Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 25
DÆGURLOG
O Myndirnar:
Efst: Carl Möller, GarÖar Karlsson, Björn
Björnsson. 1 miðið: Rúnar Georgsson,
Kjartan Noröfjörö. Neðst: Iiarald G.
Haralds, GuÖjón Margeirsson og svip-
myndir frá dansleik hjá Diskó í Silfur-
tunglinu — „tjúttaÖ“ af fullum krafti'.
Sænski leikstjórinn fræpíi, Ingnar Berg-ian —
sem reyndar oftast skrifar handritin ai' kvik-
myndum sínum s.iálfur og er einnig fra leiðand-
inn, hefur löngum hlotið mikið lbf fvrir kvik-
i.iyndagerð sína sem þó hefur þótt mjög sérstæð
og nýstárleg. Hér er Bergman ísamt ljósmynd-
aranum Gunnari Fisclier og leikkonunni Ingrid
Thulin, og sjáum við ekki betur en hann sé nú
þegar farinn að skýra frá hugmyndum sinum að
næstu kvikmynd.
Björn
1 síðasta blaði birt
um við mynd af Plútó-
sextettinum. Og nú er
röðin komin að Diskó-
sextettinum, sem um
þessar mundir er einn-
ig mjög vinsæl hljóm-
sveit meðal ungling-
anna. Við náðum tali
af stjórnandanum,
Birni Björnssyni, um
daginn og spurðum
hann hvenær þessi
hljómsveit hafi orðið
til.
— Hún var stofnuð
seint í janúar í vetur.
Reyndar höfðum við
flestir leikið saman
áður og þá undir nafninu „Fimm í fullu fjöri",
en er gítarleikarinn og söngvarinn hættu, breytt-
um við nafninu í Diskó og bættum við saxafón-
leikara.
— Hvernig datt ykkur þetta nafn í hug.
— Ég veit það eiginlega ekki, það má segja
að nafnið sé alveg út í loftið, en aðalatriðið er,
að það sé stutt og fari vel i munni. Það er eins
og með nafngiftir á mörgu öðru, t. d. verzlun-
um, að aðstandendur vita naumast hvað nafnið
þýðir, enda fæstir yfirleitt nokkuð að velta því
fyrir sér. Annars geri ég ráð fyrir, að Diskó
eigi rót sina að rekja til ameríska orðsins .,disc“,
sem upprunalega merkir hljómplata.
— Og þið hafið aðallega haldið ykkur við
þessa svokölluðu rokk-músík?
— Já, nær eingöngu, eða réttara sagt leikið
þau dægurlög, sem „ganga“ í það og það skiptið,
og þá mest þau amerísku. 'Enda höfum við alltaf
haft þá áheyrendur, sem ekki vilja heyra annað
en þessa tegund af dansmúsík.
— Hvar hafið þið aðallega leikið?
— Svona hér og þar. Við tókum það nú rólega
í vetur, enda allir í skóla
að reyna að læra eitt-
hvað. En nú í sumar höf-
um við m.a. spilað á Hlé-
garði í Mosfellssveit um
helgar, og annars staðar
fyrir utan bæinn.
— Og sjáið þið sjálfir
um að útvega þessa vinnu
og undirbúa dansleikina?
— Nei, ekki nema að
litlu leyti. Við höfum
ágætan umboðsmann,
Ragnar Tómasson, og
þann skipuleggur og und-
irbýr þetta allt fyrir
okkur. Það er alveg nauð-
synlegt að hafa slíkan að-
stoðarmann eða „redd-
ara“, ef allt á að fara vel.
— En útsetjið þið allt sjálfir?
— Að mestu leyti björgum við okkur sjálfir,
hvort sem um beinar útsetningar er að ræða eða
ekki, en eitthvað svolítið kaupum við líka.
— Og þið ætlið ykkur að spila saman næsta
vetur?
— Já, það verður haldið áfram, á meðan nokkur
vill hlusta!
Þeir, sem leika með Birni í Diskó- sextettinum
eru þeir Kjartan Norðfjörð, sem leikur á víbrafón.
Rúnar Georgsson, tenórsaxafón, Garðar Karlsson,
gitar, Carl Möller, píanó og Guðjón Margeirsson,
bassa. Söngvari með hljómsveitinni er Harald G.
Haralds.
