir. Þarna komu einnig fram skáld Grikkja og lásu kafla úr verkum sín- um. Merkir ræðuskörungar, með Plato i fararbroddi, ávörp- uðu gesti leikanna. Þá voru einnig sýnd merkustu málverk Grikkja. Þarna var einnig Þemistóklesi fagnað eftir hinn fræga sigur hans við Salamis. Grikkir streymdu til Ólýmpíu — ekki einungis til þess að horfa á leikana; þarna komust menn í náin tengsl við guðina. Hvaðanæva voru guðunum færðar dýrindisgjafir, — einkum þó Seifi. Þannig hugsa menn sér, a Víða finnast skreytingar á fornminjum sem sýna keppni á hinum fornu Ólýmpíu-leik- OLYMPÍULEIKAR *• Maraþonhlaup: Lífshættuleg Sem kunnugt er, var Maraþonhlaupið í fyrsta sinn hlaupið árið 490 f. Kr. Þannig lauk glæsilegum sigri gríska hersins. Fregnin um sigurinn var send til AÞenu, og var sendi- maðurinn hermaður að nafni Pheidippides. Hann hljóp vegalengdina, sem er nálægt 42 kílómetrum, eins hratt og hann megnaði, en þegar hann hafði kunngert sigurfregnina, féll hann dauður til jarðar. Maðurinn og hlaupið höfðu skráð Þátt sinn í veraldar- söguna. Þegar Ólympiunefndin kom saman árið 1896, var ráðið að minnast þessa hlaups, og skyldi einn þáttur Ólympiuleikanna vera 26 mílna hlaup. Hlaupið nefndist Maraþon. Það krefst gifurlegar þrautseigju, krafta og Maraþonhlaup hafa þrír íslendingar hlaup- ið: Magnús Guðbjörnsson, Hafsteinn Sveins- son, sem á metið, þegar þetta er skrifað, og Jón Guðlaugsson, sem sést hér á myndinni. hörku. Árið 1908 lagði Itali einn, Dorando Pietri svo hart að sér í þessu hlaupi, að það gekk nær af honum dauðum. Þetta hlaup er skráð í íþróttasöguna mönnum til viðvörunar. Hlaupið hófst í Windsor Castle, og um sextíu þátttakendur lögðu upp í Þetta lang- hlaup til White City. Fyrstu átta mílurnar hljóp Pietri i fararbroddi, en brátt fór Suður- Afríkumaðurinn Hefferson fram úr honum. Aftur náði Pietri forystunni, og nú fylgdi Bandaríkjamaðurinn Hayes fast á eftir. Pietri, sem ekki var beint kraftalegur vexti og vart líklegur til stórræða, virtist hafa neytt síðustu krafta sinna til þess að komast fram úr Hefferson. En af einbeitni hljóp hann enn og bar sigur af hólmi við gífurleg fagn- aðarlæti 100.000 áhorfenda. Menn segja, að spennan hafi verið feiknar- leg og enginn hafi fylgzt með öðrum við- burðum á mótinu, þegar Maraþonhlaupið fór fram. Allir einblíndu á hliðið, þar sem hlaup- ararnir át.tu að koma inn á völlinn. Brátt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.