Vikan


Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 18.08.1960, Blaðsíða 15
Stúlkan, sem hann gat ekki gleymt Það er sagt, að menn verði að vera heldur „langt niðri“ til þess að skrá sig í Otlendingahersveitina frönsku. — Þegar Hjálmar hafði gert 12 ár- angurslausar tilraunir tii þess að vinna hug hinnar útvöldu, hinnar undurfögru Víólu, gerði hann loks það, sem menn gera, þegar þeir eru heldur „langt niðri": Hann hélt burt til þess að gleyma henni. Við skulum játa það strax: Hann lifði mesta hundalífi þarna. Fyrstu mánuðina var hann sendur ásamt nokkrum nýliðum til Sidi bel Abbes, þar sem hann var leikinn heldur grátt, sleginn og marinn, hundsaður og hundeltur i 24 klukkustundir á sólar- hring. Hann var eiginlega, — ef svo mætti að orði kveða, — neyddur til þess að hlaupa 25 sinnum i kringum herbúðirnar með 100 kílóa þungan sandpoka á bakinu í 49 stiga steikj- andi hita. Það var sama, hvað hann gerði, hann gat ekki gleymt henni Viólu sinni. Hún hafði verið eina ást hans og yndi. Hann sá hana sífellt fyrir sér, nú í afrískum hillingum. Ljósir lokkar henriar, sem féllu niður á axl- ir, rauðar varir hennar, hvelfdur barmur hennar og seiðandi bros, — allt birtist þetta honum i draumi. Það jafnaðist engin stúlka í heimin- um á við hana. Samt hafði hún hrygg- brotið hann. Tólf sinnum hafði hún gert það. Og það er meira en litið. Hann sökkti sér í dagdrauma sína og heyrði jafnvel ekki skipanir lið- þjálfans. En þegar liðþjálfinn otaði ógurlegu fésinu upp í opið geðið á honum, vaknaði hann með andfælum. Hálfur mánuður upp á vatn og brauð í samfélagi veggjalúsa í „Steikarofninum" verður refsingin! öskraði liðþjálfinn. — Ætli þér lær- ið þá ekki loksins að gley na! Ásamt 5000 veggjalúsum lá hann og lét sig dreyma — um Víólu. Hann gat ekki gleymt henni. Eftir þrjá daga i „Steikarofninum" fór hann að hugsa til flótta, þótt ekki hætti hann að hugsa um Víólu. Þegar hann á fjórtánda degi var vakinn með sparki i afturendann og ýtt út í glóandi eyðimerkursólina, stundi hann og féll við eins og nýfæddur kálfur. Nú var hann staðráðinn í þvi að strjúka. Daginn eftir stakk hann af úr her- búðunum, en fyrr en varði, var hann á ný kominn í „Steikarofninn". Eín- hverjir harðsvíraðir Arabar höföu klófest hann og skilað honum. Þrem- ur vikum síðar var honum skipað að snauta út úr kofanum og bera 500 sandpoka 500 sinnum umhverfis her- búðirnar. Hann hljóp eða reyndi öllu heldur að hlaupa með 50 kílóa þung blýlóð á hvorum fæti. Auk þess höfðu varðmennirnir sett límband yfir munninn á honum og þvottaklemmu á nefið á honum, svo að hann gæti ekki dregið andann. Eftir þessa æfingu var lítið orðið eftir af hermanninum hugprúða. En hann gat ekki gleymt Víólu! Næstu 15 ár lenti harm I hinum ótrúlegustu erjum og ógöngum, vegna þess að hann reyndi að strjúka úr herbúðunum næstum annan hvern dag. En Hjálmar hélt ávallt tryggð sinni við Viólu. Hillingavofan birtist enn: yndisleg- ur barmur, rauðar varir, lausir lokk- ar og seiðandi bros — VlÓLA. Það var ekki fyrr en honum datt í hug að vefja sig lökum og dulbúa sig sem Araba og laumast burt úr herbúðunum, að honum tókst að strjúka. Hann komst loks með flutn- ingaskipi til Marseilles. Viku síðar stóð hann við tröppurn- ar á heimili Víólu. Hjartað sló ört í brjósti hans, þegar hann barði að dyr- um, og andartaki síðar voru dyrnar opnaðar. 