Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 31
Ferð inn í fortíðina Framh. af bls. 8. Þau höfðu bæði setið eftir mið- degisverðinn í dagstofunni, með höf- uðin þétt saman og skoðað myndir í gömlu blaði. „Elskarðu mig ennþá?“ spurði hann lágt og lét sem hann hefði mik- inn áhuga fyrir myndunum. „Þú ert heimskur, hræðilega heimskur," hvíslaði hún aftur. Allt í einu heyrðist hratt og lágt fótatak — og í dyrunum stóð hin' hálfvitlausa móðir hennar, í skítug- um svörtum silkislopp og úttroðnum inniskóm. Svört augu hennar glömp- uðu óheillavænlega. Hún hljöp eins og inn á leiksvið og hrópaði: „Nú hef ég skilið allt. Ég fann þetta á mér, ég hef haft gát á ykkur. Ræfillinn þinn, hún mun aldrei í lífinu verða þin.“ Síðan teygði hún höndina út úr langri, hvítri erminni og skaut með hræðilegum hávaða úr gamalli byssu, sem þó var aðeins hlaðin púðri, sem notað var til að hræða spörfuglana. Hann þaut að henni og greip um hönd hennar. Hún reif sig lausa, sló með byssunni i ennið á honum og hitti á æð, sem byrjaði þegar að blæða, slöngvaði byssunni á eftir honum og þegar hún heyrði að fólk, sem hafði heyrt skothvellinn og köllin, kom hlaupandi, byrjaði hún með froðuna á grábláum vörunum að hrópa enn tilgerðarlegar: „Fyrr skaltu ganga yfir mig dauða en að hún tilheyri þér. Ef hún flýr með þér, þá hengi ég mig sam- dægurs, þá fleygi ég mér niður af þakinu. Burt úr mínu húsi, flæking- urinn þinn. Rusja, veldu á milli mín og hans.“ Og Rusja hvíslaði: „Ég vel þig, mamma, þig.“ Hann vaknaði og opnaði augun. Ennþá lýsti blátt ljósaugað yfir dyr- unum inn í dimmu klefans og horfði stöðugt, sorgbitið og leyndardómsfullt á hann Ennþá þaut lestin, titrandi og slagandi með stöðugum hraða áfram. Litla dapurlega sveitastöðin var þegar langt að baki. Allt þetta hafði hann lifað fyrir tuttugu árum. Hann hugsaði um skóginn, fenin, vatnalilj- urnar, slöngurnar og trönurnar .. . Já, þar höfðu líka verið trönur, hvernig hafði hann getað gleymt þv/. Allt var svo undarlegt á þessu ein- kennilega sumri. Undarleg voru trönuhjónin, sem komu öðru hverju fljúgandi að vatnsbakkanum og leyfðu engum öðrum en Rusju að nálgast sig. Þau beygðu langa og granna hálsana og horfðu alvarlega á hana, en full af forvitni, þegar hún kom hljóðlega á mjúkum skónum og settist á hækjur sinar fyrir framan þau. Þegar hann sá hana hlaupa svona til trönuhjónanna, gat hann ekkert hugsað og ekkert annað séð. Hann sá aðeins flagrandi sarafaninn og titraði magnþrota við tilhugsunina um brún- an líkama hennar með dökku fæð- ingarblettunum á húðinni. 1 síðasta sinn þegar þau sátu saman í legubekknum i dagstofunni og beygðu sig yfir blaðið, var hún aftur með húfuna hans milli handanna og þrýsti henni að brjósti sér, eins og áður í bátnum. Hláturinn speglaðist í svörtum augum hennar um leið og hún sagði: „Ég elska þig svo mik- ið núna, að ég veit ekkert yndislegra en lyktina úr húfunni, lyktina úr hárinu á þér og af þessum and- styggilega ilmvatni þínu.“ Nú höfðu þau farið fram hjá Kursk. Hann hafði beðið um kaffi og koníak eftir morgunverðinn og konan hans sagði: „Því drekkurðu svona SKOLAFOLK Ueikningsbækur, þrjár tegundir Stílabækur, fjórar tegundir Glósubækur, þrjár tegundir Teikniblokkir, fjórar stærðir Skrifblokkir, fimm stærðir Spíralblokkir, fimm stærðir Rissblokkir, þrjár stærðir Kvartbækur, línustr. og reikn.str. Kladdabækur, línustr. og reikn.str. Frumbækur, tvær stærðir Reikningseyðublöð, tvær stærðir Sellofanpappír, Smjörpappír, Gestabækur o. m. fl. SKIPHOLTI 1 • RFYKJAVfK Heildsölubirgðir: Símj 2-3737. HÚ SMÆÐ UR mikið? Ef mér sýnist rétt, er þetta fimmta glasið þitt. Þú saknar sjálf- sagt ennþá sveitagulleplisins þins með beinastóru fæturna?" „Já, ég sakna hennar,“ sagði hann með köldu brosi. Eftir dálitla stund sagði hann lágt: „Amata nobis quantum amabitur nulla". (Þá, sem við elskum — hana munum við alltaf elska meira en allar aðrar). „E’r þetta latína?“ spurði hún. „Hvað þýðir það?“ „Það þarft þú ekki að vita,“ svar- aði hann þurrlega. „En hvað þú setur þig á háan hest,“ sagði hún, geispaði kæruleysis- lega og leit út um gluggann á sól- bakað landslagið, sem þeystist fram hjá. ★ Grundaþjófasaga Framhald af bls. 7. íngjaldshóli, þarsem þeim skyldi stefni til vottaáheyrslu og dóms. Það tók tvo daga, 5. og G. maí, að þínga u'm málin. Jón meðgekk eftir nokkurt þóf að hafa stolið úr Grundarfjarðar- búðum með Bjarna i Lág, Guðríði, Bjarna öskubaki, Ormi og Kristinu Þórðardóttur. Ormur þrumdi af sér allar ákær- ur og meðgekk ekkert. Guðríður kenndi nú Bjarna barn- ið og gekkst hann við faðerninu að barni bróðurkonu sinnar. Dómar féllu nú á þá leið, að Jóni voru dæmd tvö húðlát og brenni- mark á ennið; Ormi var dæmt húð- lát, brennimark og þrælkun á Brimarhólmi sína lifstið. Guðríður og Bjarni voru dæmd til dauða fyrir blóðskömm og honum auk þess eitt húðlát fyrir þjófnað og meinsæri. Hvað snertir aðild Kristínar Þórðardóttur eða refsíngu er ekki tjóst og ekki getur heimild hennar við dóma sýslumanns. Bersýnilegt er að þetta fólk hef- ur farið i búðirnar oftar en einu sinni og þá ekki allur hópurinn i hvert sinn, samanber meðkenningu Jóns og frásögn Bjarna öskubaks Framhald á bls. 35. Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hveríisgötu 103 — Sími 11275. WHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . þetta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feitt hár. V I K A N 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.