Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 23
Þið fáið Vikuna í hverri viku
í næsfa blaði verður m. a.:
4 Á ferð með Vikunni til fjarlægra landa og framandi
borga; þá heimsækjum við Eþíópíu.
♦ „Meinleg örlög margan hrjá“. — Greinarkorn frá
tveim heimsálfum.
♦ Auðugustu menn heims. II. — Aksel Wenner-Gren.
♦ Verðlaunakeppnin heldur áfram, nú kemur næst
síðasti þátturinn.
♦ Dóttir glæpamannsins, spennandi smásaga.
Góður vörubill þolir nákvæma athugun. Kynnið yður nákvæm-
lega uppbyggingu og efnisval i Scania-Vabis vörubilunum.
SCANIA SPARAR ALLT NEMA AFLIÐ
Söluumboð:
Árni Áruasoo
Hamarsstíg 29.
Sími 2292 — 1155.
Aðalumboð:
ÍSAKN H.F.
Klapparstíg 27.
Simi 17270 — 13670.
V.V.V.V,
& '
v.v.v.v
.v.v.v
tw
Hrútsmerkiö (21. marz—20. april.): Þessi órói stafar
af því að þú hefur svo mörgu að sinna, að þú vinnur
aldrei eitt verk á fullnægjandi hátt. Reyndu að
skipuleggja betur starfsdaginn, þannig að þér verði
meira úr verki. Á mánudag áttu von á undarlegum
fréttum varðandi ferðalag. Kona nokkur biður eftir þvi að
ná sambandi við þig. Heillalitur rautt.
Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Láttu ekki öfund
stýra gerðum þínum. Þú verður bara minni maður i
augum félaga þinna, ef þú lætur á öfund þinni bera.
Sýndu þeim heldur að þú sért gæddur þeim kostum,
em öfundsverðir eru. Miðvikudagurinn er þér mikilí
heilladagur, en ekki er sama að segja um laugardaginn, en þá
skaltu ekki leggja i nein stórræði. Þú átt von á bréfi.
TviburamerkiÖ (22. maí—21. júni): Kvöldin verða
fremur viðburðasnauð, en dagarnir verða fullir af
smáævintýrum. Þó gerist eitthvað markvert á
sunnudagskvöld. Gamall félagi þinn, sem þú varst
næstum búinn að gleyma, kemur nú skyndilega fram
á sjónarsviðið. Þér væri hollt að fara í stutt ferðalag, heilsu
þinnar vegna. E'r dómgreind þín að sljóvgast? Læturðu segjast
af þér yngri og óreyndari mönnum? Heillatala 7.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þú lætur tals-
vert til þín taka í opinberu máli í vikunni. Vinur
þinn lendir í skemmtilegu ástarævintýri, sem þú
einhverra hluta vegna flækist í, þótt þér sé það
þvert um geð. Þú verður fyrir miklum áhrifum af
einhverju, sem þú lest eða heyrir, og verður það til þess að
neesta vika verður öðruvísi en þú hafðir gert ráð fyrir, og er
sú breyting til batnaðar. Heillalitur blátt eða bláleitt.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Taktu ekki mark á
því sem sagt er um kunningja þinn, reyndu heldur
að sýna fram á hið sanna. Ef einhver leitar ráða hjá
þér í vikunni, skaltu ekki taka neina afstöðu þann
dag. heldur yfirvega málið. Sunnudagurinn er þér
mikill heilladagur. Þér býðst einstakt tækifæri í vikunni, sem
á einhvern hátt er tengt vinnu þinni. Heillatala 8.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Það sem þú og
nokkrir félagar þínir hafa á prjónunum, virðist nú
ætla að fara út um þúfur, en eftir helgina, líklega
á miðvikudag, rætist skemmtilega úr því. Stjörn-
urnar hvetja þig eindregið til þess að vinna betur
að einu áhugamáli þinu, því að auk þess sem það færir þér
gleði. mun Þér einnig græðast fé á Þvi.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það verður geng-
ið mjög á eftir þér og þú beðinn að taka að þér
verk, sem þér er engan veginn annt um. Líkur eru
á einhverri umhverfisbreytingu, hvort heldur sem
þú ferð í ferðalag eða flytur í nýtt húsnæði. Þú
verður fyrir miklu láni á vinnustað, sem verður til þess að létta
þér störfin framvegis.
Drekamerkiö (24, okt.—22. nóv.): Stjörnurnar þykj-
ast sjá, að þú sért að glíma við vandamál, sem þú
hefur sjálfur skapað þér af eintómum misskilningi,
og ekki eru likur á að flækjan leysist fyrst um sinn.
Þú þarft samt engu að kvíða, því að þetta er allt
saman skemmtilegur misskílningur, og endalokin verð þér og
einum vini þínum til ánægju. Taktu ekki of mikið mark á ó-
kunnum dökkhærðum manni eða konu.
Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Varastu umfram
allt að skeyta ekki skapi þínum á neinum í vikunni,
þvi að það gæti orðið til þess að þú missir af gull-
vægu tækifæri. Ef þér finnst þú einmana, máttu að
miklu leyti sjálfum þér um kenna, því að þú gerir
minnzt til Þess að ná vináttu félaga þinna. Þú ert líklega
nokkuð þrætugjarn. Mundu, að lifið er allt of stutt til þess að
rífast í sífellu. Heillatala 8.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú hefur undan-
farið haft samvizkubit út af einhverju, en stjörn-
urnar vilja fullvissa þig um, að þú gerir úlfalda úr
mýflugu. Þú virðist haldinn einhverju sleni þessa
dagana, og hefðir þú áreiðanlega gott af því að fara
ærlega út að skemmta þér. Bréfaskipti skipta miklu í vikunni,
þó skaltu ekki taka of mikið mark á stuttu bréfi, sem Þér
berst eftir helgina. Heillatala 4.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þér berst
stuðningur úr óvæntri átt, og verður það til þess að
breyta áætlunum þínum til muna. Líkur eru á ein-
hverjum gróða í vikunni. Stjörnurnar þykjast sjá,
að þér geti orðið á alvarlegt glappaskot í vikunni,
sem gæti síðar skert fjárhag þinn. Áttu óendurnýjaðan happ-
drættismiða? Ferðaáætlunum breytist talsvert, en láttu Það
ekki á þig fá. Heillalitur blátt eða bláleitt.
Fiskamerkiö (20. feb,—20. marz): Tilbreytingarik
vika, sem krefst talsverðra peningaútláta, en ef Þú
hefur ráð á þvi, skaltu ekki horfa í Það. Um helgina
kemur óvæntur aðili fram á sjónarsviðið, liklega
gamall félagi þinn. Á fundi nokkurra manna verður
tekin mikilvæg ákvörðun, sem snertir þig talsvert. Talan 3
kemur einkennilega oft við sögu í vikunni.