Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 24
Fasstir munu hugsa út I það, er þeir hlusta á nýjar hljóm- plötur með íslenzk- um söngvurum og raula með þeim nýj- ustu dægurlögin og textana, hvort iagið er íslenzkt eða er- lent, og hver hefur samið textann, sem sunginn er — þó ailir viti auðvitað hver söngvarinn er. En það eru ekki síður' textarnir, sem gera lög vinsæl, en lögin sjálf. Og ennþá færri mun vera kunnugt um það, að textarnir, sem vinsælastir hafa orðið hér síðustu misserin, eru því nær allir eftir sama manninn og reyndir sum lögin líka. En þessi mað- ur er Jón Sigurðsson. Jón ólst upp austur undir Eyja- fjöllum, en fluttist suður tæplega tvítugur að aldri. Hann hefur fengizt við músík frá því hann var ungling- ur, m. a. spilað á harmoniku og gitar og samið lög og texta. Hann lék lengi í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og seinna í Gúttó, en hefur seinni árin aðallega starfað við hljóðfæraleik í svokölluðum „iausabisniss". Einnig lék hann nokkur harmonikulög á hljómplötu fyrir Islenzka tóna. Ann- ars er Jón starfsmaður í Búnaðar- bankanum í Reykjavík. Af öllum þeim fjölda af textum, sem Jón Sigurðsson hefur ger't, má nefna: Komdu t kvöld, 1 kjallaranum, Einsi kaldi úr Eyjunum, Komdu niö- ur, Vertu ekki aö horfa svona alltaf á mig, Útlaginn, Saga farmannsins, Ég vil fara upp í sveit, Siöasti vagn- inn % Sogamýri, Óli rokkari, Vor við flóann, Bel ami, Lilla Jóns, Adam og Eva, Kom lieim vinur kom heim, Út á sjó, Ég er kominn heim, Fjórtán ára og Hvaö varstu aö gera í nótt. Auk þess er Jón höfundur fjögurra fyrstnefndu laganna Öll þessi lög liafa náð miklum vinsældum og er ekki að efa að þær eru ekki sízt að þakka textum Jóns og lögum. Við litum inn hjá Jóni um daginn og spurðum hann m. a. hvert væri fyrsta lagið, sem hann hafi samið. — Mig minnir. að það hafi verið Komdu í kvöld, sem nú hefur verið vakið upp og sungið inn á plötu af Ragnari Bjarnasyni. — Hvað varstu gamall þá? — Fimmtán ára, held ég. — Og síðan hefur þú samið fjölda- mörg lög, er það ekki? — Nei, ekki eru þau nú mörg, en þó hafa fjögur eða fimm þeirra verið sungin inn á plötur. — En þeir eru líklega fleiri text- arnir, sem þú hefur gert um ævina? — Já, þeir eru orðnir nokkuð marg- ir .Og upp á síðkastið hefur þetta verið hálfgerð fjöldaframleiðsla. — En kemur það þá ekki niður á vöndun „vörunnar"? — Óneitaniega er slæmt að þurfa að „rubba“ textum af, en stundum er ekki um annað að ræða. Dæmi eru tU þess, að ég hafi þurft að semja texta við lag klukkutíma áður en átti að syngja það inn á plötu og Stundum Þarf maður að setjast við matborðið í hádeginu með blað og blýant og hnoða saman einum yfir súpunni. Eftirspurnin er svo mikil og fáir til, sem vilja eða geta tekið að sér að gera texta með svona stuttum fyrirvara. Því venjulega er tíminn naumur og ég beðinn að skila text- unum samdægurs eða daginn eftir að ég fæ lagið í hendurnar. — Fer ekki nokkuð eftir gerð lag- anna, hve fljótlegt er að gera text- ann? — Jú, mjög mikið. Mörg lög, eink- um þau amerísku, eru þannig gerð, að nær ómögulegt er að semja við þau texta af nokkru viti, hvað rím og hátt snertir. En önnur, t. d. ítölsk lög eru yfirleitt betri viðureignar. — Þú ert Ííklega orðinn sæmilega leiður á þessum lögum og textunum þínum, þegar þau hafa „gengið" hér mánuð eftir mánuð? — Já, þú getur nú rétt ímyndað þér það. Ég fæ þau á heilann löngu áður en þau fara að heyrast eitthvað að ráði og' þegar þau hafa hljómað í eyrun á manni nokkrar vikur, og ég líka þurft að spila Þau oft á sama kvöldinu, er farinn af þeim mesti ljóminn. En óneitanlega er það svo- lítið gaman ef texti eða lag, sem maður semur verður vinsæll og mikið sunginn. Til þess er nú leikurinn gerður, ekki satt? Og hér er svo einn nýjasti textinn eftir Jón Sigurðsson, Fjórtán ára, en hann er sunginn af Óðni Valdemars- syni á hljómplötu frá Islenzkum tón- um, sem er að koma á markaðinn. Fjórtán ára Er ég var fjórtán ára grey þá sá ég eina sæta mey. Kossi stal, hún sló mig fast, ég stakk í flýti af. Söng svo tra-la-la og liœ og hó 'mér var um og ó. Of ungur til aö gifta mig, gifta mig, gifta mig. En ef ég mætti gifta mig, ég vildi eiga þig. Er ég var sextán ára, þá ég aðra miklu fegri sá. Ég kossi stal, hún sneri á sig, ég stakk í flýti af. Söng svo tra-larla og hæ og hó o. s. frv. Ég