Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 31
með hinum bragðgóðu HONIG BÚÐINGUM ROM VANILLA eða SÚKKUKAÐI bragð <^f-aist í naistu matoölubú2 TRAUST MERKI Heildsölubirgðir Eggert Kristjánsson & Co. h.f. H O t l A N 0 bragðs? Ekki álli hann liœgt meS að segja, að hún væri veik, því að i fljótfærni hafði honum orðið á að segja, að Míranda hefði farið út til að kaupa í matinn. Hann sat sannar- lega í klipunni. Það dugði lítt að sitja og velta þessu fyrir sér. Hann varð að gera eitthvað! Hann tautaði fyrir munni sér um áríðandi viðtal, og fimm minútum síðar stefndi hann rakleið- is til skrifstofu útgefanda sins. Það var hið mesta liættuspil, sem honum hai'ði dottið í hug, en að minnsta kosti var það þó tilraun ... Sara varð heldur en ekki forviða, þegar hann kom þjótandi inn. — Fleygðu þvi, sem þú hefur milli handa, og komdu með mér. Aðeins stundarkorn. Nú liggur lífið við. — Já, en ... starf mitt. — Gleymdu því, og komdu. Ég skal útskýra það fyrir forstjóran- um á eftir. Svo skal ég segja þér frá öllu saman á leiðinni. — Á leiðinni livert? — Koindu nú hara! hrópaði Nigel 'Og togaði í hana. Þegar hann var búinn að segja 'henni alla sólarsöguna, voi’u þau komin heirn að lyftudyrum lijá hon- um. — Svo að þú skilur það, sagði liann, að ef þú vilt bara vera Míranda það, sem eftir er dagsins, er öllu borgið. Þú getur orðið veik á morgun, og þegar mamma er farin, get ég sagt Míröndu upp staríinu. — Hvers vegna get ég ekki orðið veik núna? spurði Sara. — Vegna þess, að ég sagði mömmu, að þú værir að kaupa inn. Auk þess á ég von á fjöldamörgum simhringingum af versta tagi, sem ég get ekki afgreitt sjálfur, anzaði Nigel, um leið og hann opnaði dyrn- ar að ibúðinni. Frú Hamilton varð dálítið undr- anái. — Þér hljótið að liafa verið með kvef, þegar ég talaði við yður síð- ast, Míranda, mælti liún. — Þér liöfðúð þá svo djúpa rödd. — Ég var lika með kvef þá, flýtti Nigel sér að segja. — Var það ekki, Míranda? ... En nú skulum við fá okkur eitthvað að snæða. Míranda er ægilegur snillingur í matargerð. — Nú yrðir þú þér fallega til skammar, ef ég kynni ekki einu sinni að sjóða egg, hvislaði Sara. Hún litaðist um í þeirri von að fá sér getið 'þess til, hvaða dyr væru fram í eldhúsið. — Hvað áttu til i búrinu í dag, Nigel? spurði hún. — Það hlýtur þú að vita sjálf. Það • ert þú, sem kaupir í matinn, svar- • aði hann ertnislega. — Asni! hvíslaði hún, en sagði svo upphátt: — Að minnsta kosti • eru til égg. Ég bý til eggjaköku. Hún snaraðist ákveðnum skrefum að svefnlierbergisdyrunum, og Nigel fylltist skelfingu, er hún opnaði þær. En hún gerði gott úr því öllu: — Eg ætla bara að sækja svuntuna mina, sagði liún. Nigel létti stórum. Hún var ekki einungis falleg. Hún var gáfuð lika. Litlu seinna kom hún út aftur ineð skyrtu af lionum um sig miðja. — Spariskyrtan mín! æpti hann. — Þá gætirðu látið það vera að fcla alltaf svuntuna mína, svaraði hún fullum hálsi. — Og komdu svo, Nigel litli. Það þarf að fleygja úr ruslafötunni! Nigel opnaði fyrir hana eldhúss- dyrnar, og allt gekk vel, meðan setið var að snæðingi, að því atviki und- anskildu, þegar síminn hringdi og Sara ætlaði ekki að finna liann. En það lagaðist líka, og allt gekk svo vel, að Nigel fylltist fífldirfsku. Hann ætlaði að kynna Míröndu op- inberlega. Hann taldi sjálfum sér trú um, að nú væri um að gera að nota tækifærið, meðan það gæfist og hann hefði hána á heimilinu. Auk þess var hann gripinn óstjórn- legri löngun til að láta aðra sjá hana. — Ég hef liugsað mér að Jijóða hingað nokkrum kunningjuin mín- um i kvöld til þess að halda upp á heimsókn mömmu, mælti hann. Og í hljóði bætti hann við: — Svo verð- um við að sýna þeim Kenneth og Díönu, að Miranda mín sé ekld með hælsæri. KENNETH vék ekki frá hlið lienn- ar allt kvöldið. Hann opnaði upp á gátt fyrir öllum sinum töfrum. Þetta graindist Nigel svo mjög, að hann íór að iðra þess að hafa ekki haft Miröndu út af fyrir sig. Díana kom seint og fór snemma. Fyrst umgekkst lnin Nigel með nístandi kulda, en eftir að liún