Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 13
DtJLARGERVI SÁLARINNAR. Hinn forni þulur, sem setti fram siðakenningu sína í meginkvæSi Hávamála, varar okkur eindregið við þvi að opna liugskot okkar gálauslega fyrir öðrum mönnum. Fagurt skal mæla, en flátt hyggja. Líklega hefur aldrei verið sett í'ram boðorð, sem betur féll að eðli manns. Hinn sálskyggni Hávamálahöf- undur hefir lesið jjað heinlinis út úr sálarlífi okkar. Við gætum þess jafnan vandlega, að aðrir skyggnist ekki of djúpt inn i hug okkar né lesi þær þrár, sem raunverulega ráða hugblæ okkar og gerðum. Við skiptum ham eftir ytri aðstæðum, dyljum lævíslegar hugrenningar hak við hrosmildan íagurgala. tíoðorðið heimtar ekki, að við kugsum flátt. Höfundur þess gerir aðeins ráð fyrir því, að við viljum sýna annað kugarfar en rikir luð innra með okkui’. Pá eru hroshýr vör og ástúðleg orð hæfileg grima. Kógur undir sætri slikju meðaumkunarinnar, hatur duiið vinamáium eru vænlegri til árangurs en ei þau liæmu fram í sinu óhreytta, írumstæða gervi. Aðetns þar, sem við erum fyiiilega örugg um yíirhurði okkar eða mætum einiægri undirgefni, vörpum við dularhjúpnum og komum fram í okkar eðlilega ham. Duiargervi sáiarinnar er afar mikilvægt í öllum samskiptum manna, og margir eiga veraldargengi sitt því að þakka, hversu leiknir þeir urðu i iátæðislist. Menn draga ekKi duiarhjúpinn eingöngu yfir viökvæmar tiii'inningar, heldur keppa þeir á yl'irhorðinu að markmiði, sem er þeim einhert yfirskin, til þess að dylja hin raunverulegu markmið. Undir yfirskini vináttu vinna menn að glötun óvina sinna, menn sækjast eltir ást án þess að viija endurgjalda hana, menn játast undir trú og siðaboð, sem eiga sér þó engar rætur í iijarta þeirra, og heita ofheldi og grimmd undir yfirskini æðra réttlætis. ROGBERINN. I | | | . J?að er hverjum manni ósjálfrátt að hregða dularhjúp yfir tilfinningar sinar. Enginn maður er svo opinskár, að hann sýni ávaiit sáiarlif sitt tært og óhjúp- að. Mík hreinskilni myndi okkur jaínvel finnast óþægileg, svo íjarlæg er hun okkur i daglegu lífi. tíétt eins og húðin er holdi manns til skjóls og hlííðar, þannig er sá dularhjúpur, sem við vörpum yfir hugrenningar okkar, sálar- iífinu nauðsynleg hlíí i sarobúð manna. Hins vegar haia flest okkar allákveðið hughoð um það, hversu langt sé sæmi- legt að ganga í þessu laumuspili, og við gerum ráð fyrir, að aðrir menn hafi um það svipaðar hugmyndir. En einmitt þessi almennt viðurkennda takmörkun freistar sumra manna til að gera sér hamskiptin að Ust i þeim tilgangi að hagn- ast á einlægni og trúgirni annarra. Stórkostlegastur verður þessi feluleikur hjá rógberanum, sem leitast við undir annarlegu yfirskini að spilla mannorði annarra. Ef hann gæfi i skyn, að um- mæh hans spryttu af illkvittni og liatri, lægju hinar sálrænu ástæður atferlis hans ljóst fyrir og enginn tryði hoiiurn. Pess vegna her hann út róg sinn undir yfirskini hneykslunar, meðaumkunar og jafnvel vináttu. En fyrst og fremst er honum hugleikið að vekja hjá viðmæiendum sínum þá tilfinningu, að hann sýni þeim sérstakan trúnað. Þess vegna biður rógherinn svo oft fyrir sögu, sem hann ætlast þó til að berist út. Ef hann er hugkvæmur maður og orðslyng- ur, klæðir hann róg sinn jafnvel í tvíræð hrósyrði, t. d. lof um hinn góða vilja, sem þó láti jafnan undan hinum illu tilhneigingum. Þannig lýsti maður fyrir mér áfengisástriðu „vinar“ síns sem hetjulegri baráttu gegn skepnuskap of- drykkjunnar. Að lokinni þeirri lýsingu stóð hinn ógæfusami drykkjumaður fyrir hugarsjónum mínum sem viljalaust úrþvætti, sem fórnaði velferð konu og barna og allri sæmd á altari Bakkusar. Samt hafði ekki fallið eitt óvingjarnlegt orð, öll lýsingin var eins konar blendingur af aðdáun og meðaumkun, sem dró brestina skýrt fram, en leysti kostina upp í tilfinningavæmni. Persónulegur rógur er eitt hið bitrasta vopn í baráttunni um völd og ver- aldargengi. Rógsmiðurinn metur þá vandlega af sálskyggnu innsæi, hvernig hann skuli fylgja hinu forna boðorði, að mæla fagurt til þess að hrinda í fram- kvæmd fláráðum áformum. Rógur hans verður að líta sennilega út, helzt eins og hann bæri hinn rægða fyrir brjósti og harmaði hrösun hans. Og eink- um þarf að setja róginn fram sem sérstakt trúnaðarmál, að öðrum kosti breiðist hann ekki nægilega hratt út. Framhald á bls. 25. Höfimdnr Háiamála ráðlagrði mönn- ■nii að il.vlja tilfinningrar MÍnar. mæla fagrurlegra «gr b.vggja flátt. Kriisséf er dæmi 11111 mann, §em lagrt hefur §tiind á þennan leikaraskap með gröðnm árangrri. Kngrinn veit, kvað bak við það bros býr. né hvort hann meinar orð af hötnnnm sínnm. <2)e Yí/attLíai Jc onaááon Þekktu sjálfan þig FAGURT SKAL MÆLA VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.