Vikan


Vikan - 18.08.1960, Side 9

Vikan - 18.08.1960, Side 9
Þekktu sjálfan þig jbr. Wattkíaó ^ónaáóon SVIFLÉTT GEÐ gerir hann þægilegan í viðmóti og vinsælan; hann vekur ekki tor- tryggni hjá öðrum, nema ef vera skyldi, að áform hans sýnist ekki reist á traustum grunni. Því að bjartsýni hringhugans leiðir til þess, að hann kann oft litt að greina á milli loftkastala og vel grundvallaðra áforma. Hann hrífst auðveldlega af nýrri hugmynd, áformar og fram- kvæmir án langra heilabrota, en verður fyrir sárum vonbrigðum, þegar hann mætir óvæntum erfiöleikum og breytir þá áformi sinu. Að litlum tima liðnum er hann byrjaður á ný með sömu bjartsýni og áður. Kleyfhuginn aftur á móti er að eðlisfari framsýnn i ráðagerðum og beitir strangri sjálfsgagnrýni. Hann getur því virzt öðrum mönnum óhugnanlegur og geigvæniegur. Frá þessu sjónarmiði hefur kleyfhuga e. t. v. aldrei verið betur lýst en Shakespear gerir í leikriti sínu Júlíus Sesar. Sesar er órólegur yfir hinni lokuðu, dularfullu skapgerð Kassíusar: „Ég vil sjá feita menn i kringum mig, og höfuðmjúka menn sem sofa um nætur; Kassius hefur magran svip og soltinn; hugsar of fast; slíkt fólk er varasamt... Hann les, hann kannar margt, hann rýnir menn og málefni, hann laðast ekki að leikjum eins og þú, og hann hlustar ekki á hljómlist, brosir ekki oft, og brosir sem hann spotti sjálfan sig, dragi dár að geði sínu fyrir þann brest að brosa að nokkrum hlut. Slikir menn öðlast aldrei ró i hjarta meÖan þeir vita nokkurn sæmri sér ...“ Júlíus Sesar: 1. þáttur, 2. svið. Þýðing Helga Hálfdanarsonar. Jóhannes páfi er dæmi um hringhuga. ALGLEYMI LÍÐANDI STUNDAR. Sjá fugla lofts og liljur vallarins! Ekki íþyngir þeim áhyggja komandi dags. En þú mæðist fyrir aldur fram undir áhyggjum um gengi þitt og auð niðja þinna í langri framtíð. Sá, sem fyrstur orðaði þessa hugsun, var ekki að deila á manninn yfirleitt, heldur á ákveðna manngerð, hinn framsýna, gagnrýna, tor- tryggna kleyfhuga. Ádeila hans sprettur fram úr sjónarmiði annarrar manngerðar. hringhugans, sem berst sjálfgleyminn með liðandi stund og lætur hverjum deei nægja sina þjáningu. Ekki svo að skilja, að hringhuginn skorti alltaf brekkusækni. En hann einblínir ekki fyrst og fremst á fiarlæg markmið; hann er maður tækifærisins, næmur á breyttar aðstæður og lipur að semja sig að þeim og notfæra sér þær. Þess vegna er viðfangsefnið oftast einfalt og framkvæmdin sjálfsögð í augum hans. Hann hneigist miklu síður til strangrar sjálfsgagnrýni en kleyfhuginn. er sáttari við siálfan sig og ánægðari með afrek sin. Hann er þvi nð mestu laus við þá hugarkvöl, sern vafinn um eigin hæfni veldur klevfhuganum. Þess vegna er hann lika viðmótsþýðari við aðra menn. Hann á nuðvelt með að semia sig að siðum þeirra og skoðunum og hefur sjaldan tilhneigingu til að gerhreyta veröldinni. Hann er glöggskyggn á hinar jákvæðu hliðar hvers máiefnis, hrifst auðveldlega af þeim og rvnir þá jafnframt minna i þá erfiðleika, sem þeim kunna að fylgia. Að eðlisfari er hann bjartsýnn og sér þvi oft onnast ieiðir. jiar sem hinum varfærna, tortryggna kleyfhuga virðast öll sund lokuð. Af þessum sökum reynist hringhuginn oft slyngur samn- ingamaður; með eðlislægri bjartsýni sinni tekst honum oft að sam- ræma siónarmið, sem i fvrstu virtust algerlega andstæð. Brúin, sem samningslipurð hans byggði milli andstæðnanna, revnist að visu stund- um ótraustari en hann í bjartsýni sinni hafði vonað. i '• ■ 1 1 i ' !