Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 19
Finnst ykkur þœr ekki stökkva þétt? ÞaO má vera mikið öryggi af þrettán stúlkum að stökkva langstökk svona í einni röð, og hljóta þær ekki að lenda í einni kös í sand- inum? Þessu er nú samt ekki svo farið sem sýnist. Þetta er allt ein og sama stúlkan, en myndin er tekin með sérstakri tækni, sem gefur margar myndir á sömu filmuna af einhverju, sem gerist á einni til tveimur sekúndum. Stúlkan heitir Mary Bignal og er ensk. Hún er mikil Ólympíuvon þar í landi, enda hefur hún stokkið 6,28 m. Það er alveg prýðilegt afrek, en við tökum und- ir það enn einu sinni, að okkur finnst, að kvenfólk ætti að leggja fyrir sig aðrar íþróttir en hlaup, köst og stökk. Við, sem búum í landi stórbrotinnar náttúru og eldfjalla, höfum, sem betur fer, lítið haft af þeim náttúruham- förum að segja, sem gengið hafa yfir ýmis önnur lönd, svo sem Chile, Marokkó, Suðurhafseyjar og Suður-Frakk- land. Þar gerðist það, eins og menn muna, að stífla brast og lítið þorp þurrkaðist út. Flóðbylgjan skall af mikl- um þunga niður dalinn, og hér sjáum við fólk á förn- um vegi, sem kemst f hann krappan á leið yfir brú. Það eru engin handrið á brúnni, og flóðið þrífur fólksvagn- inn. Maðurinn forðar sér í ofboði út um dyrnar, en dráttarvélin stendur af sér strauminn. Æfir Júdó Ef þið komið til London, piltar, þá tökum við ykkur vara fyrir því að eltast við Irene Barrie, enda þótt fagrir séu á henni fótleggirnir. Hún er mjög sakleysisleg og elskuleg á svipinn, — en ekki er allt sem sýn- ist. Hún mundi sennilega taka í litlafingurinn á ykkur, og þið viss- uð ekki af ykkur, fyrr en þið lægjuð aflangir í götunni. Hún hefur nefni- lega iðkað júdó og náð talsverðri leikni í þeirri göfugu sjálfsvarnar- íþrótt. Hún hefur til dæmis sýnt júdó í brezka sjónvarpið. Það er merkilegt, upp á hverju kvenfólk getur tekið. — Ætli henni væri ekki nær að læra að elda hafragraut. Ágústa. Hefur gaman af að skrautrita Þið hafið auðvitað öll farið í Gamla bíó og tekið eftir Ágústu Guðbjartsdóttur, sem hefur verið þar í miðasölunni. Hún er þar reyndar ekki lengur, svo að gagns- laust er að gera sér ferð þangað til þess eins að sjá hana, því að hún er hætt að afgreiða bíómiða. — Hvaðan ert þú af landinu, Ágústa? Guölaug. — Ég fæddist í Sandgerði, en hef alizt upp í Reykjavík að öllu leyti. — Lífsleiðin hefur legið frá Sand- gerði til Reykjavíkur. Hvað er langt síðan þú sást dagsins ljós þar á Suðurnesjum? — Það eru víst 20 ár síðan. — Þú sagðist vera liætt að af- greiða híómiða, hvað starfarðu núna? — Ég vinm í Sindra. — Ertu kannski járnsmiður þar? — Nei, ekki er það nú. Ég er í bólstrun. — Jæja, það var líka ögn kven- legra. Þú ætlar að læra bólstrun — eða hvað? — Nei, ekki býst ég við því. Það var bara betur borgað en i bíóinu. Mig langar mest til þess að komast að sem flugfreyja. — Það hlýtur að takast, þegar þú ert búin að vera í fegurðarsam- keppni. — .Tá, ætli það takist ekki. — Er það annars eina áhuga- málið? — Mikið til, ég hef líka gaman af skrautskrift. — Skrautskrift, já, — það er vist ekki hægt að læra skrautskrift hér. Hana verða menn að læra að sjálfum sér. Á hvað skrautskrifarðu helzt? — Það er bæði á kort og bækur og því um Ifkt. — Þú skemmtir þér auðvitað eitt- hvað? — Það er nú ekki mikið, — svona einstaka sinnum. ★ Fræðslustarf og fegurðarsamkeppni Guðlaug Gunnarsdóttir tók einnig þátt í fegurðarsamkeppninni. Hún fæddist í Reykjavík fyrir 21 ári og segist ævinlega hafa átt heimili í höfuðstaðnum. Við spyrjum hana fyrst um starfið: — Ég vinn i fræðsludeild SÍS. — Þú uppfræðir þá landslýðinn um samvinnumál og afkomu Sam- bandsins? — Nei, það gera aðrir. Ég er bara við vélritun á bréfum og þess liáttar. — Er það nokkuð „bara“; það er eins og þegar konur segja: „Ég er nú bara húsmóðir.