Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 30
w _ /• f - - - -A FUúL- INN HREYF- IN a SAM- HLJÓÐI FLÝTA SÉR S ÉR- HLJÓÐI SKOR- DÝR STAF- UR FOR- NAFN SKORT- UR TALA S VIKA- AOrN ÞRENff- INSIN SPVRJ: IÐ DANSKT- SMÁORO SAM- HLJÓBI M' 4- > ' 4 FISKI ♦ VILLT UB TÓNVERK ÞOKA ÓSKA SAM- HLJÓÐI gera FJÁÐAN —- AND- VÖRP PILT- INN TALA Á FLÍK STRÁKUl « L 1 N STRIK FRÉTTP; STOFA ÓQILT I5L. STAFUR s A M S r STRÁm SAMST.' 2 A M 9 T /C STRÁKUR VIN- ÁTTA EKKI HREINSA 6 EINNI6 KIRT- ILL -h r 0 N N - SLÁNA ÖPEFUR LEYFI 5 T í R Kl N ' BAND a i? *i p A rf * FRAM- K0MU TALA ÁRTAL SVIPTUR LITLU ffP MM' s K. s r FARAR- TÆKI 8 i K 1 TALA SVEfflí VIK 5AM- BAND K0NA FAT EIN S HAPP- DRÆTTI B J. 0 R s T A F V ENDIN& LIPUR L: L —► MRLIR LA&ÐI £10 HIK BR'AOA OREINIR T P K TÓNH 6RÍPA TALA Eaa 8 y K K O Fo & L 1 N N 5 AM- HLJÓÐI 1 JJjcj$ ♦ TÓNH LENCiD 33 VERDlAUHAKROSSGflTA VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verð- launin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 26. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. ÞURlÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Stangarholti 18, Reykjavík, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 27. krossgátu er hér að neðan: + TR0HP ETLEIKAB 1M líIE + llHIIIll + tBl OLFAR + DIMM + Ö + + NN C+FNASA + + F0BM0SA UNI + MÆR + SLOR + SCÐ RILLUB + SKOF + ATTA ÞIL + RISNU + TOFU + M IN + G + NVAGL + BINGO T + TENG IHGOMURDOT TARF + ALFADIR + VM + ALEINR + AMI + Ð+ ISI RIINE + ORYÐGUÐSÆR INNSIGLINGARVITI + + AGNUI + DAM.UR + TE Gátan um Míröndu Framhald af bls. 11. semd, móðir hans og Míranda. — Jú, jú, sagði Miranda við gömlu konuna, hún borðaði morgunverð á hverjum degi og sá um, að Nigel gerði það líka. Sömuleiðis gætti hún þess, að hann gengi ekki fram af sér við vinnuna og að þessum ægi- legu kunningjum hans væri haldið i hæfilegri fjarlægð. En það var erfiðara að eiga við Kenneth. Hann heimtaði að fá að hitta Miröndu. Svona var Kenneth, og svona hafði hann verið allt frá stúdentsárum sínum. Þá gekk hann alltaf með ráðagérðir i kollinum, hvernig hann ætti að fara að þvi að hitta fallegar leikkonur, afgreiðsiu- stúlkur og frammistöðumeyjar eftir vinnutíma. Dlana skirrðist ekki heldur við að hafa vissar brellur i frammi. Hún lagðist meira að segja svo lágt að hringja Míröndu upp til þess eins að segja henni, að Nigel væri duttl- ungafullur og taugabilaður og héld- ist ekki á riturum sínum nema stutta stund hverjum. Þar sem Míranda var fyrsti ritari hans og Díana vissi, að svo var, fannst Nigel þetta hálfskrýtið af henni. Það lá við, að hann kæmi upp um allt sam- an með því að taka alit of rösklega upp fyrir sjálfan sig. Hér var i þann veginn að hefjast eins konar þriggja manna einvig þótt ein persónan væri aðeins til í ímynd hinna. Kvöld eitt sat Nigel heiina til þess að hlusta á hljómleika í útvarpinu. En þeir fóru að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá honum, því að hann gat ekki að sér gert að velta fyrir sér vandamálinu um Míröndu. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að líkast til yrði honum nauðugur einn kostur að segja henni upp starf- anum. Og það hefði hann sennilega gert, ef þau Kenneth og Díana hefðu ekki einmitt valið þennan tíma til að knýja á dyr Nigels. Þau voru að koma úr kvöldboði, sem Nigel hafði einnig átt að vera staddur í, ef Míranda hefði ekki gleymt að slcila því til hans! Díana fleygði sér á legubekk Nigels af gömlum vana og fékk sér vindling úr hylki hans. Það lá við, að hann hataði hana, —■ ekki sizt þegar hún sagði: — Hvað gengur að ritaranum þinum? Er liún komin með hælsæri? — Að minnsta kosti hlýtur hún að vera farin að missa minni, bætti Kenneth við. — Að geta verið þekkt fyrir að gleyma þessu kvöldboði. En nýir vendir sópa bezt, segir mál- tækið. — Hún er líklega einn af gömlu vöndunum, gall Díana við. Þess vegna megum við ekki sjá hana. — Hún er alls ekki gömul, anz- aði Nigel æstur. — Og hún er ekki með hælsæri. Hún reynir heldur i.ekkert til að ráða yfir mér. Og hún stráir aldrei ösku yfir gólfábreiðuna mína. Diana spratt upp, og eldur brann úr augum hennar. — Ég verð að segja það, að þú liegðar þér í mesta máta stórfurðu- lega, mælti hún. — Fyrst ræðurðu til þín ritara, og svo felurðu hana, eins og hún væri eftirlætiskona i kvennabúri þinu ... Nei, þegiðu, Kenneth, þér finnst þetta allt sam- an einlcennilegt sjálfum! Díana þreif yfirhöfn sina og þaut á dyr. Kenneth kvaddi hálfkindarlega og fór á eftir lienni. Nigel fleygði sér niður i stól og varp öndinni léttar. Nú var hann loksins laus við Díönu. Það. var hann lengi búinn að þrá. Auðvitað var það allra mesta vit- leysa, en einhvern veginn fannst honum sem Míranda hefði komið inn í stofuna, þegar Díana fór út úr henni, — þessi góða og gæflynda Míranda, sem alltaf var boðin og búin að hjálpa honum, þegar átti að króa hann af úti i horni, — sem aldrei tranaði sér fram, ef hann vildi vera einn með reykjarpipu sína og ritvél. Eftir þetta var honum allsendis ómögulegt að reka Míröndu. Hér með var því slegið föstu, að hann hefði einkaritara. Og ekki gat hann farið að skipta á henni og annarri. Það er hægt að vera svikull gagnvart mönnum, en dratim sinn er ekki unnt að svikja. En daginn eftir lá rétt við, að Míranda hætti að vera draumur, þvi að eftir morgunverð komst Nigel að því, að reikningshaldari hans hafði fært ritarann kostnaðar megin á skattskýrsluna til ríkisins. Nú vildi hann endilega fá að vita, hvaða laun hún hefði. Hér kom nýtt vandamál til sög- unnar. Nigel hafði ekki hugmynd um, hversu hátt kaup var venja að greiða duglegum einkariturum með Ijóst hár. — Svona tvö þúsund og fjögur hundruð, sagði hann hikandi. Míranda fór að verða hættuleg. EN mest varð honum um, þegar svo- hljóðandi símskeyti kom um kvöld- ið frá móður hans: — Kem á morgun og dvelst í nokkra daga. — Þá vissi maður það. — Hamingjan góða, hugsaði Nig- el. — Míranda verður að veikjast þegar í stað — og fara burtu. Morguninn eftir liafði Míranda ný- lokið löngu símtali við einn allra helzta útgefanda hans, þegar síminn hringdi að nýju. — Halló, svaraði hann með allra yndislegustu rödd Miröndu. — Halló,_ Míranda. Þetta er frú Hamilton. Ég hringi hérna af stöð- inni. Ég get verið komin hcim til ykkar eftir stundarfjórðung. — Eftir stundarfjórðung? Nigel greip andann á lofti, og lá við hann gleymdi kvenröddinni. En ... þér ... ég hélt, að þér kæmuð ekki fyrr en eftir miðjan dag? Frú Hamilton var komin hedm til hans að fimmtán mínútum liðnum. Nigel vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar hann opnaði fyrir henni. — Og ég, sem get dvalizt hér hvorki meira né minna en þrjá daga, kvakaði hún í sjöunda himni sæl- unnar. Lofaðu mér nú að heilsa upp á blessaðan ritarann þinn. Það leið hálf klukkustund, og Nigel var búinn að gefa móður sinni góðan kaffibolla. En sjálfur var hann í mikilli geðshræringu. Ilvað i ósköpunum átti hann að taka til 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.