• ' 1 ' I LANDNÁM HUGANS. Mannshugurinn stendur i þrotlausu landnámf Hann er sffellt að leggia undir sia nv þekkingarsvið og fella sig við nviar aðstæðnr. Hinu svif- létta geði hringhugans verður aðlögun að nýrri heimsskoðun og breyttu stjórnarfari miklu auðveldari en kleyfhuaannm. Miög auðsær verður þessi mismunur, þar sem róttæk stjórnarfarsbvlting genaur snöaalega vfir. Ég þekki nokkur dæmi um þann, þó að fá ein verði talin þér. Á fvrstu námsárum minmn í Þýzkalandi kvnntist ég þnrlendum tónlist- armanni. glaðværum náunga og ágætum dreng. Hann hafði þið sviflétta geð hrinahugans. Áhyggiur bans voru svipaðar áhyggium harnsins, átak- anlegar í svin, en grunnfærar, timabundnar og gátu liorfið í einni sviu- an af óverulegu tilefni. Hann var frjálslyndur og kunni vel við bið friálslega stiórnarfar Weimarlýðveldisins. S'vo lagðist harðstjórn nazismans yfir þjóðina. Kleyfhugi. sem ekki var þlynntur breytingunni frá byrjun, stóð eins og í gapastokki, óbagg- anlegur í andstöðu sinni, fastheldinn á grundvallarskoðanir sfnar, gagnrýnn á hina nýiu heimsskoðun. En hið sviflétta geð hringbugans. vinar míns, lagaði sig áreynslulítið að binni nýju skipan án þess að gera sér grein fyrir grundvallarskoðunum hennar. Svo sem kunnugt er, leíð þúsundáraríki Hitlers fljótt undir lok, og við tók i landi vinar roins alræði öreiganna. Ég hitti hann tveimur árum eftir þau umskinti. Hann var ánægður og sæmilega sáttur við stjórnarfarið. Hann er ekki meðal milljónanna, sem flúðu hina nýju baröstjórn. Slílc aölögunarhæfni er kleyfhuga ekki léð, þó að hann af hagsýni- ástæðnm kunni að fága þá eik, sem liann veröur að búa undir. Ég hef skynjað sára kvöl margs ldeyfliuga, scm gat ekki hvikaö frá sannfær- ingu sinni, en óttaðist þó að einangrast og verða viðskila við bróunar- öfl samtiðarinnar. í valdatið nazista átti kleyfhugi nokkur af feliskri gerð (Skallagrimstýpa) að fá eftirsótt prófessorsembætti, — auðvitað ekki fyrr en hann liefði játazt undir heimsskoðun foringjans. í þessu skyni var hann kallaður fyrir Alfred Rósenberg, sem var æðsti inn- rætisdómari flokksins. Eftir að hafa hlýtt á Rósenberg um hríð, sagði prófessorsefnið: „Hcimsskoðun min hvilir á öðrum grunni.“ — „Það er enginn annar grundvöllur," svaraði innrætisdómarinn. — „Þá þarf ekki fleira um þetta að ræða,“ svaraði sá feliski. _ FRIÐSÆLD EÐA ENDALAUS VEGFERÐ. Hringhuginn hneigist að kyrrlátu og friðsamlegu lifi. Hann er góður maki og hlýlegur heimilisfaðir. Fyrir sjónum hans er tilveran sveipuð rómantiskum bjarma, og hann nýtur innilega þess, sem hún kann að unna honum. Hann leitast við að byggja sér sinn notalega, persónulega heim. Hann á ekki eðli Fausts eða Galdra-Lofts. Ofstækisfull þrá að ráða gátur hins ókunna er honum framandi. Hin létta glaðværð hans VIK A N 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.