Vikan


Vikan - 18.08.1960, Síða 35

Vikan - 18.08.1960, Síða 35
tekinn í Denver í Colorado. Hann var þar við fyrri iðju sína, en fingraför hans höfðu í þetta sinn komið upp um hann. Hann var sendur yfir Atlantshaf til okkar, og við tókum að rannsaka málið nánar. Pompey var leiddur fyrir réttinn i Old Bailey og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hann mátti vel við una. Hann hafði nefnilega svikið peninga af félaga sínum, en sá brást reiður við og leitaði Pompey uppi með skammbyssu á lofti. En Pompey var þá óhultur inn- an fangelsismúranna. Hann hefði vafalaust verið skotinn til bana, ef félagi hans hefði náð til hans. Á meðan Pompey dúsaði i fang- elsinu, héldu menn leitinni að Thomp- son áfram í öllum álfum heims. Brátt komst ég á sporið. Annar svikari, sem tekinn hafði verið til fanga, bar nefnilega bréf á sér — frá Thompson, stílað á heimilisfang í Róm. Itölsku lögreglunni var þegar gert viðvart, en hún komst von bráðar að þvi, að fuglinn var floginn. Við héldum ár- angurslaust leitinni áfram. Interpol var ekki eins öflugt þá og nú. Þá fengum við vitneskju um, að Thompson hefði haldið til La Plata í Argentínu og reynt að pretta þar óðalsbónda einn. Þaðan hélt hann til Monte Carlo. Við báðum lögregluna í Monaco að handsama hann, en hún treysti sér ekki til þess þar syðra og kaus heldur að reka hann úr landi. í Frakklandi fékk lögreglan málið í sínar hendur. Farið var með Thomp- son um borð í skip í Marseilles og haldið til Englands. Og á hafnarbakk- anum í London beið móttökunefndin hans. Hann var leiddur fyrir rétt í Old Bailey og dæmdur til langrar fangelsisvistar. Fræðslustarf og . . Framhald af bls. 18. — Hvernig kunnir þú við Svía? — Þeir eru mjög kurteisir, en dá- lítið lengi að kynnast. — Mundir þú vilja eiga heima i Svíþjóð? — Nei, ég vil heldur eiga heima hér, og sérstaklega finnst mér, að ég kunni betur að meta landið og þjóðina, siðan ég kom heim. — Fannst þér Svíar vita eitthvað að ráði um ísland? — Furðulega lítið, en samt voru þeir hrifnir af landinu og sögu þess. — Þú ert auðvitað mikil sam- vinnukona, er ekki svo? — Ég er eindregið með því, að fólkið vinni saman, en mér finnst, að pólitfk ætti ekki að vera til í samvinnufélögunum. ^ Eff þ)er eruðfarin að hugsa fyrir sumarferðalaginu þá æfluð þjer að athuga að það er auðveldara nú en áður að velja mafinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðsfólnum í næslu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súpufeningar, sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipstundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allt lyrsja flokks vörur. V I K A N Nýtíxku RÆFHft eldttvél í nýtízku eldhús Nýtízku gerðir Rafha eldavéla fullnægja óskum sérhverrar hús- móður um útlit og gæði, og svo er verðið við hvers manns hæfi. tslenzkar húsmæður velja íslenzk heimilistœki. D.f. RAFTÆKIAVERKSHIOJAH HAFNARFIRÐI — StMAR: 50022 OG 50023 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.