Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 15
fyrirgefa lioitmii ]iefia iir skák, a«) bczla vin- i sæmilegri stöðu. Við vorum þá komin til Reykjavikur og hann fékk stöðu hjá hænum. Seinna komst hann í góða stöðu hjá stóru út- flutningsfyrirtæki, og eftir rúmt ár var hann orðinn liægri hönd forstjórans og hafði fyrir- myndar kaup. Við eignuðumst bíl og lítið hús i Kópavogi og þar innréttuðum við líka harna- herbergi, og storkuðum þannig forsjóninni — en liún brást okkur ekki! Ári síðar eignuðumst við litla stúlku, sem við skírðum Katrinu Margréti í höfuðið á ömmu minni, scm hét Katrfn og móður Knúfs, sem hét Margrét. Enn liðu nokkur ár, og við vorum afar ham- ingjusöm. Við eignuðumst enn eitt liarn, sem við skirðum Berg. Knúlur var sífellt meiri önn- um kafinn, og þegar hann tók loks að sér stjórn fyrirtækisins, fluttumst við í niu herhergja ibúð vestur á Melum og það var svo gestkvæmt, að við urðum að hafa húshjálp. Sumar eitt, þegar vinnukonurnar voru í frii — það voru tvær systur — barst mér bréf, sem tjáði mér, að afi minn væri hættulega veikur. Hann var þá 74 ára gamall, og ég óttaðist mjög um líf hans, enda þótt hann hefði verið heilsu- góður. Ée flaug á mánudegi vestur á ísafjörð og sagði Knúti, að ég kæmi ekki fyrr en á íaugar- dag, en þegar ég kom vestur, leið afa mun betur, svo að ég gat farið heim á föstudagsmorgni. Flugvélin var komin til Reykjavikur um níu- leylið. Svalt var I veðri, en það er ekki svo langt af flugvellinum upp á Melana, að ég ákvað að ganga heim, mér til hressingar. Börnin voru hjá foreldrum Knúts, svo að hann var einn heima. Mig langaði til þess að koma honum að óvorurn með kaffi í rúmið, eins og þegar við vorum nýgift. Ég keypti nokkur volg rúnstykki í Björns- bakaríi á Hringbrautinni og gekk raulandi upp Iröppurnar og læsti að mér. Ég gekk inn i i'atahcrbergið. Tvöfaldar glerdyr skildu að fata- herhergið og svefnherbergið. Eg kom auga á höfuð Knúts á svæflinum. Ég opnaði dyrnar og horfði angurvær á manninn, sem ég elskaði. En aðeins andartak, því bak við Knút sá ég annað höfuð -— sofandi konu. Þetta var Þóra, æskuvinkona min, sem ég hafði sjólf lengið til þess að koma lil borgarinnar, auk þess sem ég hafði hjálpað henni fjárhagslega til að komast í skóla. Húii var nú í góðri stöðu. Ég heyrði hjarta mitt slá. Draumar mínir voru að engu orðnir. Og óttalega var Þóra kjánaleg, þarna sem liún lá með opinn munninn og brosti i svefninum. Ég sagði upphátt: — Góðan daginn! og skellti hurðinni á eftir mér. Mér fannst það ekki sam- boðið virðingu minni að tala við þau, á ineðan hún lá i hjónarúminu, svo að ég gekk niður á götuna. Einhverra hluta vegna hnfði ég tekið með mér volg rúnstykkin. og ég gekk niður að Tjörn og gaf öndunum. Ég gleymi aldrei næsta hálftímanum; ég ráfaði um einmana og full örvæntingar. Loks héll ég aftur vestur á Mela. Ég hugsaði með mér, að Þóra hefði ekki haft kjark í sér til þess að bíða og hefði flýlt sér i burtu, en þegar ég kom aftur upp i svefnherbergið, lágu þau Iiæði i rúminu — þau höfðu ekki heyrt til min og horföu dolfallin á mig. Þá stökk Þóra fram úr rúminu — htin var að minnsta kosti i eigin náttkjól — hrópaði upp yfir sig og greip um höfuð sér. — Ó, ég veit, hvað þú heldur! kjökraði hún — en það gerðist ekkert — ég svaf bara hérna, vegna þess að ég lokaði mig úti. Þú þekkir mig, þú veizt, að ég myndi aldrei ... Ég svaraði: — Láttu ekki svona, Þóra, ég er ekkert harn! Franihald á bls. 2U. ÍfelMli ■ Maðurinn minn var mér ótrúr Sönn frásögn úr B__.... .......<. daglega lífinu —...... VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.