sá Míröndu, skipti liún algerlega um aðferð og varð nú svo vingjarnleg, að út af flóði. Ekki yrti hún á Söru, fyrr en liún ætlaði að fara að kveðja. — Mér þykir vænt um að hafa hitt yður, sagði hún undurblíðlega. — Þér eruð nákvæmlega eins og rödd yðar í simanum, — svona ein- staklega karlmannleg! — Asni, hugsaði Nigel, og þau lilógu að þvi, liann og Sara, þegar hann ók henni heim um kvöldið. — Heyrðu til, sagði hún. — Mér finnst þetta hai'a verið svo gaman. Og ef þér væri þægð í, gæti ég tekið orlofið mitt núna. Og þannig vildi það til, að dag- inn eftir hafði Nigel lika ritara, — elcki vegna þess, að hann kærði sig um að láta hana vinna, heldur vegna móður sinnar. Hennar vegna varð hann að lialda leiknum i gangi. Dagurinn byrjaði ekki vel. Kenn- eth liringdi og vildi fá að tala við Míröndu. Hingað til hafði Nigel ekkert haft út á það að setja, þótt hann ætti löng samtöl við „Mír- öndu“, annað ®n timaeyðsluna, sem í þeim fólst. En nú, þegar hann varð að sjá af heyrnartólinu í hendur hinnar réttu Míröndu, var honum það mjög á móti slcapi. — Segðu honum, að hann megi ekki liringja á þessum tima dags, hvæsti Nigel. — Við eigum svo ann- ríkt. Hvað vildi hann? — Bjóða mér til miðdegisverðar. — Þú mátt ekki vera að þvi! svaraði Nigel. Hann vissi, að hann hafði engan rélt til að láta svona, en gal þó ekki annað en látið það eftir sér. Sara reiddist. — Ég er búin að afþakka það, en ef þú heldur áfram að haga þér eins og dekurbarn, sem allt lielzt uppi, þá hringi ég til hans og þigg það ni eð þökkum. — Svo, sagði Nigel. — Ég, sem liélt, að húsbóndahollusta væri cinn af kostum þínum. — Einn af kostum Míröndu! En ég er cnginn liugarburður, og þú getur ekki farið með mig eins og þér sýnist. Og umfram allt skaltu ekki fara að skipa mér fyrir. Ég kom hingað til að hjálpa þér, af því að mér fannst það gaman. Það finnst mér ekki lengur. Þú getur haft Miröndu þína hjá þér, en mér get- urðu ekki lialdið hjá þér. Hún þaut út úr íbúðinni og skellti hurðinni á eftir sér. Þegar Nigel hafði áttað sig svo, að honum dytti í hug að elta hana, var það um seinan. Hann settist við skrifborðið og hundskammaði sjálfan sig i hugan- um. Þar sat hann, þegar móðir hans kom inn. — Hvar er Míranda? spurði hún. — Farin, svaraði hann i vonleys- istón. — Hún varð vitlaus. Það var mér að kenna. Ég vildi ekki leyfa he-nni að fara út og snæða miðdegis- verð með Kenneth. — Hún kemur aftur, svaraði frú Hamilton ákveðin. — Biddu bara. En morguninn eftir kom engin Sara. Nigel fór niður í útisíma og hringdi til bókaforlagsins, en þar var svarað, að hún væri i orlofi. Ilann settist við ritvélina, en datt ekki neitt í hug, sem hann gæti skrifað um. Þá hringdi síminn, og það lá við, að hann dytti um sjálfan sig, er liann þaut til að taka hann. — Halló, sagði hann. — Halló, svaraði röddin við hinn endann. — Sara! — Ég hringdi til að biðja þig af- sökunar á, að það skyldi fjúka i mig. — Þú hafðir fullkomna ástæðu til þess, svaraði hann. — En að vissu leyti áttu sök á því sjálf. Þú ert allt of indæl og elskuleg ... — Nú er ég auðvitað búin að eyðileggja allt saman, hélt hún áfram, og röddin skalf eilitið. — Ég veit, að móður þinni finnst ég ægi- leg. — Nei, henni finnst þú óviðjafn- anleg. Það finnst mér líka. Viltu annars ekki koma hingað aftur? — Jú, svaraði hún. — Æi, jú. Ég kem um miðaftansbilið. — Það var gott, sagði Nigel og bætti við í sama andartaki: — En hcfurðu gert þér ljóst, að ég þarf þin líka við á morgun — og daginn þar eftir, — á hverjum einasta degi, sjö daga í viku ... — Já, en ég er í fastri vinnu ... Ég á við ... — Ég þarf þin við 24 stundir á dag, það sem eftir er ævi þinnar, hélt Nigel áfram. En ég skil vel, að þú þurfir að tala við forlagið fyrst. Flýttu þér að segja upp starfinu á stundinni. Hálfs mánaðar uppsagn- arfrestur, er það ekki nóg? — Já, en ... — Nóg til að útvega sér leyfis- bréfið, á ég við. — Nigel ... — Jæja, kemurðu þá? — Já, Nigel, svaraði hún. — Ég kem undireins. ★ YIK A N 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.