“ — Það er satt, þær gera of lítið úr því starfi. Annars er það nú svo um mig, að ég vil fyrst og fremst verða hús- móðir. — Það var gleðilegt að heyra. Finnst þér þá, að staða konunnar sé fyrst og fremst á heimilinu? — Já, en þó sé ég ekkert á móti þvi, að konur vinni störf, sem karlmenn eru annars vanir að hafa með liöndum, eins og að taka þátt i opinberum störfum og vera á þingi. En þegar út i það er komið, ætti konán fyrst og fremst að helga sig heimili og börnum. — Verður ])ú áfram i fræðsludeildinni? — Ég hef talsverðan áhuga á flug- freyjustarfi, — að minnsta kosti í bili. — Þið eruð margar veikar fyrir því. — Það er gaman að prófa það í bili. Það gefast tækifæri til þess að kynnast ókunnum borgum og löndum. — Þú hefur eitthvað séð þig um erlendis, ef við munum rétt. — Ég hef verið hálft annað ár í Sví- þjóð, — á skóla í sex mánuði, og svo fékk ég skrifstofuvinnu sjá sænsk? samvinnu- sambandinu, og tvo mánuði vann ég á rannsóknarstofu fyrir vefnaðarvöru. Framhald á bls. 35. Það er nú ekki af þvi, að það sé nein sláturstíð, að við birtum þessa mynd. Þvi er nefnilega þann veg farið, að maðurinn vinnur við kjöt allan ársins hring, og það er ekki nokkur leið að komast að honum kjötlausum. Hann heitir Ingólfur Bárðarson og á lieima á Selfossi. Hann starfar, eins og sjá má, við kjötiðnað hjá Kaupfélagi Árnesinga og sér um það, að bæði Flóamenn og uppsveitamenn ásamt öllum „þorpurum" í Árnessýslu hafi nægi- legt kjötmeti, að minnsta kosti um helgar. Til þess að geta helgað sig þeirri hugsjón sem bezt brá Ingólf- ur sér til Kaupmannahafnar og nam af dönskum þeirra heimsfrægu kjöt- list, — ekki kjötlyst. Ingólfur Bárðarson er garpur að likamlegu atgervi, og virðist svo sem kjötið hafi orðið honum góð undirstaða. Hann hefur stokkið 1,85 m í hástökki, og betur hafa aðeins fáir íslendingar gert. Itálir hafa nýlega gert kvikmynd um stórsigur Napóleons heitins Bonaparte í orustunni viö Austerlitz. Þar er gnægö af hraustum drengjum og fögrum konum, því aö þær voru fagrar í þá daga og ekki síöur en nú á dögum. Hérna höfum viö fjórar forkunnarfallegar leikkonur, franskar og ítálskar, sem leika löngu liönar heföarkonur í myndinni. Þær heita, táliö frá vinstri: Daniella Rocca, Claudia Cardinále, Martine Carol og Anna Maria Ferrero. Þvílíkt kvennavál á einum staö! V Það er listaverkauppboð í London. Meðal annarra verka er þar eitt eftir Adolf Hitler, — já, sjálfan foringjann. Hann reyndi fyrir sér sem listmálari í Vínarborg, áður en hann fór að taka þátt í stjórnmálum, og málaði mjög nákvæmlega eftir fyirir- myndum sínum eða næstum því af ljósmyndalegri nákvæmni. Hitler fargaði flestum verkum sínum, en nokkur þeirra komust í eigu háttsettra nazistaforingja, sem þótti heiður að því að eiga málverk eftir foringjann. Jacques O'Hara er forríkur málverkasafnari og lætur mikið að sér kveða á uppboð- um í London. Hann kvaddi sér hljóðs og mótmælti því miög eindregið, að mynd eftir Hitler yrði seld sem listaverk. Hann bauðst jafnvel til að ' "rupa myndina fyrir allálit- lega summu og brenna hana á eftir. Þeir, sem áttu .mynd ’.-.a, sættu sig ekki við það og töldu sig geta fengið gott verð fyrir myndina út á nafn íoringjans, hvað sem list- gildi hennar liði. Þeir reyndu að gera gott úr málinu og ákváðu. að mikill hluti af verði myndarinnar yrði látinn renna til flóttamannahjálpar. Þá greip O'Hara fram í og sagði, að enginn flóttamaður væri svo blásnauður, að hann mundi þiggja hjálp fyrir tilstuðlan Hitlers. Samt sem áður var myndin seld á 320 sterlingspund, og sjálfsagt á hún eftir að hækka í verði. Litlu munaði að illa færi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.