Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 22
Fyrir hverju er draumurinn?
Draumspakur maður ræður drauma íyrir lesendur Vikunnar
Ef yöur dreymir þá drauma, aö yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni,
pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20
krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningarmanninum þá kostar ráðn-
ingin 50 krónur.
Herra draumráðandi.
Mig dreymdi að ég hafði verið svo vond út
í manninn minn að ég ætiaði að brjóta spegil
við fæturna á honum en liann brotnaði ekki,
þó ég kastaði af alefli. Ég var nú eiginlega ham-
ingjusöm að hann skildi ekki hrotna af því að
mér fannst að það mundi verða sjö ára ógæfa
ef hann hefði brotnað. (Við erum búin að vera
gift í sjö ár). Kemur það draumnum nokkuð
við? Hvað lestu úr skrift minni?
Með fyrirfram þökk.
Ein 29 ára.
Svar til einnar 29 ára.
Kærleikurinn milli ykkar hjónanna mun
magnast að mun á næstunni og reynast hald-
góður. Skriftin gefur til kynna all þroskaðan
fegurðarsmekk, en nokkuð mislyndi.
Herra draumráðandi.
Mig dreymdi að ég væri stödd úti á götu og
er ég leit við sá ég fyrir aftan mig fimm ára
gamla stelpu, sem ég þekki mjög vel, var hún
að lesa nokkur orð úr biblíunni og fjórir prestar
gengu á eftir henni. Þeir tilkynntu alltaf hvað
hún ætti að lesa, en ég heyrði það aldrei, um
leið og þeir sögðu hvað hún ætti að lesa, sagði
cinn þeirra að á eftir kæmu þrjár hátiðir. En
ég iieyrði aldrei hvað það var, sem stelpan var
að lesa. Svona gekk þetta nokkrum sinnum. Þá
ætlaði stelpan að fara að segja eitthvað, en i því
vaknaði ég. Hvað merkir draumurinn?
Með fyrirfram þökk.
Hulla.
Svar til Hullu.
Draumurinn bendir til þess að þú verðir
fyrir einhverjum missi, sem þó verði þér til
heilla.
Herra draumráðandi.
Mig dreymdi að ég væri í gömlu liúsi, þar
var ég og fleira fólk að borða. Þá kom þangað
inn kona með árs gamalt barn og annað þriggja
ára og bað mig um að passa þau fyrir sig. Ég
gerði það en var að hugsa um hvernig ég gæti
hugsað um þessi börn með mínum átta sem
ég hef fyrir. Svo fannst mér litla barnið hennar
vera týnt og varð ég þá hrædd. Ég fór út að
leita að því og stoppaði á miðri götunni og bað
til guðs að ég ætti svona fallegt hús. Þá fannst
mér barnið vera allt í einu komið upp í fangið
á mér og farið úr gallanum bláa og bleyjan að
losna utan af því. Það var svo mikill saur og
fór hann í lófann á mér.
Með fyrirfram þökk.
Hanna.
Svar til Hönnu.
Þér mun bætast leiðigjarnt verkefni, sem
þú munt fá vel launað.
Herra draumráðandi.
Mig dreymdi mjög undarlega eina nóttina og
langar mig til þess að fá ráðningu á þessum
draumi. Mér fannst ég og tvær vinkonur minar
standa einhversstaðar, ég veit ekki hvar, en
þá kemur piltur til okkar og býður okkur í
ferðalag. (Ég þekki piltinn). Og ferðalagið átti
að vera að synda út í skip, sem var þarna ekki
langt frá. Svo fannst mér ég og þessi piltur vera
kominn á leið út i skipið og eittlivað fleira
fólk en vinkonurnar voru hvergi. Sundið gekk
mjög vel og fljótt. Svo fannst mér við allt í einu
sitja til borð i sldpinu og var þar mjög flott.
Pilturinn var i ljósum jakka og ég var í hvít-
um sumarkjól með smáum rósum. Svo finnst
mér hann standa upp og vera með tvö börn,
dreng og stúlku. Hann lagar fötin á drengnum
og þá stend ég upp og laga kjólinn á stúlkunni.
Síðan finnst mér ég ganga þarna í síma og
hringja og tala við systur mína og móður. Þá
kemur pilturinn og sezt hjá mér. Ég legg tólið
á og tek ispakka úr kjöltu hans og bind um
Framhald á bls. 29.
Jackie Cian.
KEPPINAUTUR MARGRÉTAR
PRINSESSU.
Þetta er Jackie Cian, sem sagt er,
að hafi verið skæður keppinautur
prinsessunnar um ástir Armstrong-
Jones. Hún er kínversk, fædd á
Trinidad og leikkona að atvinnu. Sagt
er, að Tony hafi átt sinn Þátt í að
koma henni á framfæri i leiklistar-
heiminum, þvi að myndir hans af
henni vöktu mikla athygli. Jackie er
komin vel á veg, því að hún er að
leika í „vistavision“-mynd á móti
Rock Hudson, svo að það er ástæðu-
laust fyrir hana að sýta einn Ijós-
myndara.
Roderik Williams í Suður-
Rhodesiu var orðinn skuldum
vafinn eins og skrattinn
skömmunum og sá sér ekki
annað fært en flýja burt og
fela sig. Hans var lengi leitað,
en allt kom fyrir ekki. Lánar-
drottnar hans hétu hverjum
þeim, sem gæti gefið upp heim-
ilisfang hans, álitlegri fjárhæð.
Williams las þetta í blöðunum
og sendi lögreglunni heimilis-
fang sitt, um leið og hann
krafðist launanna, sem heitið
var, — og fékk þau.
ÁSTFANGN AR
GULRÆTUR.
Það er margt
furðulegt í flór-
unni, og eru þess-
ar faðmlaga gul-
rætur gott dæmi
um það. Þær eru
sprottnar í þýzkri
mold, en hvort þær hafa leitt menn
nokkru nær sannleikanum í rann-
sóknum á tilhugalífi grænmetisteg-
unda, vitum við ekki enn.
f Ameríku eru þeir farnir að hafa
rakvélar í bílunum og raka sig
á leiðinni í vinnuna. Þetta er auð-
vitað gert til þess að spara tíma hjá
bissnissmönnum. Rakvélinni fylgir
svo spegill á bandi, sem hægt er að
smeygja um hálsinn.
sólhlíf húiSar ýSar_________________________
Óvernduð húS verður fljótlega hrjúf og skorpin f sólskininu, þvf
sólargeislornir brenna ekki einungis, heldur ofþurrka þeir líka
húSina. NIVEA verndar sem sólgleraugu. ViS notkun NIVEA-
krems ( sólskini verður húS ySar mjúk og slétt, þv( NIVEA-kremiS
kemur I veg fyrir ofþurrkun hennar. NIVEA-ultra-olta verndar
gegn brennondi sólargeistum. Vegna eiginleika sinna, sem hindra
sólbruna, gerír hún lengri sólbðS
mðguleg og orsakar hraðo lita-
skiptingu.
Sát
oq HIVEA/
HIVEA-