'Ó, Vióla. Hérna stóð konan, sem hann hafði orðið að líða heljar- kvalir fyrir. Nú þekkti hún hann ekki. — Það er ég, — H-j-á-l-m-a-r, stundi hann. — Ég gekk í Útlendinga- hersveitina til þess að gleyma þér, en það var til einskis ... Hann virti hana fyrir sér, þar sem hún stóð og horfði á hann. Hárið á henni vísaði í allar áttir í fitugum tjásum. Hún var orðin feit og ólögu- leg eins og kartöflupoki, og heill hóp- ur krakka hékk í pilsum hennar. — Núú ... stamaði Hjálmar og hörfaði um leið aftur á bak, ■— held ég skrái mig aftur til þjónustu. Getraunin Á t>essum stað gerðist eitt af þessu jbrennu: 1. Ferðafélag íslands byggði þar sæluhús 1926 2. Jökulhlaup olli manndauða og auðn 1939 3. Fjölskylda, sem flúði Svarta- dauða, flutti þangað 1402 Lausnir éru því aðeins teknar til greina að þær sén klipptar út úr blaðjnu. Þetta er þriðji hluti keppninnar af fimm alls: tftvarpsskrifborð frá Edda Radio — Verðmæti kronnr 15.000.00 Umboð á íslandi: Sveinn Björnsson & Co. f þessari verðlaunakeppni Vikunnar, er um mjög glæsilegan vinning að ræða. Það er út- varpsskrifborð frá Edda radio í Noregi, en um- boð fyrir það fyrirtæki hefur Sveinn Björnsson, & Co. Borðið er i senn fagurt og hag kvæmt, það tekur Iftið pláss, en rúmar vel og er sannkallaður prýðisgripur, hvar sem væri. Efnið er tekk, en messinghólkar á fótunum. f því er bókahilla og skápur fyrir ritvél og ann- ar fyrir segulband, eða hvað sem vera skal annað. Útvarpið er innbyggt og það er mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk, sem býr þröngt. Það er mjög gott og skulu hér talin upp nokkur tæknileg atriði, sem prýða gripinn; en þó er rétt að taka það fram, að þau Valdimar Örnólfsson og Hildigunnur Dungal fylgja ekki vinningnum. Helztu kostir útvarpstækisins eru þessir: ¥ Sjö lampa móttökukerfi, Novallampar af nýjustu gerð, þrettánföld lampavirkni, ótrú- legur næmleiki og hrein tóngjöf. ¥ Metramerktur bylgjuborði, stillingin ónæm fyrir truflnnum og samrnna frá öðrnm stöðvum. * Fjórir sérskildir bylgjuborðar, sem ná yfir bylgjusviðið 13—2000 m, eða það svið sem heimilað er fyrir útvarpssendingar nú og framvegis. * Víkkað bátabylgjusvið, 1650—5900 kc/s. * Stöðvastillir með jafnvægishjóli og mismuna- drifi, sem gerir stillinguna ótrúlcga auðvelda og hraðvirka. ¥ Sérstakir stillar framan á, sem skipta á grammófón og segulbandstæki eftir vild, svo ekki þarf að tefja sig á að tengja leiðslur eða öðru þessháttar. * Sjálfvirk hljómstilling, sem heldur jafnari hljómfyllingu hversu lágt sem útvarpið er stillt. * Ljósauga með tveim næmleikagráðum, sem gefnr til kynna nákvæma stillingu, bæði á veikar og sterkar stöðvar. ¥ „Tal og hlustunarkerfi“, sem gerir kleift að tónlist og tal berist um viðtækið milli tveggja herbergja — meðal annars má nota þetta tæki til að fylgjast með börnum í öðru herbergi. * Fimmskipt dískantstilling, sem nær bæði til hljómfyllingar og tóngæða. Sérstök bassa stilling, svo maður getur alltaf ráðið sam- hljómuninni eftir sínum eigin smekk. V Ómvíddarkerfi, — High Fidelity — sterkur konserthátalari og tveir dískanthátalarar, stilltir fyrir þrívíða rétthljómun. ¥ Tengsli fyrir aukaleiðslur til hátalara í eld- húsi eða öðrum herbergjum — tækið er nægilega sterkt fyrir nokkra slíka hátalara samtímis. * Innstungur, sem gera kleift að skipta frá segulbandstæki á plötuspilara með einu handtaki. * Innbyggt loftnet fyrir lágbylgjur, sem einnig má nota f sambandi við önnur bylgjusvið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.