átján ára orðinn var, þá ein kom, sem af öðrum bar, hún kossi stal, ég stóð hér kyrr og stungið gat ei af. Söng svo tra-la-la og liæ og hó nú er komiö nóg. Og ég vil glaöur gifta mig, gifta mig, gifta mig. Nú glaöur vil ég gifta mig og ég vil eiga þig. Nú á ég orðið átta börn, það er mér kannski nokkur vörn. Þau kyssa öll með sama sið og síðan stinga af. Söng svo tra-la-la og hæ og hó mér var um og ó. Of ungur til aö gifta mig, gifta mig, gifta mig. En ef ég mætti gifta mig, ég vildi eiga þig. ttu þetta? Þetta er gullfalleg gul peysa, ein af þeim sem kölluð mundi vera ■draumur. Hún er úr orlon og loðin eins og þið sjáið, en loðnar orlonpeys- ur halda sér alveg ótrúlega vel. Verð- ið er 520,00 kr. og fyrir minna verð fáið þið ekki fallega peysu nú á dög- um. Við viljum taka það fram, ef einhver herrann hugsaði sér gott til glóðarinnar, að módelið fylgir ekki með. En hér er aftur á móti hentug flík fyrir piltana, vetrarfrakki úr alullar- efni, fóðraður með vatti. Kraginn er prjónaður og hægt er að hneppa hon- um alveg upp í háls. Érakki' þessi er algjör nýjung á markaðinum, og skólapiltar munu ábyggilega taka hon- um tveim höndum og þá ekki sízt í íslenzkri vetrarveðráttu. Frakkann er hægt að fá í fleiri litum og mun hann kosta eitthvað um 1600,00 kr. bréfaviöskipti Rakel Ragnars, Sunna Sveinsdóttir, Lovísa Laugdal og Olla Jensdóttir, allar á Laugarvatni, óska eftir bréfa- viðskiptum við pilta og stúlkur 16—20 ára. Dista Hákonar og Agnes Heiðdal, einnig á Laugarvatni, við pilta og stúlkur 14—16 ára. framt íðarstarfið Undir þessum borða munum við reyna að kynna litillega fyrir ykkur hinar ýmsu starfsgreinar, ef Það mæ,tti ef til vill verða til að aðstoða ykkur í að velja ykkur framtíðarstarf. Við ætlum að minnast hér fyrst á gullsmíöi. Gullsmíði er fólgin í því, eins og nafnið bendir til, að smíða muni úr gulli, en einnig eru notaðir aðrir málmar eða málmblöndur, t. d. silfur. Gull og silfur er flutt til lands- ins í plötum eða vírum og er málm- urinn þá alveg hreinn, t. d. gullið 24 karöt. Síðan er gullið brætt upp og blandað með öðrum efnum, oftast silfri eða kopar, eftir því úr hve hreinni blöndu á að smíða. Algengast er að nota 14 karata gull. Ýmsar teg- undir muna eru smiðaðir hér úr gulli, en gulliðnaður hér á landi fer allur fram í höndunum, og er þetta fag ágætt fyrir þá, sem hafa glöggt auga fyrir fallegum mynztrum og formum og eru lagnir í höndunum. Lágmarks- aldur fyrir þá, sem ætla að læra gull- smíði er 16 ár, námstiminn er 4 ár, og að sjálfsögðu auk þess nám í Iðn- skólanum, en Þar er, auk venjulegra námsgreina, kennd fagteikning fyrir gullsmíði, eins og flestar aðrar iðn- greinar. Launataxti gullsmíðanema er þessi: Á 1. námsári 349.13, á 2. ári 407.31, á 3. ári 523.69 og á 4. ári 581.88 krónur á viku. Eins og er mun vera nokkuð erfitt að komast að við gull- smíðanám. Við hittum hann niðri í bæ og spurðum hann umsvifalaust hvað hann ætl- aði að verða. — Stór, svar- aði hann. — Já, en fyrir utan það. — Ja, það er ómögulegt að vita. — Hvað gerirðu núna? — Ég er búðarloka, en Það er bara í sumar, ég hef ekkert mátt reyna á mig, ég slasaði mig á fæti. — Hvað varstu þá? — Lítill. — 'Svona enga útúrsnúninga. — Jæja, ég var auðvitað í skóla; varð gagnfræðingur síðastliðið vor. — Og þú hefur ekki minnstu hug- mynd um hvað þig langar til að verða. — Jú, ég er nú dálítið að hugsa um gullsmíði. — Já, ertu dálítið laginn, eða góð- ur að teikna? — Ég veit það nú ekki, annars hef ég verið í Handíðaskólanum undan- farna vetur, að læra teiknun. — Heldurðu að það sé mikið upp úr þessu að hafa? — Já, ábyggilega. — Hvað gerirðu í tómustundum? — Slít skónum. — Jæja, það var skemmtilegt tóm- stundastarf. —■ Það er að segja ég labba rúnt- inn, fer út að skemmta mér, tek upp á segulband, og geri bara það sem fólk gerir flest. — Einmitt það, það sem fólk gerir- flest. En segðu okkur, hvenær ætl-- arðu að byrja á náminu? — Ætli það verði ekki einhverm tíma þetta árið, annars er það allt. óákveðið. — Ferðu svo ekki út einhvern. tíma? —■ Jú, vonandi, en það verður ekki. strax. — Það er víst bezt að fá að vita.. hvað þú heitir? — Lárus Jónsson. — Jæja, við þökkum þér fyrir' greinargóð svör Lárus, og vonum að- þetta gangi nú allt vel í framtíðinni,. — Jú, það var ekkert. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.