Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 33
Hvafl segja daeturnar? Er það ekki undravert að fulloröin kona skuli líta svona unglega út. Leyndardómurinn er að hún notar Rósól-Crem með A víta- míni i hverju kvöldi. Þér lesið um nýjungar í auglýsingum þessara dálka Það gjöra einnÍR tugþúsundir annarra íslendinga. Ef þér eða fyrirtæki yðar viljið bera fjöldan- um frcgnir af vörum yðar eða þjónustu þá segið sögu yðar hér í smáauglýsingadálkum VIKUNNAR. Hringið í 35320 og fáið upplýsingar um verð og kjör. Maðurinn minn var mér ótrúr Framhald af bls. 15. Þá tók hún að gráta hástöfum. — Hypjaöu þig í fötin og farðu, sagði ég eins rólega og mér var unnt. — Jig vil ekki sjá þig framar. Eg skil Knút, því að hann er ekki annað en karlmaður, og menn eru nú einu sinni þannig gerðir, þegar maður skiiur þá eftir eina, en þú ert vin- kona mín, Þóra, og þér get ég ekki iynrgefiðl Þóra kiæddi sig snöktandi, og stuttu siðar heyrust útidyrnar skeli- ast. Ég yrti ekki á Knút, og þegar hann rétti til mín höndina, fézt ég ekki sjá hana. — Viitu skilnað? spurði hann mig. — Ég veit ekki, sagði ég — ég verð aö hugsa mig um. — Hugsaðu um börnin, tuldraði hann — þetta virðist svo viðbjóðs- legt, vegna þess að þú sást það, en livernig átti ég að vita, að þú mundir koma svona snemma heim? — Ég hef aldrei njósnað um þig, svaraði ég. — Mér datt ekki i hug að þú værir þannig innrættur, Ég hélt að sambandið milli okkar væri betra en þetta. Þá gat ég ekki meira. Ég settist niður og hágrét. En brátt róaðist ég, og er dag- arnir liðu, varð mér ljóst, að Knútui iðraðist þessa innilega. Þetta hafði ekki verið annað en ævintýri, svo að ég ákvað að fyrirgefa honum. Nokkrum mánuðum síðar átti ég af- mæli, og Knútur gaf mér þá dýr- indis hring. Ég hef alltaf lialdið því lram, að þegar maður tekur afstöðu til ein- hvers, megi maður ekki hvika frá henni. Knútur var nærgætnari en nokkru sinni fyrr, en öðru hverju gripu mig furðulegustu hugarórar. Ég sá hann fyrir mér ásamt Þóru ekki aðeins sofandi, eins og ég hafði komið að þeim. Það var eins og ég hefði yndi af því að ýfa upp þetta gamla sár og gera það eins við- bjóðslegt og mér var unnt. Ég sá fyrir mér í minnstu smáatriðum, hvernig þau höfðu verið saman, og þegar þessar kenjar gripu mig, var mér heinlínis illl og fór ekki út þann daginn. Fyrst, er ég reyndi að tala við Knút um þetta, fór hann hjá sér, en brátt varð honum ljóst, að þessi liugsun ásótti mig, og loks fór svo að honum gramdist þetta. — Ég vildi óska, að við hefðum aldrei gert þetta, sagði hann einu sinni — en gert er gert, og það þýðir ekki að nöldra eiliflega út af því! Það særði hann einnig, að ég treysti honum ekki sem fyrr. Einu sinni lagðist ég svo lágt að njósna um hann, og grunur minn reyndist alls ekki á rökum byggður. Þegar liann komst að þvi, varð hann bálreiður, og við rifumst allt kvöldið. Ég hafði brcytzt, og það vakti sektarmeðvitund Knúts. Jafnvel þótt okkur kæmi sæmilega saman, var hjónabandið aldrei jafnheilbrigt og áður. Börnin, sem við reyndum bæði að umgangast eins og fyrr, fundu, að foreldrum þeirra kom elcki fyllilega saman, og þau urðu tauga- spennt og kvíðin. • Sonur okkar Bergur, tók að væta rúmið, og það vakti furðu heimilislæknisins, ]jvi að hann sagði, að slikt gerðist oft á heimilum, þar sem börnin þjáðust af öryggisskorti. Ég gat ekki sagi honum frá sambúð okkar Knúts, sem fór síversnandi, né iieldur gat ég minnzt á taugaspennu mina og ei- lífa liugaróra, þar sem ég sá Iinút fyrir mér daðra við allar þær kon- ur, sem við höfðum samskipti við. Þá tók ég upp á því að kasta upp á morgnana, og ég hélt, að ég værj komin með magakrabba. Ég var lögð inn á Landsspitalann og rannsökuð gaumgæfilega, en ekkert fannst að mér, svo að úrskurðurinn varð sá, að ég þjáðist af taugaveiklun. Einn læknirinn talaði lengi við mig, og ekki leið á löngu áður en ég var búin að segja honum alla söguna. Hann virtist ekkert undrandi Oé sagði inér, að margir