Ýms orð og orðatiltæki eru notuð, þegar skrifað
eða talað er um skák, sem ókunnugir ekki þekkja
og skilja ekki við hvað er átt. Við skulijm taka
t. d. orðið leppicr. Vitið þið hvað það er? Leppur
er maður sá kallaður, sem verndar kóngjnn frá
skák, það er að segja stendur á milli kóngsiris og
einhvers manns þannig að skák væri á kónginn,
ef hann væri ekki. Að leppa er það svo .jtallað,
þegar maður er festur. þannig; hann má ekki
fara frá, því þá er skák á kónginn Þetta orð er
einnig notað þó ekki sé um kónginn að rgeða, t.
d. oft líka þegar um drottninguna er að ræða.
Útlenda orðið tempotap er oft notað yfir það, sem
kalla mætti leiktap. Það þýðir einungis það að
gera ónytsamlegan leik, eins og t. d. að rjúka
með drottninguna út á mitt borð í byrjuji tafls,
en verða svo strax að snúa heim vegna alls konar
ofsöknar. Peðin eru einu mennirnir sem tjfepa á
annan veg en þeir ganga, þau drepa alltaf á ská.
En vitið þið hvað framhjáhlaup er? Þegar peði
er í fyrsta sinn leikið að heiman, og sé leilfið yfir
reit, t. d. d2 til d4, þá getur mótstöðumaðurinn
drepið það { ncesta leik á eftir, með peði sem
stendur við hliðina á peðinu er leikið var, fram,
t. d. ef peð stæði á c4 eða e4. Þá er drepið,þannig
að peðið sem drepur er sett á l eit þann senv peðið
fór yfir, það er d3. Og svona mundi þetta vera
. skrifað: 1. d2—d4 e4xd3 e.p. (eða frhjhl.) jSkamm-
stöfunin e p. táknar franska orðið en passant,
sem þýðir framhjá.
Og svo er hér skákþraut, sem þiö getiö spreytt
ykkur á aö leysa:
ABCDEFG H
Hvítur mátar í 3. leik.
■JBUI 8Ú—SMH '£
'8S—úiN £ú—SJH Z
•iqQX8Syi ii+ Lqxgqa 'I
:NSHVI
BRÉFAVIÐSKIPTI
.Sigurgeir Magnússon og Július Björnsson, skips-
verjar á m/b Einari Þveræing, Ólafsfirði, óska
eftir bréfaviðskiptum við stúlkur á aldrinum 16—
19 ára. Connie Á. Júlíusson, Samtúni og Aud Hall-
grímsson, Friðgeirshúsi, báðar á Eskifirði, við
pilta 16—18 ára. — Bergþóra Ósk Loftsdóttir,
Arnórsstöðum, Jökuldál, N.-Múl., óskar ' eftir
bréfaviðskiptum við 14—16 ára pilta á Seyðis-
firði, Norðfirði eða Eskifirði. — Kristbjörg Þ.
Ásgeirs, Samtúni, Eskifirði, við pilta og stúlkur
16—18 ára.
Við hittum hann nokkrum dögum eftir að hann
kom frá Noregi í sína fyrstu ferð til Sögueyjar-
innar. Hann heitir Jon Geir Höyersten. er frá Oslo
og er átján ára gamall. Við spyrjum hann hvort
hann sé hingað kominn í skemmtiferð.
— Já, fyrst og fremst. Ég hef kynnst inörgum
Islendingum úti i Noregi, hef einnig lesið mikið
um Island og íslenzku þjóðina, og er einn vinur
minn bauð mér að skreppa hingað, tók ég boðinu
feginsamlega.
— Og hvernig lízt þér á dýrðina?
— Ég hef nú ekki séð mikið ennþá, en ég er
viss um að ég verð ,ekki fyrir vonbrigðum. Mér
finnst Islendingar mjög líkir mínum landsmönnum,
bæði í klæðaburði, framkomu og öllum háttum og
sérstaklega finnst mér stúlkurnar hérna fallegar.
— Við hvað hefurðu starfað í Noregi?
— Svona ýmislegt yfir sumartímann, en á
veturna hef ég verið í skóla — verð stúdent næsta
vor.
— Hefurðu hugsað þér að dvelja hérna lengi?
— Svona einn eða tvo mánuði. Ég ætla að
reyna að sjá eins mikið af landinu og ég get á þess-
um stutta tíma, en það er auðvitað mikið undir
veðrinu komið, svo og ýmsu öðru, hve vitt ég get
'arið yfir.
— Ertu búinn að ákveða hvað Þú ætlar að taka
, þegar þú hefur lokið stúdentsprófi?
— Nei, ég er ekki farinn að hugsa um það
ennþá.
— Áttu ekki einhver áhugamál — önnur en
námið?
— Það væri helzt alls konar útilíf og íþrótta-
iðkanir. Einkum þykir mér gaman af því að
spila tennis.
kvikmvndir
SKAK
VIK AN
25