Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 33
Olympíuleikar.. Framhald af bls. 5. En aðeins menn fengu að vera viðstaddir leikana, þa'ð er að segja allir frjálsir menn í Grikklandi. konur fengu ekki einu sinni leyfi til þess að sitja á áhorfendapöllunum. Dauðarefsing lá við ef þessi regla var brotin. Aðeins ein undantekning var gerð á þessari reglu. Það var hofgyðja Demeter, sem fylgdist með leikunum frá altari sinu. Aðeins einu sinni vita menn til að reglan liafi verið brotin. Það var kona að nafni Kallipateira, sem stol'naði lífi sínu í voða. Hún var dóttir og systir nafntogaðra sigurvegara á Ólýmpíuleikunum. í þetta sinn átti sonur henn- ar einnig að taka þátt í leikunum. Hún fylgdi syni sínum inn á ieikvanginn dulbúin sem þjálf- ari. En þegar hún sá son sinn sigra, hljóp hún til hans og faðmaði hann að sér grátandi. Dóm- nefndin mat fjölskyldu hennar of mikils til þess að láta liana sæta hinni hefðbundnu dauðarefs- ingu. í stað þess var ákveðið, að framvegis skyldu allir þjálfarar einnig koma fram naktir, eins og þátttakendur höfðu verið allt frá 15. Ólýmpiuleikunum. Áður höfðu þeir borið skýlu um lendarnar. ENDALOK LEIKANNA. Hellensku ríkin voru nú óðum að missa mátt sinn, og hlaut það einnig að bitna á Ólýmpiu. Á dögum Makedóníukonunganna voru leikarnir haldnir að vanda. Alexander mikli reisti Phiiippeion til minningar um föður sinn, Filippus. Enn mátu menn til fulls úrskurð dóm- nefndarinnar. Alexander tók sjálfur þátt í leik- unum, en bar ekki sigur af hólmi. Makedóníu- menn sönnuðu með þátttöku sinni, að þeir voru fullgildir Grikkir. Hrunið varð loks, þegar Rómverjar réðu þar ríkjum. Margar myndastyttur voru fluttar til Rómar, og leikarnir fóru nú fram eftir höfði Rómverja. Þegar hinn veikgeðja keisari Neró tók þátt 1 kappakstrinum, var veldi Ólýmpiu orðið að engu. Þótt Neró lyki ekki einu sinni akstrinum, var hann úrskurðaður sigurvegari. Dómurum var mútað með of fjár. Áður hafði Tíberíus keisari tekið þátt í leikunum og unnið eins og manni sæmir. Síðasta blómaskeiðið var á dögum Hadríanusar (117—138 e. Kr.), en þá komu til Ólympíu mestu menn hins siðmennt- aða heims. Hrunið var óumflýjanlegt. Erlendir áhrifamenn og einkum þó kristnin urðu til þess, að brátt mundi enginn tign Ólympíu. Þrátt fyrir það lögðust leikarnir ekki fyllilega niður, þar til árið 393, er Þeódósius keisari bannaði þá. Iiin tignarlega Seifsstytta var flutt til Konstantínópel, og .þar eyðilagðist hún i bruna. Tveimur árum síðar rændu menn Alariks konungs allt, sem eftir stóð í Ólýmpiu, og árið 42ö skipaði Þeódósíus II., að öll hof hinna fornu goða i aust-rómverska ríkinu skyldu jöfnuð við jörðu. Jarðskjálftarnir á Pelopsskaga árin 522 og 551 luku verkinu að fullu. HULU GLEYMSKUNNAR SVIPT FRÁ ... Gleymskuhula lagðist yfir Ólýmpíu. Það var ekki fyrr en á 18. öld, að menn minntust stað- arins, þegar franskur munkur tók að kynna sér sögu lians. En það var ekki fyrr en árið 1875 að Ólýmpía var grafin úr jörðu, — verkið unnu þýzkir fornleifafræðingar. Enn í dag eru menn að finna þarna gripi aftur úr forn- eskju. Merkasti fundur síðari tíina er verk- stæði myndhöggvarans Fídiasar, en hann gerði margar merkustu stytturnar í Ólvmpíu. Grísk- ur auðkýfingur, Andreas Syngros, gaf peninga til að reisa geysimikið ólympískt safn, sem nú stendur þar. Þeir, sem komið hafa til Ólympíu segjast hafa reikað milli rústanna eins og í draumi. Náttúran er svo undursamleg, að maður kemst næstum í snertingu við það líf, sem hrærðist þarna endur fyrir löngu, finnur náveru hinna heiðnu goða. Búið er að endur- reísa Hermesarstyttuna. Sjá má rústirnar af hinu geysistóra Seifshofi. Tignarleg mynd af nöktum iþróttamanni, Oenomaos, stendur þar óskemmd. Upphleyptar myndir i safninu sýna alls kyns kynjaverur úr goðsögum Forn-Grikkja. Það var uppgröfturinn i Ólympíu, sem hvatti menn til þess að stofna á ný til Ólýmpíuleik- anna. Frakkinn Pierre de Coubértin barón á heiðurinn skilinn. Ólympíuleikarnir voru á ný haldnir árið 189ö, fimmtán öldum eftir úrskurð Þeódósiusar