Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 12
Þorsteinn á Úlfsstöðum Var Einstein óskeikull ? 1 5. tölubl. Vikunnar þ. á. er grein með fyrirsögn- inni Er Uf á öörurn hnöttum? En gegnt þvi, sem grein þessi byrjar, er efst á síðu mynd af Einstein, og stendur þar fyrir neðan að hann hafi „sett fram nýjar kenning- ar um lif á öðrum hnöttum'1. En þar sem ég hef aldrei heyrt þessarar kenningar getið, þá eru það vinsamleg til- mæli mín til Vikunnar, að frá þeim verði skýrt að nokkru. Það má víst heita undantekningarlaust, að meira sé við Einstein haft en nokkurn visindamann annan, og er því líkast, að hann sé talinn með öllu óskeikull. Og auðvitað var gengið út frá því sem sjálfsögðu og óve- fengjanlegu í nefndri grein, að svo hljóti að vera sem haft er eftir honum, að engin geislan geti, hvað hraða snertir, komizt fram úr hraða Ijóssins. En það er nú samt það, sem áreiðanlegt má telja, að Einstein hafi ekki haft rétt fyrir sér. Ég efast ekki um að Einstein hafi verið mikill vísindasnillingur, og kann ég þó ekk- ert um það að segja af eigin mati. En þó get ég sagt það um kenningar hans, sem dr. Helgi Pjeturss segir einhversstaðar, að ég sé vel hvað ekki hefur og ekki áunnizt við þær. Og þar sem þær stefna að því að tak- marka eða loka inni mannlega hugsun, þar getur rétt- mæti þeirra ekki staðizt. Án óendanleiks heimsins og án óendanlegra sambandsmöguleika hins óendanlega heims vantaði frumorsök alls þess sem er. Og sé nú svo, sem ekki mun verða hrakið með neinu skynsamlegu móti ,að sambönd við framliðna menn séu í rauninni sambönd við íbúa fjarlægra hnatta, Þá getur ekki verið um það að villast, að til muni vera einhver hraðgeisl- aðri kraftur en kraftur ljóssins. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstööum. Kenning Einsteins varöandi Uf á öörum hnöttum var fyrst og fremst stæröfræöilegs eölis. Réttara vœri kannski aö kálla þaö kenningu varöandi möguleika fyrir lífi á öörum hnöttum. Hún er í því fólgin, aö í öllum þeim aragrúa sólkerfa, sem fyrirfinnast í himingeimn- um hljóti aö fyrirfinnast margar „jarÖir“, þaö er aö segja hnettir, þar sem lífskilyröi eru öll hin sömu og ásigkomulag hiö sama og á okkar jörö eöa aö minnsta k.osti mjög svipaö, og þá um leiö sterkar Ukur fyrir því, frá stœröfrœöilegu sjónarmiöi séö, aö þar sé Uf á svipuöu stigi og hér. Lengra mun Einstein áldrei hafa gengiö í þeirri kenningu. Vísindalega mun Ijóshraöákenning hans ekki hafa veriö afsönnuö, enn sem komiö er — dnnaö mál er svo þaö hverju menn trúa í þeim efnum eins og öörum. Ristj. Kópavogskaupstaður er vaxandi á flestum sviðum og hvert menn- ingar- og þjóðþrifafyrirtækið rís þar af öðru. Eitt af þeim er fé- lagsheimili kaupstaðarins. Það er vel sett á hæðinni ofan við Hafn- arfjarðarveginn og ofan af efstu hæð þess er herlegt útsýni yfir Kópavogskaupstað og inn yfir Reykjavík. Þar á þakinu á að verða veitingastaður, þegar fram liða stundir, og verður hægt að sitja bæði inni og úti, hvort sem menn heldur vilja. Meðf. mynd er tekin ofan af þakhæðinni og sýnir hún útsýnið til norðurs, yfir Fossvog og Bústaðarhverfi. Það var þoka yfir E'sjunni og þess vegna sést hún ekki.' Á neðstu hæð hússins er kvik- myndahús, eins og alþjóð veit, og þar að auki veitingasalur, þar sem gestir staðarins geta fengið sér snúning á síðkvöldum. Sveinn Kjarval, húsgagnaarkitekt, hefur teiknað innréttingar. Þær eru mjög fjölbreytilegar að efni og Sveinn hefur megnað að gera húsið í senn vistlegt og glæsilegt. Því til áréttingar birtum við mynd úr forsal félagsheimilisins og vilj- um við sérstaklega vekja athygli á loftinu, sem er með frumlegum hætti. Nýtt hverfi í fæðingu Eftir nokkur ar verður ekki hægt að taka svona mynd af Kringlumýrinni. Garð- kofarmr, sem sett hafa mestan svip á svæðið frá Hlíðunum og inn undir Smáíbúða- hverfi, munu tina tölupni og í þeirra stað rísa háhýsi, blokkir, raðhús og einbýlishús. Þ* uh*ÍUr, hegar verið byrjað á nokkrum sambyggingum og raðhúsum, en ætla má að það taki nokkur ár aö byggja allt hverfið. Það verður að einhverju leyti með nýstárlegu sniði og hafa verið höfð um það góð orð að endurtaka ekki oftar sömu vitleyurnar sem hafa orðið klassiskar í skipulagi baéjarins. Margir eru þeirrar skoðunar, að skipulag Reykjavíkurbæjar eigi sér ekkert líkt og fyrir það verði aldrei bætt úr því sem komið er. Sumsstaðar sé einbýlishúsum dreift yfir víðfem svæði, en annarsstaðar séu sambyggingar með 30 íbúðum og meir byggðar svo þétt, að halda mætti að landþrengsli væri meginvandamál landsmanna. Við skulurrí vona, að betur takist til með þetta nýja hverfi. Með útsýni yfir öll Suðurnes

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.