Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 19
lú vera bruOl. ÞaÖ ja stúlkan aö fara imœla, meöan liún icelarnir séu svona i hvolfi — pví þiö ö þaö. a nipufijft :j,oag Picasso og nýja tízkan - Ég viðurkenni nú, að abstraktlistin er orð- in langt á eftir timan- um, sagði Picasso nýlega í viðtali við ítalskan blaðamann, er heimsótti hann á Rivieraströndina. — Ég hélt að við ab- strakt-listamennirnir gætum verið öryggir um að vera alltaf dálítið á undan samtíðinni með hugmyndir okkar. En nú er ég kominn á aðra skoðun. Ég var gestur á tízkusýningu í Paris fyrir stuttu, og það var ævintýri, sem ég gleymi seint. Ég trúði ekki minum eigin augum, er ég sá 100 náfölar og grindhoraðar sýningar- dömur koma vaggandi inn i einhverjum óskilj- anlegum og ólýsanlegum druslum, sem voru kynntar fyrir gestunum sem nýjasta tízka í kven- fatnaði. Ég sá strax, að gegn þessum ósköpum máttu kubismi og surre- alismi sin ekki mikils. Þær stefnur eru greini- lega orðnar langt á eftir tímanum, ef þær eru bornar saman við hug- myndir tízkuteiknaranna nú á dögum. og sólskin Þegar Islendingar bregða sé'r til ann- arra landa, þá er það ekki sízt í von um sólskin — mikið sólskin og talsverðan hita. Þeir ætla nel'nilega að koma brúnir heim, því að það hefur kannski verið rign- ingarsumar í fyrra og menn eru hvítir á litinn. Því miður eru baðstrandir óþekkt fyrirbrigði hér á Islandi. — Naut- hólsvíkin getur tæplega kallazt því nafni. — Þess vegna er það að vonum, að ungt fólk leiti uppi baðstrandir, þegar það kemur út fyrir pollinn og sól skin í-p, heiði. Otsendari Vikunnar hitti i sumarllf^ tvær blómarósir frá Fróni, þar sem þærj bökuðu sig i mjallhvítum sandinum át Bellevue-baðströndinni við Kaupmanna-W/I höfn. Hann hefur víst séð það á svipnum, að þær voru að heiman, eða ef til vill heyrt þær tala saman. Þær voru að minnsta kosti búnar að losa sig við blá- hvíta litinn og orðnar koparbrúnar. Sú, sem nær er á myndinni, heitir Edda Aðalsteins- dóttir og er úr Vestmannaeyjum, nánar tiltekið frá Hólagötu 2. Hún var á lýðháskóla í Noregi s.l. vetur og að því búnu fór hún á grautarskóla á eyjunni Als, og hin daman, Þórunn ísfeld Þorsteinsdóttir, var þar líka. Hún er úr Reykjavík, átti heima einhvers staðar nálægt Langholtsveginum. Þær voru víst lausar við grautinri og ætluðu að fara hjólríðandi suður Þýzkaland og allt suður að Miðjarð- arhafi og jafnvei suður á Italíu, ef þær væru ekki komnar með harðsperrur í kálfana. Nú eru þær senni- ,lega komnar heim úr því ferðalagi heilu og höldnu. @Edda ætlaði að verða í Eýjunum í vetur, vertiðargörp- lum og öðrum ungum mönnum til ánægju, vonum við I— en Þórunn var ekki alveg viss. Líklega yrði hún ■bara heima hjá sér í R.eyk’javík. Eru að fara til Oslo Nú i sumar — eins og undanlarin ár — hefur fjöldi fólks flykkst héðan til ineginlandsins tit að dvelja þar i sumar- leyfi sínu, enda nú orðið ekki talið öllu dýrara að fara utan til að skemmta sér í sumarfriinu en að ferðast um ísland. Ekki að minnsta kosti ef bornir eru saman <] Sú Jitla hér á myndinni hefur ekki gengið mörg sporin um ævina, en samt hætt sér út á tún í leit að fal- legum blómum handa mömmu sinni. Ekki virðist leitin bera árangur, en hún lætur sér þá bara nægja að verða sér úti um eitt myndarlegt strá til að blása í. Við hefðum gjarna viljað birta viðtal við dömuna, en áttum i dálitlum erfiðleikum með það — hún á nefnilega heima í Þýzkalandi og þar að auki er enn erfitt að gera sér grein fyrir hvaða tungumál bún tal- ar. Við vonum nú samt að það verði íslenzka i framtíðinni, því eítir því sem við bezt vitum, heitir þessi litla telpa Dagný og á íslenzka foreldra. Myndina tók Leifur Magnússon verkfræðingur. möguleikarnir á að gera þessar fáu vikur sem eftirminnilegastar. Allar sumarferðir skipa og flugvéla liafa verið pantaðar löngu fyrir t'ram og færri komist en vildu og orðið að láta sér nægja að fljúga barax til Vestmannaeyja. Þessir náungar hér á myndinni liafa orðið sér úti um far tímanlega, enda er haldið fast um farseðilinn. Við hittum þá úti á flugvelli, er þeir voru að leggja af stað til Oslo með annarri Viscount-flug- vél Flugfélagsins. Pétur Jónsson heitir sá til vinstri er prent- ari að iðn, en hefur jöfnum höndum starfað við hljóðfæraleik ásamt ýmsu öðru. Pétur er ættaður af Snæfellsnesi en hefur lengst af búið i Iteykjavík og einnig nokkur ár í Noregi. Pétur segist kunna ölhi betur við sig í Oslo en hér, og sagði um leið og hann kvaddi, að það væri alveg eins víst að hann kæmi ekki i bráð aftur heim til íslands. Sá með sólgleraugun kvaðst heita Jóhann Gestsson, hafa starfað bæði sem rakari og dægurlagasöngvari, cn hafa öllu meiri áhuga á þvi siðarnefnda. Hann sagðist ætla að leita sér frægðar og frama á Norðurlöndum og ef allt færi að von- um, gæti farið svo að hann ílengdist þar. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.