Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 6
Hann horfði á hana eins og maður,
hverfa við sjóndeildarhringinn í óramyrkur heimskautan
Stormurinn ýlfraði fyrir utan gluggann. Ég stakk upp á því við Boris
Kovrov, — rafmagnsfræðinginn okkar, — að við tefldum eina skák,
en hann færðist undan.
— Ég verð að fara til heimskautastöðvarinnar, sagði hann og tók
að skipta um föt.
Hann virti sjáifan sig fyrir sér í speglinum lengi og rannsakandi,
og mér varð ljóst, að hann hlaut að eiga stefnumót við einhvern. Það
voru tveir kílómetrar til heimskautastöðvarinnar, og auk þess hafði
yfirmaður okkar bannað okkur að yfirgefa tægið i hvæsandi byl sem
þessum. Ég minnti Boris á bann þetta, en hann hló bara.
— Það er auðheyrt, að þú ert grænjaxl hér í plássinu! Þessum gaddi
linnir oft ekki hérna allan vetúrinn. Og jafnvel þótt væri hundrað
sekúndumetra stormur, skytdi ég fara lil heimskautastöðvarinnar ...
Hann kom ekki aftur fyrr en um tvöleytið um nóttina og minnti
einna helzt á voldugan snjóskafl.
— Trúir þú á örlög? spurði hann, um leið og hann klæddi sig úr.
Nýju, bláu fötin hans voru lika hvit, — fínn foksnjórinn hafði smogið
inn um skjólklæði hans.
— Hvernig örlög?
— Örlög almennt, auðvitað.
— Já, ég trúi því, að örlögin séu elskendum hliðholl. Annars hefðir
þú naumast komizt lifandi heim.
— Ég skal segja þér dálitið undarlegt, sagði hann. Við Katja gengum
saman í skóla í Leningrad, og ég varð strax þá ástfanginn af henni,
en ég var aðeins drengur og svo feiminn, að ég þorði ekki að tjá til-
finningar mínar. Brátt gleymdi ég henni. Það var ekki fyrr en ég kom
hingað, að ég minntist hennar með undarlegri þrá. Ég hugsaði um hana
á hverjum degi og velti því fyrir mér, hvort hana væri einhvers staðar
að finna ... Og loks, skilurðu, kom það á daginn, að hún var hérna
lika og hafði meira að segja hugsað mikið til min! Er þetta ekki
furðulegt?
— Nú, hvenær verður svo brúðkaupið? spurði ég.
— Bráðum, bróðum. Mér finnst þetta bara liálfvegis eins og ...
Hann hætti snögglega og bætti síðan við þungbrýndur:
— Hún var í þingum við einhvern veiðimann hérna.
Ég spurði hann nánar.
— O, það tekur því ekki að minnast á það. Góða nótt ...
kringum sig. Allir litu við og horfðu á hann, og alli varð hljótt við>
Brúðkaupsins varð sannarlega ekki langt að híða. Nokkrum vikum
síðar hringdi Boris frá heimskautastöðinni.
— Þú verður endilega að lcoma hingað i veizluna! Við búum í nýja
húsinu, — aðrar dyr til vinstri.
Siðustu dagana gekk hann næstum fram af mér með eilifu mólæði
um ástina almennt og þó einkum um ást þá, sem hann bar til loftskeyta-
konunnar Kötju. Ég hafði aldrei séð hana, en samkvæmt lýsingum
Borisar hlaut ég að þekkja hana í hópi þúsunda lcvenna.
Áður en ég lagði af stað til heimskautastöðvarinnar, hélt ég til einu
verzlunarinnar í plássinu, og þar kom ég auga á röð af skinandi, látúns-
settum kaffikönnum.
Þetta verður góð gjöf, hugsaði ég með mér, — bæði falleg og nyt-
söm. Unga afgreiðslustúlkan vafði kaffikönnuna inn i gtæsilegar um-
búðir og rétti mér með dálítið tviræðu brosi.
— Brúðargjöf? spurði hún.
Ég var á hraðri ferð og tók því ekki eftir hinni linitmiðuðu spurn-
ingu hennar. Síðan lagði ég af stað yfir frosið sundið i áttina að heim-
skautastöðinni. Veðrið var dásamlegt, loftið tært og allt baðað í stjarn-