I. Eðlilegt var að halda þessa fyrstu leika í Aþenu. Annar grískur auðkýfingur, Georg Averoff, gaf peninga til þess að reisa nýjan Ólýmpíuleikvang. Þessi leikvangur var reistur með hinn forna leikvang sem fyrirmynd, þannig að leikvangurinn fullnægir engan veginn kröfum nútímans sakir þess hve völlurinn er langur og beygjurnar krappar. Þannig er hinni ævafornu hefð haldið við. Etdurinn, sem hofgyðjurnar sóttu í sólargeisl- unum og fluttur var til altarisins í Altis, er enn kveiktur á sama hátt og fluttur að Ólýmpíuleik- vanginum, þar sem h’ann logar teikana á enda og bindur þannig fortið og samtíð ævarandi böndum undir einkennisorðunum fornu: Citius — Altius — Förtius — hraðar — hærra — sterkar! ★ Maraþonhlaup.. Framhald af bls. 5. burt, maðurinn er dauður!" En þá heyrðust gífur- leg fagnaðaröskur. Það var eins og hafgnýr, sem heyrðist um gjörvalla Lundúnaborg, •— þvi að i hliðinu birtist lítill maður, sem bar merki Banda- ríkjanna. Hann beygði til vinstri og tölti hægt í áttina að markinu. Italinn er enn staðinn upp. Hann beitir þeim litlu kröftum, sem eftir eru, og gengur enn góðan spöl. Hnén eru kengbogin, búkurinn hallast aftur, andlitið snýr til himins, augu hans eru lífvana og sljó, handleggirnir lafa, eins og hann sé dauða- drukkinn. Mönnum fannst þeir vera vitni að morði, sen óumflýjanlegt var. Þegar Pietri átti tuttugu metra ófarna, féll hann enn. Menn héldu, að hann væri dauður. Hundrað metra að baki hans, kom Bandaríkjamaðurinn, hægt, en jafnt og Þétt. E'nn var Pietri hjálpað á fætur. Hann kross- leggur fæturna og riðar fram og aftur. Þá kvikn- ar loks síðasti neistinn, sem eftir er í máttvana líkama hans. Hann réttir úr sér, hallar sér fram, gengur einbeittur að marki, slítur borðann og fellur lífvana til jarðar. Nú voru áhorfendur orðnir óðir af hrifningu. En Dorando Pietri heyrði ekki fagnaðarópin. Hlaupið hafði næstum riðið hjarta hans að fullu, og hann hafði misst rúm tíu pund. Lengi var hann milli heims og helju, en enn á ný varð járnvilji hans honum til lífs. Hann komst til meðvitundar —• og var þá tjáð, að hann hefði verið dæmdur úr leik! Bandaríkjamenn mótmæltu og töldu hann hafa fengið of mikla hjálp, og nefndin úrskurðaði Hayes sigurvegara. Ósigurinn og vonbrigðin hefðu riðið flestum að fullu, en ekki Pietri! Seinna sigraði hann Hayes tvisvar í Bandaríkjunum. Svipuð atvik hafa oft komið fyrir á síðari Ólýmpíuleikum. Þegar hlaupararnir hafa komið inn á leikvanginn hafa þeir tapað ráði og rænu og ekki komizt í mark. Það virðist ofraun að hlaupa meira en 40 km og sumir hafa látið I ljós þá skoðun, að Maraþonhlaupið bæri að fella niður sem keppnisgrein eða jafnvel banna það. Hið merkilega gerist, að alltaf er næg þátttaka í Maraþonhlaupum og stundum leggja allt að 50 hlauparar af stað á Ólýmpíuleikum. Margir hafa vit á því að hætta, áður en þeir útkeyra sig til fulls og aldrei koma allir í mark. sem leggja af stað. Tékkinn Emil Zatopek, sem sigraði i 5 km, 10 km og Maraþonhlaupi i Helsinki árið 1952, virtist ekki þurfa að leggja mjög hart að sér til þess að ljúka hlaupinu á þeim bezta tíma, sem skráður hefur verið á Ólýmpíuleikjum. En þeir eru fáir sem hafa slíkt þrek sem hann og jafnvel þótt menn hafi það virðist vafasamt að leggja heilsu sína að veði fyrir þá hugsjón. ★ ÚTGERÐARMENN Er gangur bátsins ekki nægilegur? Er olíueyðslan of mikil? Er afgashiti vélarinnar of hár? E'F SVO ER ÞÁ LEYSIR OSTERMANN VANDANN Reynslan hér á landi hefir sannað, að með OSTE'RMANN skrúfum hefir afgashiti véla lækkað til muna og þar með tryggt lengri og betri endingu þeirra oliueyðsla samtímis minnkað um allt að 30% ganghraði bátanna aukist allur titringur horfið og bátarnir mun betri í sjó. Rösklega 20 fiskibátar hér á landi auk nokkurra togara eru nú knúðir OSTERMANN skrúfum. Fagþekking og reynsla tryggir við- skiptavinum beztu nýtingu vélar- aflsins. Einkaumboðsmenn á Islandi fyrir OSTERMANN & Co., Metallwerke. Köln. BJÖRN & HALLDÓR H.F. Vélaverkstæði — Síðumúla 9. Sími 36030. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.