kvensjúkdóm- ar stöfuðu al' taugabilun. Hann lét á sér skiljast, að ótryggir menn væru síður en svo sjaldgæfir og mér væri hollast að gleyma þvi liðna og byrja á nýjan ieik. Við ættum tvö yndisleg börn, ág’ætt heimili o. s. frv. Allt þetta halði ég þegar sagt sjálfri mér æ ofan i æ. Ég var útskrifuð, og lengi á eftir leið mér prýðilega, en loks varð ég aftur gripin sama óróanum, og mér fannst ég ein og yfirgefin i þessum heimi. Ég tók á mig rögg og hélt vestur á ísafjörð til afa, sem var nú orðinn of gamall til þess að stunda sjóinn. Hann sat í litlu, notalegu stofunni og sinnti blómunum henn- ar ömmu, las Biblíuna og aðrar bæk- ur, sem hann fékk að láni á bóka- safninu. Dag einn sagði ég svo gamla manninum frá þessu öllu, einnig því sem yfirlæknirinn liafði sagt mér, og hversu lítið það hafði hjálpað. Afi gamli kinkaði kolli og sagði: -— Nei, þú ert ekki búin að ná þér enn, en það ætti að vera þér hægð- arleikur á svo sern vikutima. Það er að vísu erfitt, og sárafáir standast þessa raun, en á einni viku getur þú læknazt af þessum kvilla, væna mín! — Ég mundi reyna allt til þess að verða aftur hamingjusöm með Knúti! svaraði ég — en það er vist ekki ráð við þessu! —Allir hafa einhvern tíma verið sviknir af ástvinum sinum, fyrr eða síðar á ævinni, sagði afi gamli lágt. — Ég átti eitt sinn æskuvin, sem gerði dálitið, sem gjörbreytti lifi mínu. Hann var vingjarnleikinn uppmálaður, en þegar honum hent- aði svo, sneri hann við manni baki og brást mér. Við skildum, og mörg- um árum seinna fékk ég loks tæki- færi til þess að svara í sömu rnynt. Það hefði ekki breytt lífi mínu hið minnsta, en . ég logaði af hefndar- fýsn. Ég vissi, að ég myndi skamm- ast mín eftir á og að hefndin væri ekki til neins — en ég gal ekki hugsað urn annað en hefnd. En ég streittist á móti. Ég lyfti ekki þumal- fingri gegn lionum, og í dag er ég því feginn. Mér finnst satt að segja ekki ... og afi gamli lirosti við — ... að ég hafi orðið að neinu verri maður fyrir það ... — Og hvernig ætti þetta að verða mér að liði? spurði ég. — Þér finnst þú liafa verið svik- in af þeim, sem þér þykir vænst fyrirgefa honum ... það er að segja með kollinum ... en þú hefur enn ekki öðlazt sannfæringu lijartans. Ráð mitt er einfaldlega það, að þú verður að gera þér.ljóst, að þú þarft ekki að fyrirgefa neitt, Það er ekki þitt hlutverk. Þú átt að hegða þér, eins og þú sjálf þráir fyrirgefningu! — Ég! hrópaði ég. — Ég sem allt- af ... — Þegiðu nú, vina mín! sagði afi — Ef þú hugsar um það á hverjum degi i eina viku, hvað þú getir gert til þess að gleðja eiginmann þinn ... og auðvitað má hann ekk; vita, að það komi frá þér . .. á þér að batna! Ég hef aldrei lieyrt nokkurs manns getið, sem gefur án eftir- þanka og þjáist af taugabilun! — En það er ekki liægt að krefjast ]>essa af mér! sagði ég. — Þú getur ckki krafizt þess ... Afi gamli hristi höfuðið. — Nei, ])að er erfitt, það er næstum óger- legt. En það kvað iieldur ekki vera auðvelt að finna hamingjuna. Og ég sagði, að þetta yrði eríitt, er það ekki? Ég vildi ekki sætta mig við þetta — en ég minntist kafla úr ritning- unni, sein ég hafði lesið á barns- aldri. Það, sem fjallaði um að fara tvær milur með þeim, sem bað mann að fara eina mílu. — Já, það var rétt, það var mér fullljóst, en gat ég lifað eftir þessari reglu? Ég gekk lengi ein út með bröttu fjallinu, og mér varð brátt ljóst, að það er engin minnkun að sýna með- bræðrum sínum tillitssemi, jafnvel þótt maður hafi verið svikinn i tryggðum. Mér varð smátt óg smátt Ijóst, að Knútur hafði gert sjálfum sér mest mein. Hann, sem sektar- meðvitundin þjakaði, þurfti sannar- lega hjálpar og einlægrar ástúðar. Já, mér tókst það, ekki á einni, tveimur vikum, heldur á mörgúm, sársaukafullum mánuðum. En ég var loks orðin ný kona. ★ — Hættu að hrópa „Land fyrir stafni“. Pólk gæti haldið að það hafi komið okkur á óvart. — Ég kom nú bara tíl að híta mér á eyrunum. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.