Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 27

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 27
Draumar Framhald af bls. 22. vorum tvær saman í herbergi. Okkur vant- aði klukku lil að vakkna við. Svo fengum við l'jórar klukkur misstórar, tvær litlar, eitt úr og eina stóra græna vekjaraklukku. Með fyrirfram þökk. Lína. Svar til Linu. Draumurinn merkir að einlwer, sem yfir ykkur er settur, l’ylyist nákvæmlega með yerðum ykkar. Svar /il K. H. Samkvæml beiðni dreymandans cr draumurinn ekki birtur. Ilætl er við stormasömum atburðum í ástarlifi þinu á næstunni ef -marka rná drauminn. Taktu þvi öllum skakkaföllum mcð ró, þvi þá liða þessir erfiðleikatimar hjá oy sólin mun brosa við þér á ný. Kæri Drauinráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum er ég hef mikinn lnig á að fá ráðningu á. Mér fannst sem ég kæmi inn í stóra skemmu eða pakkhús í fylgd með manni er ég þekki. Við gengum þar um og fannst mér scm við værum að leita að stað er við gætum talast við i næði. en það var allsstaðar fólk, liverl sem við snerum okkur. Það var annað, sem var all undarlegt, um alla skemmuna var hlað- ið upp timþri og alls konar drasli, sem mynd- aði alls konar göng og lu óka líkt og í völund- arhúsi. Við leiddumst þarna, en það var sarna hvaða leið við völdum, alls staðar var fólk og gekk ýmislegt á, sumir voru við vinnu, aðrir að skemmtun. Eftir langa stund fund- um við stað er við gátum sezt niður á og fannst mér við vera þar þó nokkra stund, svo að segja óáreitt, en svo undarlega þar við eð er við stóðum upp þá var allt fólkið og draslið liorfið og við hlupum beint að skemmu- dyrunum án nokkurrar hindrunar, en í þvi sem við komum út þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. Dreymin. Svar lil Dreyminnar. Auyljóst er af draum þinum, að erfið- leikar miklir ern nú á sambandi þinu við unnustann oy kemur það til af þvi að tíminn er ekki fullnaður til þess að þið yetið tekið endanlega höndum saman, en það mun takast að lokum. 'i'il Draumráðandans. Fyrir nokkru dreymdi mig einkennilegan draum. Mér fannst ég vera búinn að eignast rauðbrúnan hest og var ég ríðandi á hestin- um ásamt konu minni, sem sat fyrir affan mig, og vorum við á leið i þorp úti á landi. Er við komum í þorpið og höfðum stigið af baki bar fólk að til þess að skoða hestinn, og sá ég strax að fólkið var all undrandi yfir hestinum og fór ég að skoða hann nánar. Sá ég þá, mér til mikillar undrunar, að geysi stórt kýrjúgur var undir hestinum. Draumurinn er ekki lengri, en mér finnst hann all einkennilegur. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Maggi. Svar til Magya. Merkiny draurnsins er sú að þér mun óvænl hlotnasl stuðningur frá opinberum aðilum. Til Draumráðandans. Fyrir um það bil þremur til íjórum árum dreymdi mig merkilegan draum. Ég átti þá lieima inni í Hlíðum og fannst mér ég vera að fara fótgangandi niður i bæ og slytti ég mér leið og gekk yfir Landspitalalóðina, en er ég var komin á móts við likhúsið heyrði ég einhvcrn mann kalla og leit ég í áttina þangað og sá ég þá mann i hvitum slopp standa i dyrunum á likhúsinu og kallaði hann aftur og veifaði annari hendinni. Leit ég þá i áttina sem hann veifaði í, en þá sá ég að sex menn eru að koma inn á lóðina með lik- börur. Ég varð forvitin og fór á móti þeim og spurði þá hvort eitthvað hefði komið fyrir, en ég fékk ekkert svar. Mér fannst vera lik á börunum, en fram- an við það sá ég að það hafði verið raðað sjö einkennishúfum, svo ég fór framfyrir bör- urnar til að athuga hvers konar húfur þetta væru, og sá ég þá að þetta voru allt húfur af opinberum starísmönnum og var sú efsta af háttsettum manni. Ég spurði nú aftur, hvort eitthvað hefði komið fyrir og svaraði þá ann- ar mannánna, sem bar fremst: „Þeir vildu þetta.“ Og draumurinn er ekki lengri. Kalli. Svar til Kalla. Draumurinn merkir hækkun hjá þér i stöðu, eftir lanya oy harða baráttu. Hækk- unin er þér þvi velkomin þar eð þú hefnr unnið til hennar. Hvað segja stjörnurnar um liæfileika yðar, möguleikg og framtíð? ViljiÖ þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fæöingarstaö og hvenær sólarhrings- ins þér fœddust ásamt greiöslu i umslagi merkt póstthólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö- ur meö pósti. Lauslegt yfirlit (sðlkort) ........ kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnattafstööum .. — 100.00 Spádómar fyrir 1 ár kostar ........ — 200.00 Nákvæmt yfirlit meö hnattafstööum — 500.00 AÖ gefnu tilefni tökum viö fram aö fœðingar- stund má helzt ekki skakka meira en 15 mínútum. Þór Báldurs. Bæheimskur kristal! — draumur hverrar konu Þessi hentuga og glæsilega ávaxtaskálasamstæða i sex lit- um. er sannkólluð prýði á hverju borði. — En minnist þess, að Bæheimskur krystall er framleiddur eingongu í Tékkóslóvakíu! — Spyrjið um hann í öllum sérverzlunum. GIASSEXPORT PRAHA CZECHOSLOVAKIA VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.