Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 13
þetta er hjá lögreglunni Afsakiö, 100 dollara seöil, félagaspjald aö sam- tökum alþjóöakauphallarbraskara, stílað á mann að nafni Thompson, auk þess hlutabréf í fyrirtæki í Wall Street ásamt nokkrum blaðaúrklipp- um, sem fjölluðu um einstaka kænsku og kaupsýslugáfu hans við kauphöll- ina í Manchester. Og er betur var leitað, fundu þeir félagar heimilis- fang Thompsons í Miinchen, — en hann bjó á einu glæsilegasta gistihúsi borgarinnar. Þegar þeir Pompey og Baker höfðu rætt málið stundarkorn, ákváðu Þeir að fara með veskið til eigandans, Thompsons. Þeir óku að gistihúsinu og fundu hann í forsalnum, þar sem hann sat og var að semja símskeyti til fyrirtækis síns til þess að tilkynna því veskistapið. Af sjúklegri ákefð rótaði Thompson í veskinu og fann sér til mikillar ánægju, að allt var á sínum stað. .Hann þakkaði mönn- unum fyrir og bauð þeim þegar hundrað dollara í fundarlaun! Þegar Pompey sló við þessu hendinni og kvað þetta ekki vera sið meðal heiðurs- manna, fór Thomson hjá sér og stam- aði eitthvað á þá leið, að hann væri alls hugar feginn, að veskið væri komið i leitirnar. Hann vildi að minnsta kosti hjálpa mönnunum að vinna sér inn peninga við kauphöll- ina, — ef þeir vildu vera svo vænir að skrifa undir samning, sem mundi færa þeim talsverða peninga. Hann bauð Þeim glas, og þeir fé- legar skemmtu sér hið bezt.a, meðan Thompson sagði þeim frá afrekum sínum. Hann sagðist vinna hjá heims- þekktu fyrirtæki I Wall Street. Á hverjum degi bárust honum fréttir frá fyrirtæki sínu um gengi og verð- bréf á alþjóðamarkaði, svo að hon- um virtist hægur vandi að vinna sér inn of fjár á örskömmum tíma, — vegna Þess hve hann hafði góð sam- bönd. HAGNAÐUR! Nú gekk allt samkvæmt áætlun. Baker hreifst mjög af fékænsku Thompsons, og ekki leið á löngu, áð- ur en Thompson tók fram skjöl sín, fyllti síðan út eitt mikið eyðublað og kvað menn yfirleitt fara þannig að til þess að græða peninga við kauphöllina. Pompey tók við eyðu- blaðlnu, og með félagakort Thomp- sons upp á vasann og auk þess í bíl Thompsons ásamt einkabílstjóra hélt hann nú til kauphallarinnar í Miinchen. Hinir héldu áfram drykkj- VTK AN Maðurinn, sem hann kynntist á bátnum reyndist fyrirtaks náungi - og þeir urðu perluvinir, en svo----- Eftir Percy Smith lögregluforingja við Scotland Yard unni. Nokkrum klukkustundum síðar kom Pompey aftur ljómandi af gleði og hampaði skjalinu. Honum hafði gengið vonum framar, og þeir félagar voru orðnir 5000 dollurum ríkari. Allir glöddust skiljanlega yfir þess- um auðfengna gróða, enda þótt Thompson teldi þetta ekki annað en barnamat. Hann var nú á leið til London og ætlaði að sinna þar ein- hverjum erindum fyrir fyrirtæki sitt. Ef herrunum þóknaðist, gætu þeir orðið honum samferða til London, þar sem þeir gætu haft alla sína hentisemi við kauphöllina í London. Auk þess væru þeir næstum öryggir með gróða, þar eð Thompson hefði svo góð sambönd. Pompey lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hann kvaðst vilja slást í för með Thompson og hvatti Baker ein- dregið til þess að koma líka. Nokkr- um dögum síðar fengu þeir félagar sér herbergi á Grosvenor-gistihúsinu í London. Thompson kvað það henta sér vel að búa á þessu gistihúsi, þar eð hann Þyrfti að ræða við nokkra félaga sambands síns frá meginland- inu. ÖNNUR LOTA! Nú var Baker fastur i gildrunni. Thomson fékk boð frá New York, þar sem talið var gróðavænlegt að leggja peninga í fyrirtæki eitt. Hann bauð vinum sínum að taka þátt í þessu, og þeim kom saman um að leggja 50.000 pund i fyrirtækið. Pompey hlustaði af athygli á ráð Thompsons og lét í Það skína, að nú þættist hann viss um gróða. Og nú gerðu þeir félagar með sér samning. En þá kom skyndilega bobbi í bát- inn. Einhverra hluta vegna kvað Thompson það ráðlegt, að Pompey og Baker flyttust á Savoy-gistihúsið. Þannig mundu þeir vera nálægt gisti- húsi því, sem hann hefðist venjulega við á, Charing Cross-gistihúsinu. Dag- inn eftir ræddu þeir svo málin á Savoy-gistihúsinu. Thompson tjáði þeim, að áform þeirri hefði gengið að óskum og að nú ættu þeir i fyrir- tækinu um 55.000 pund. Hann af- henti Pompey hátíðlega skjalamöppu með stimpli alþjóða-kauphallarmang- ara og bað hann að sækja peningana. Þegar Pompey kom aftur, sagði hann þeim félögum, að allt hefði gengið að óskum, en samkvæmt brezkum venjum væri ekki hægt að taka út peningana nema með öruggri tryggingu. Thompson fylltist örvæntingu og kvaðst ekki hafa nema 20.000 pund handbær. Pompey var fús til Þess að leggja fram önnur 20.000 pund, ef vinur hans, Baker, gæti lagt fram þau 15.000 pund, sem á vantaði. Baker kvaðst ekki geta hugsað sér að fara varhluta af ágóðanum og lagði fram 15.000 pund. Nú varð ekki aftur snúið. Thomp- son og Pompey aðstoðuðu nú Baker af mætti og flæktu hann æ meir i netið. Thompson átti að sjá um, að peningarnir væru sendir til London frá New York, og Pompey sagðist mundu taka peninga sína út hjá American Ebcpress Company. DAGBLAÐAPAPPÍR. Svo sátu fjárglæframennirnir og biðu peninganna, og ekki leið á löngu, áður en skerfur Bakers barst þeim félögum. 15.800 pund voru borg- uð inn á reikning Bakers í London. Hann tók út alla upphæðina, og fé- lagar hans gerðu slíkt hið sama. Eða svo sögðu þeir. Enn komu þeir saman á herbergi Thompsons á Charing Cross-gistihúsi, en þar fleygðu svik- ararnir tveir peningunum á borðið. Þetta voru stórir bunkar af dag- blaðapappir með pundsseðlum efst og neðst. Allt var þetta lagt í mikla skjalamöppu og Pompey falið að fara til kauphallarinnar til þess að fá borgaðan hagnaðinn. En ekki nóg með það. Áður en Pompey fór, bað Thompson hann að leggja peninga í einhver Anaconda- hlutabréf. Síðan bað hann Pompey að koma aftur með alla fjárfúlguna. En Pompey reyndist „óhlýðinn". Hann lagði alla peningana í Anaconda- hlutabréfin og beið frétta, — og auðvitað varð geysilegt tap á Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.