Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 16
TfZKA FYRIR TÁNINGA Við klæðum okkur eftir eigin höfði, segja ungu stúlkurnar í París. Dior mundi snúa sér við í gröf- inni ef hann sæi útganginn á þeim. A Ætti ég ekki að skipta um hár- greiðslu í dag? Pascaline leit- ar ráða hjá kavaleranum í þessu alvarlega vandamáli. Vi8 klæSum okkur eftir eigin höfði, segja ungu Stúlkurnar I Paris. Dior mundi snúa sér við í gröfinni, ef hann sæi útganginn á þeim. Ef mömmunni dettur sú fjarstæða í hug aO gera athugasemdir viö hinn undarlega klæOnaO ungu dótt- ur sinnar, er henni svaraö á Þessa leið: — Hvaöan kemur þú, góOa? Veiztu ekki, að Þetta er nýjasta Parísartizka? Sú litla héfur I flestum tilfellum rétt fyrlr sér, því aO þaO virOast engin takmörk fyrir þeim fárán- legheitum i klæðaburöi ungra kvenna, sem eiga upp- runa sinn aO rekja til Parisar. Brigitte Bardot, Annette Ströjberg og skáldkonan Francoise Sagan eru fyrirmyndirnar og troOa alveg nýjar slóöir í tízku og hafa algerlega snúiO baki viö öllum gömlum erfða- venjum. Tökum Pascaline sem dæmi. Hún er frönsk fram í fingurgóma, aðeins 19 ára, meö fíngert and- lit, stór, brún, undrandi augu og ofurlítið uppbrett nef. ÞaO leynir sér ekki, að hún reynir að líkjast Bardot og Ströjberg. Rúsínan i pylsuendanum er svo hárið, sem er sett upp I listræna óreiðu. Hún er ólg- andi af lífi og hefur ekki tileinkað sér lífsleiöadrætt- ina, sem eru svo algengir á andlitum unga fólksins í bandariskum kvikmyndum. Eins og hreinræktaðri franskri stúlku sæmir, elskar hún föt. Hún er sífellt að skipta um föt, og hinn öruggi smekkur segir henni fyrir um, hve langt hún megi ganga i að gera alvöru úr hinum fáránlegu fatahugdettum sínum. Hún saumar fötin sín sjálf, því að franskar stúlkur eru hagsýnar, Allar ungar stúlkur öfunda Pascaline af þessari hvítu, víðu peysu, sem er tilvalin fyrir dans. Veggurinn í herberginu er skreyttur með plötu-umslögum, og sjálf spilar ungfrúin á þetta hljóðfæri. >

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.